Réttur


Réttur - 01.04.1985, Side 25

Réttur - 01.04.1985, Side 25
að verslunarauðvald íslenskt hefur getað sópað til sín fjármunum sem skotið er undan þegar kakan góða er bökuð. Samt virðast fáir núorðið hafa meiri áhuga á þeirri kökugerð en forsetar launþegasam- taka! í ljósi þessa þarf engan að undra að kennarar voru orðnir langþreyttir þegar að verkfalli BSRB kom, enda mun frammi- staða þeirra lengi í minnum höfð. Hvar- vetna urðu þeir til þess að taka að sér skipulagningu aðgerða, hafa umsjón með verkfallsvörslu og standa vörð — jafnvel fyrir aðra hópa sem minni skilning sýndu á nauðsyn samstöðunnar. Mun margur grunnskólakennarinn lengi minnast þeirra brígslyrða sem hann varð að sitja eða standa undir þá. Og ekki skorti á yfir- lýsingar stjórnarherranna. Talsmaður verslunarauðvaldsins, fjármálaráðherra landsins, notaði tækifærið til að lýsa samúð sinni með „litla manninum“ og fyrirlitn- ingu sinni og þekkingarleysi á kennara- störfum. Ræðu hans á Alþingi þjóðarinn- ar um vinnutíma kennara og þá „forrétt- indastétt" sem þeir væru orðnir var að vísu mótmælt af nokkrum þingmönnum, en aðrir ráðherrar viku sér undan því að taka afstöðu nema í loðmollu og kringil- yrðum. Verður framkomu menntamála- ráðherra lengi minnst, þegar hún lýsti því fyrir kennurum í mótmælastöðu á Arnarhóli að fjármálaráðherra hefði áreið- anlega ætlað að segja eitthvað annað! Árangur verkfallsins Ástæðulaust er annað en viðurkenna að verkfall BSRB skilaði litlum árangri í beinhörðum peningum. Ríkisvaldið sem við var að etja reyndist harðari samnings- aðili en menn höfðu lengi hitt fyrir. Þegar upp var staðið höfðu þó náðst dálitlar hækkanir sem vissulega hefðu komið að haldi ef ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar hefði ekki ákveðið að kippa þeim öllum til baka með gengisfellingu. Fyrir kennara varð ávinningurinn meiri á öðru sviði. Samstaðan sem náðist um skeið bæði innan stéttarinnar og milli kennara og annarra launþegahópa Iofaði býsna góðu um framhaldið. Er enginn vafi á að kennarasamtökin, KÍ, munu lengi geta búið að reynslu og lærdómum sem þau drógu af verkfallinu. Enn er of snemmt að spá um það hvort heildar- samtökin bera gæfu til að reka þesskonar verkalýðspólitík að kennarar uni áfram innan BSRB. Það sem gerst hefur nú á vormánuðum 1985 gefur því miður ekki tilefni til bjartsýni. Vorið 1985 Löngu áður en verkfall BSRB skall á haustið 1984 höfðu kennarar innan hinna launþegasamtakanna, BHM-R (Bandalag háskólamanna — ríkisstarfsmenn) farið að hugsa sér til hreyfings. Samningar þeirra áttu að vera lausir hinn fyrsta dag marsmánaðar 1985, og þegar á fulltrúa- þingi Hins íslenska kennarafélags vorið 1984 var samþykkt að félagið beitti sér fyrir fjöldauppsögnum til þess að knýja á um viðunandi kjarabætur í vorsamning- unum 1985. Ekki var farið dult með þess- ar uppsagnir enda tilgangur þeirra sá einn að reyna að vekja athygli stjórnvalda og annarra landsmanna á því að langlundar- geð kennara væri þrotið. Þeir myndu ekki una því að laun þeirra héldu jafnt og þétt áfram að rýrna og bilið milli launa há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna og ann- arra háskólaborgara að breikka. Öllum sanngjörnum mönnum hafði lengi verið ljóst að ekkert samræmi væri milli þeirra launa sem háskólamenn þægju fyrir störf 89

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.