Réttur


Réttur - 01.08.1976, Síða 7

Réttur - 01.08.1976, Síða 7
Einar Olgeirsson ÞEGAR RÉTTUR VARÐ MÁLGAGN MARXISTA Þegar hálf öld var liðin frá þvi útgáfa „Réttar“ var ákveðin, skrifaði ég allýtarlega grein í tímaritið (1965) um upphaf þess og upphafsmenn. Og í næsta árgangi kom önn- ur grein þar sem allýtarlega var rakin sagan af því, er við sósíalistar tókum við hon- um, nokkuð rakin pólitíska þróunin á þeim árum á Akureyri og síðan ágreiningurinn við Framsókn. Skal reynt að komast hjá því hér að endurtaka það, sem þá var sagt, en raktir aðrir þættir, ekki síst alþjóðlegir, i sögunni af upphafi „Réttar“ og yfirtöku marxista á honum.1’ I. FRÁ HENRY GEORGE TIL KARLS MARX Það var reisn yfir þeim „Rétti", sem bónd- inn í Baldursheimi hóf að gefa út norður á Akureyri 1916. Það var ekki verið að kné- krjúpa neinum máttarvöldum, ekki beðið um „neina náðarveitingu" en heimtað „réttlæti, eigi aðeins lagalegt, heldur náttúrlegt rétt- læti." Auðvaldsþjóðfélaginu með allri þess misskiptingu auðs og einokunarhringum var sagt stríð á hendur, en stefnumar þrjár hyllt- ar, er gegn því börðust: sósíalisminn, george- isminn (jarðskattskenningin) og samvinnu- stefnan — og allar kallaðar jafnaðarstefn- ur eða auðsjafnaðarkenningar. Það var ráðist ódeigan á heimsstríðið fyrra og undir- rót þess, auðskipulagið, í grein Benedikts á Auðnum strax í upphafi fyrsta heftis (bls. 17—32). Og þótt greinilegt væri að ritnefnd- in aðhylltist fyrst og fremst georgismann, þá var umburðarlyndið og virðingin fyrir „öðr- um jafnaðarstefnum" svo mikil að strax í fyrsta árgangi (öðm hefti) birtist hinn sögu- legi fyrirlesmr Þorsteins Erlingssonar „Verka- mannasamtökin" — hve dýrmætt er það ekki íslenskri sósíalistískri verklýðshreyfingu að það erindi varðveittist og kom þarna á prenti. 143

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.