Réttur


Réttur - 01.04.1985, Qupperneq 46

Réttur - 01.04.1985, Qupperneq 46
forseta, sem er gjörsneydd öllu yfirbragði lýðræðis. Prátt fyrir þetta má ekki gleyma því að heimsvaldaeðli stjórnar Banda- ríkjanna er grundvöllur utanríkisstefnu þeirra. Það má ekki gleyma því að fyrr- nefndur forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, stóð að baki fyrstu meiriháttar aukningar bandarískra hernaðarumsvifa í Víetnam, sá hinn sami Kennedy sam- þykkti líka þátttöku Bandaríkjanna í inn- rásartilraunum á Kúbu gegn byltingar- stjórn Castrós. Og þrátt fyrir allar siða- predikanir Carters héldu Bandaríkin áfram aðstoð sinni við herforingjastjórnirnar í Chile, Argentínu, Úrúguay og víðar í forsetatíð hans. Það er því nær sanni að tala um örlítið breytta stjórnlist og aðferðir hjá banda- rísku heimsvaldastefnunni á 7. og 8. ára- tugnum vegna breyttra aðstæðna og við- horfa í heiminum. Bandaríkin beittu öllum hernaðar- legum kröftum sínum í stríði sínu gegn alþýðu Víetnam, Laos og Kampútcheu og í forsetatíð þeirra Johnsons og Nixons má segja að afskipti þeirra í Mið-Amer- íku hafi gjörsamlega horfið í skuggann fyrir stríðinu í Indókína. Ósigurinn þar dró einnig um tíma úr möguleikum Bandaríkjanna til íhlutunar og yfirgangs annars staðar í Priðja heiminum, þar á meðal í Mið-Ameríku. A 7. áratugnum varð einnig til víðfeðm og öflug hreyfing gegn nýlendustefnunni um allan heim, sem hafði í för með sér að hinar gömlu nýlendur Frakka og Eng- lendinga í Afríku, Asíu og einnig í Kara- bíuhafinu brutu af sér hlekkina og ooiuo- ust sjáifstæði. Portúgalska nýlenduveldið í Afríku hrundi til grunna þegar fasism- anum var steypt í Portúgal árið 1974 og Angóla, Mocambique og Guinea-Bissau urðu öll sjálfstæði ríki ári seinna eftir mannskæða frelsisbaráttu sem geisað hafði árum saman. Þegar Kennedy hélt ræðu sína við stofnun Framfarabandalagsins árið 1961 í Punta del Este í Úrúguay sagði hann að bandalagið væri tæki til að efla félagslegar framfarir og uppræta ranglætið. Yfirlýst markmið bandalagsins var að það skyldi fyrst og fremst vera farvegur fyrir banda- ríska efnahagsaðstoð og þróunarhjálp til rómönsku Ameríku. Kennedy skilgreindi hlutverk bandalagsins svo: Að það ætti að koma á „umbótum ofan frá til að hindra byltingar neðan frá“. Fyrsti forustumaður bandalagsins, Teodore Moscoso, var þó opinskárri. Hann sagði: „Með því að styðja bandalagið þarf hin ríkjandi valda- stétt ekkert að óttast“. Um miðjan 7. áratuginn stóðu Banda- ríkin að baki áttatíu og þriggja af hverj- um hundrað allra erlendra fjárfestinga í Mið-Ameríku, m.a. fyrir atbeina banda- lagsins. En Framfarabandalagið hafði einnig hernaðarlega hlið. Og eins og Moscoso orðaði það: Efnahagsframfarir krefjast laga og reglu og umfram allt kyrrðar á stjórnmálasviðinu. Mikilvægur þáttur í áætlunum banda- lagsins var því að auka öryggið inn á við með því að efla innlendan her og lög- reglu. En fram að byltingunni sigursælu á Kúbu var fyrst og fremst talað um utan- aðkomandi hættu. Til dæmis sagði Charles Shuff, sem var aðstoðarutanríkismálaráðherra Banda- ríkjanna í lok forsetatíðar Eisenhowers, að „þessum heimshluta stafar mest hætta af kafbátaferðum í Karabíuhafi og með- fram ströndum rómönsku Ameríku“. Eftir árið 1959 var aftur á móti lögð höfuðáhersla á að bæla niður þjóðfélags- lega ókyrrð sem á máli heimsvaldastefn- 110
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.