Réttur


Réttur - 01.04.1985, Qupperneq 58

Réttur - 01.04.1985, Qupperneq 58
sögufrægur salur í íslenskum stjórnmál- um og sérstaklega í stéttabaráttunni. Hann var vissulega notaður til fulls. Þarna hélt ýmist K.F.Í. eða fjöldi þeirra samtaka og nefnda, er með honum störf- uðu fundi sína. Fundir K.F.Í. voru stund- um lokaðir flokksfundir, en oft líka út- breiðslufundir, venjulega vel sóttir, þar sem markmið sósíalismans og bardagaað- ferðirnar voru útskýrðar í ræðum. Og önnur samtök létu ekki sitt ettir liggja. A.S.V. (Alþjóðasamhjálp verka- lýðsins) og Ungherjadeild þess notuðu salinn oft, svo og nefndir þær, sem geng- ust fyrir samfylkingu gegn fasisma, bar- áttu gegn atvinnuleysi o.s.frv. Þarna var haldinn fundur K.F.Í., 30. júní 1932: „Opinber mótmælafundur gégn kaupkúgun, atvinnuleysi og ríkis- stjórn auðvaldsins“, sá, er undirbjó að- gerðirnar 7. júlí og voru þar auglýstir ræðumenn: Guðjón Benediktsson, Gunn- ar Benediktsson, Haukur Björnsson, Ein- ar Olgeirsson o.fl. — 5. júlí segir í Verk- lýðsblaðinu frá fundinum: þar töluðu auk hinna auglýstu þeir Rósenkrans ívarsson j og Stefán Pétursson, húsið var troðfullt og 14 nýir félagar gengu þá í K.F.Í. — Og að kvöldi 7. júlí, hafði F.U.K. auglýst opin- | beran verkalýðsfund í Bröttugötusalnum. — En atburðirnir leiddu til fjöldafunda viÖ Arnarhvol og síðan almenns verka- lýðsfundar við Kalkofnsveg, þar sem m.a. var tekin ákvörðunin um að stofna ,jVarnarlið verkalýðsins“ — og voru yfir 2Ó00 manns á útifundinum og síðan farið í kröfugöngu, — yfir 1000 manns — og Svo skráð inn í Varnarlið verkalýðsins. Leshringir um málefni sósíalismans og þaráttu hinnar líðandi stundar voru h'áldnir í litla salnum, en í Bröttugötu- Salnum voru tíðir útbreiðslufundir. Skal efni eins þeirra tilfært sem dæmi um starfsemina: Á útbreiðslufundinum 22. sept. 1932 voru ræðumenn og ræðuefnið svohljóð- andi: „Brynjólfur Bjarnason: Hversvegna býður Kommúnistaflokkurinn fram til þings? Guðjón Benediktsson: Barátta at- vinnuley singj annna. Einar Olgeirsson: Hvað bíður Reykja- víkur? Stefán Pétursson: Sökudólgurinn í dómsmálaráðuneytinu og réttarfarið • landinu.“ Bröttugötusalurinn var vissulega not- aður til hins ýtrasta. En á laugardögum var venjulega skemmtun eða dansleikur og aðgangur seldur, til þess að ná fé upp í kostnaðinn við húsið. 1. 2. og 3. desember voru t.d. 3 fundir, hver sitt kvöldið: F.U.K. 1. des., — A.S.V. 2. des. og Stjórn Varnarliðsins og atvinnuleysingjanefndir 3. des. Og það voru ekki aðeins verkamenn, sem sóttu þessa fundi, — atvinnuleysingj- ar voru í ágúst 1932 skráðir yfir 1300, — heldur sóttu og skólanemendur og stúd- entar fundi þessa vel, svo og fleiri mennta- menn, er heyra vildu skilgreiningar marx- ista á kreppunni og atvinnuleysinu. F*að mætti lýsa í það endalausa allri útbreiðslu- og uppeldisstarfsemi K.F.Í. þar í Bröttu- götusalnum. 14. mars 1933 var Marx-minning, (50 ár liðin frá dauða Karls Marx) og þeir töl- uðu þar Stefán Pétursson, Haukur Por- leifsson og Brynjólfur Bjarnason. — F.U.K. og K.F.Í. voru með sameiginleg;- an fund 16. mars og 17. mars var K.F.Í- með almennan verkalýðsfund, þar sem bæði Novu-deilan á Akureyri, stöðvun at- vinnubótavinnunnar og ríkislögreglan voru til umræðu. — Og þannig var haldið 122
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.