Réttur


Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 61

Réttur - 01.04.1985, Blaðsíða 61
Blóðsugan bandaríska að verki í Mið-Ameríku og Karíbahafi Bandaríkin líta á ríki Mið-Ameríku og Karíbahafs sem einskonar nýlendur sínar. Og séu þær óþægar er bandarískur her sendur þangað. Slíku valdi hefur bandaríska auðvaldið beitt, allt frá 1823, er Monroe-yfirlýsingin var gefin, 14 sinn- um við Mexico, 13 sinnum við Kúbu, 11 sinnum við Panama, 10 sinnum við Nicara- gua, 9 sinnum við Dóminíkanska lýðveld- ið, 7 sinnum við Kolumbíu, 7 sinnum við Honduras, 5 sinnum við Haiti, þrisvar við Puerto Rico og tvisvar við Guatemala. Og af hverju ráðast Bandaríkin á þessi lönd, ef þjóðir þeirra vilja stjórna sér sjálfar? Fjárfesting bandarísku einokunar- hringanna óx, aðeins hvað enskumælandi lönd þessa svæðis snertir, úr 1500 milljón- um dollara 1970 upp í 11000 milljónir 1978 og vex áfram. Alþjóðahringir Bandaríkjanna hafa fjárfest yfir 20.000 milljónir dollara í Puerto Rico og ráða 80% af iðnaðarframleiðslu og 50% af landbúnaðarframleiðslu þess lands. En auk þessarar fjárfestingar hafa þessir auð- hringir fjárfest 22.500 milljónir dollara 1981 , en það samsvarar 65% fjárfestingar þeirra í rómönsku Ameríku. Alls er því Ijárfesting þessara auðhringa 42.000 mill- jónir á þessu svæði eða þrefalt það sem Þeir fjárfesta í Asíu, Afríku og Ástra- hu. — Arðránið þarna er ægilegt. Kaup- >ö, sem auðhringirnir greiða verka- nönnum þessara Mið-Ameríku landa og Karabíu-búa er */io hluti þess kaups, sem þeir greiða í Bandaríkjunum. Gróði auðhringanna á vörunum, sem Þeir flytja inn til Bandaríkjanna frá þess- um löndum er gífurlegur. — En reiði fólksins í öllum þessum löndum er líka mikil. Spurningin er hve lengi menn láta bjóða sér þetta arðrán. Arðrán Bandaríkjanna í Rómönsku Ameríku Rómanska Ameríka verður í síauknum mæli arðráni stóru alþjóðahringanna, einkum hinna bandarísku að bráð. Á áttunda áratugnum réðu alþjóða- hringirnir bandarísku þrem fjórðu af allri fjárfestingu bandarískra einkaaðila. í Mexico ráða 10 bandarísk stórfyrirtæki 50% af bandarískri fjárfestingu, í Brasil- íu yfir 60%. Öll viðskipti þessara landa færist æ meir í greipar bandarískra auðhringa. Rómanska Ameríka sekkur æ dýpra í skuldafenið við ameríska auðvaldið: hvert „prósent“, sem lánin hækka um, kostar hin skuldugu lönd 1350 milljónir dollara. Sumir sérfræðingar álíta að um 1990 verði erlendar skuldir rómönsku Amer- íku 450.000 milljónir dollara. Pá myndi allur útflutningur þessara landa fara í vexti og afborganir af skuldum. — Þá yrðu 90% af vinnufæru fólki rómönsku Ameríku atvinnulaust. Fátækt fólksins í Suður-Ameríku fer sívaxandi. Hvenær kemur að því að þetta fólk sprengir af sér okið? Margir álíta þess ekki langt að bíða. Og svo hræddir eru stærstu bankar New York að þeir þora ekki annað en auka lánin, ella kunni allt að springa. Athugar íslensk ríkistjórn á hvaða leið hún er? 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.