Réttur


Réttur - 01.08.1976, Page 15

Réttur - 01.08.1976, Page 15
III. VIÐTÖKURNAR í „Verkamanninum" á Akureyri segir svo frá þann 11. september 1926 að ég hafi kom- ið heim með Novu 9- sept. (þá voru ferðalög fréttir!) og segi fréttir á fundi í Verkamanna- félaginu 12. september. Og í fundargerð Jafnaðarmannafélagsins 13. september segir: „Loks talaði form. um að hann og nokkrir með honum væru að ráðast í að eignast tímaritið „Réttur". Það hefur verið ráðist af miklum krafti í skrif og setningu eftir heimkomuna, því 26. október er skýrt frá því í „Verkamanninum" að ritið sé komið út, 10 arkir — 160 blað- síður. Hefur það verið fljót afgreiðsla, allt handsett þá í prentsmiðjum Björns Jónssonar og Odds Björnssonar á Akureyri. Þessari tímaritsútgáfu af hálfu okkar sósí- alista var tekið mjög vel í blöðum verklýðs- hreyfingarinnar: „Alþýðublaðið” birti 28. september langa fréttagrein um væntanleg eigenda- og rit- stjóraskipti á „Rétti", tilkynnti hverjir ágæt- ismenn hefðu lofað efni í tímaritið og hvatti Alþýðuflokksmenn og alla frjálslynda menn til að kaupa Rétt, tekið væri á móti áskrif- endur á afgreiðslu Alþýðublaðsins, bókabúð á Laugavegi 46 og hjá Arsæli Arnasyni, Laugavegi 4. — Hallbjörn Halldórsson, sá ágæti og róttæki sósíalisti, var þá ritstjóri Alþýðublaðsins. — Þann 5. nóv. kom svo frétt um útkomu heftisins og innihald þess. „Skutull”, blað Alþýðuflokksins á ísafirði, sem síra Guðmundur frá Gufudal ritstýrði þá af mikilli snilli, birti 25. september langa grein eftir Finn Jónsson um væntanlega breytingu á Rétti, bar mikið lof á ritið og aðstandendur þess. 30. okt. kom svo auglýs- ing um útkomuna. sE JETTFRö U TlMARIT U ,••• •••• UM ••;• fj ÞJÓÐFJELAGS OG j j ;:I eSí MENNT N(4A R ArÁN* X ’•••.......................................................•••* ii RITSTJÓRI: !! i"i EINAR OLGEIRSSON i"i ......................................................... : : XI. ARG. 3. OG 2. IIEIfTI l l :ii; EFNISYFIRLIT: B11X • • Davlð Sfcfánsson: Hrærekur konungur í Kálfskinni 3 j ; •••• Einar Olgeirsson: Erlendir menningarstraumar. 10 •••• •*•• M. Anderscn Nexö: Auðu sætin................. 25 •**• Haraldur Guðmundsson: Togaraútgeröin........... 39 .55. ; : Upton Sinclair: Brjef til Judds............ 56 ; : : : Einar Olgcirsson: lslensk lýðrjettindi....... 61 : : Víðsjá (Camoens, Hetjur, Erlend skáld og erl. bókmentir) 69 •••? Siefán Jóh Sfefánsson: Um þjóðnýtingu......... 81 ••;• •**• Ólafur Stefánsson: Úthýsing (kvæði)...........101 ; ; ; ; Brynjólfur Bjarnason: Kommúnisminn og bændurnir 102 ; ; •••• Gunnar Bcnediktsson: Yfir eyðimörkina (ræða) .... 112 •••• ;**; Frá Rússlandi: 1) Framleiðsla og viðskitti S. S. S. R. 117 ; ; Jí^ 2) Samvinnuhreyfingin í Rússlandi. #25# ; ; íslcnsk menningarmál: Rekstur kvikmyndaleikhúsa ; . 133 ; ; Rfkisrekstur á sveitabúum. ; ; ,11, Neistar (Tolstoi, Lincoln, Wagner o. fl.) .**. •••• Baráttan um heimsyfirráðin (Furstaeigmrnar, kolaverk- •••• ;**; fallið, Suður-Ameríka) .... ..... 143 ; ; ; ; Ritsjá (Munkamir á Möðruvöllum, Við þjóðveginn, Himin- ; ; *;;* geimurinn) .............................. 152 •••• :**: aðal’ömboðsmaður: :##: Jón G. Guðmann, kaupmaður, P.O. Box 34, Ak. :##: ••••.................................... ..................;•*; •*•• PRENTSMIÐJA ODDS BJÖRNSSONAR OG BJÖRNS JÓNSSONAR •**• • * AKUREYRI MCMXXVI •••• *••• .% ,••„••••••,•••••••••• “*•••••••••••••••••'•••••••••••••••••••••••••••• „Eyjablaðið", hið nýstofnaða blað félag- anna í Vestmannaeyjum tekur þó dýpst i árinni af öllum verklýðsblöðunum um hið nýja rit. Það birtir þriggja dálka grein um Réttarheftið nýja á forsíðu og ber mikið lof á. Þannig mætti „Réttur" miklum skilningi og vinsældum, er hann kom nú út sem fyrsta og eina tímarit marxista á Islandi. En sú eining, sem um hann var þá innan Alþýðuflokksins stóð ekki lengi. I desember þetta sama ár knúðu hægri menn (kratarnir) 151

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.