Réttur


Réttur - 01.04.1985, Page 43

Réttur - 01.04.1985, Page 43
Frá þingi II. Alþjóðasambandsins í Kaupmannahöfn 1910. Fremst á myndinni takast í hendur Alexandra Koll- ontay (hvítklædd) og Luela Twinning frá Bandaríkjunum sem tákn uni alþjóðlega samstöðu. (Myndin er tekin á tröppunum við baðhótel í Skodsborg.) gagngerum breytingum. Hún taldi ástina vera sameinandi afl og félagslega mikil- vægt, sem auögaði mannlegt reynslusvið og gæfi tilfinningalífi nýjar víddir. Hún taldi, að engin bylting næði fullu máli, nema hún tæki einnig til samskipta kynj- anna og sambýlisforma. Enn í dag eru orð Alexöndru Kollontay i fullu gildi og eiga við okkur erindi. Alexandra Kollontay fæddist í St. Pétursborg árið 1872. Faðirinn var hershöfðingi af úkraínskri aðals- ætý, en móðirin var af finnskum ættum Arið 1898 fór hún til Sviss þar sem hún stundaði um tíma háskólanám í hagfræði. Þá var hún þegar virkur þátttakandi í byltingarhreyfingunni. Á næstu arum lagði hún stund á ritstörf, gaf út margar bækur og bæklinga um stjórnmálaleg efni jafnframt því sem hún starfaði mikið innan verkalýðsfélaga, eink- um meðal verkakvenna. Árið 1908 varð hún að yfirgefa Rússland, því að fangelsun vofði yfir henni, og skall hurð nærri hælum. Hún var í útlegð næstu níu árin og dvaldist í ýmsum Evrópulöndum m.a. á Norðurlöndum. Einnig fór hún tvær fyrirlestraferðir til Bandaríkj- anna. Eftir febrúarbyltinguna í Rússlandi árið 1917 sneri hún aftur heim. Hún var handtekin í júlí sam- kvæmt skipun Kerensky, en látin laus, þegar Maxim Gorki lagði fram hátt lausnargjald fyrir hana. Árið 1917 tók hún sæti í fyrstu ríkisstjórn bolsé- víka og fór með félagsmál fram til ársins 1918, er hún lét af því embætti. Talið er, að andstaða hennar við Brest-Litovsk friðarsamningana hafi átt sinn þátt í því. Á þessum árum gaf hún einnig út margar bækur. 107

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.