Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 15

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 15
III. VIÐTÖKURNAR í „Verkamanninum" á Akureyri segir svo frá þann 11. september 1926 að ég hafi kom- ið heim með Novu 9- sept. (þá voru ferðalög fréttir!) og segi fréttir á fundi í Verkamanna- félaginu 12. september. Og í fundargerð Jafnaðarmannafélagsins 13. september segir: „Loks talaði form. um að hann og nokkrir með honum væru að ráðast í að eignast tímaritið „Réttur". Það hefur verið ráðist af miklum krafti í skrif og setningu eftir heimkomuna, því 26. október er skýrt frá því í „Verkamanninum" að ritið sé komið út, 10 arkir — 160 blað- síður. Hefur það verið fljót afgreiðsla, allt handsett þá í prentsmiðjum Björns Jónssonar og Odds Björnssonar á Akureyri. Þessari tímaritsútgáfu af hálfu okkar sósí- alista var tekið mjög vel í blöðum verklýðs- hreyfingarinnar: „Alþýðublaðið” birti 28. september langa fréttagrein um væntanleg eigenda- og rit- stjóraskipti á „Rétti", tilkynnti hverjir ágæt- ismenn hefðu lofað efni í tímaritið og hvatti Alþýðuflokksmenn og alla frjálslynda menn til að kaupa Rétt, tekið væri á móti áskrif- endur á afgreiðslu Alþýðublaðsins, bókabúð á Laugavegi 46 og hjá Arsæli Arnasyni, Laugavegi 4. — Hallbjörn Halldórsson, sá ágæti og róttæki sósíalisti, var þá ritstjóri Alþýðublaðsins. — Þann 5. nóv. kom svo frétt um útkomu heftisins og innihald þess. „Skutull”, blað Alþýðuflokksins á ísafirði, sem síra Guðmundur frá Gufudal ritstýrði þá af mikilli snilli, birti 25. september langa grein eftir Finn Jónsson um væntanlega breytingu á Rétti, bar mikið lof á ritið og aðstandendur þess. 30. okt. kom svo auglýs- ing um útkomuna. sE JETTFRö U TlMARIT U ,••• •••• UM ••;• fj ÞJÓÐFJELAGS OG j j ;:I eSí MENNT N(4A R ArÁN* X ’•••.......................................................•••* ii RITSTJÓRI: !! i"i EINAR OLGEIRSSON i"i ......................................................... : : XI. ARG. 3. OG 2. IIEIfTI l l :ii; EFNISYFIRLIT: B11X • • Davlð Sfcfánsson: Hrærekur konungur í Kálfskinni 3 j ; •••• Einar Olgeirsson: Erlendir menningarstraumar. 10 •••• •*•• M. Anderscn Nexö: Auðu sætin................. 25 •**• Haraldur Guðmundsson: Togaraútgeröin........... 39 .55. ; : Upton Sinclair: Brjef til Judds............ 56 ; : : : Einar Olgcirsson: lslensk lýðrjettindi....... 61 : : Víðsjá (Camoens, Hetjur, Erlend skáld og erl. bókmentir) 69 •••? Siefán Jóh Sfefánsson: Um þjóðnýtingu......... 81 ••;• •**• Ólafur Stefánsson: Úthýsing (kvæði)...........101 ; ; ; ; Brynjólfur Bjarnason: Kommúnisminn og bændurnir 102 ; ; •••• Gunnar Bcnediktsson: Yfir eyðimörkina (ræða) .... 112 •••• ;**; Frá Rússlandi: 1) Framleiðsla og viðskitti S. S. S. R. 117 ; ; Jí^ 2) Samvinnuhreyfingin í Rússlandi. #25# ; ; íslcnsk menningarmál: Rekstur kvikmyndaleikhúsa ; . 133 ; ; Rfkisrekstur á sveitabúum. ; ; ,11, Neistar (Tolstoi, Lincoln, Wagner o. fl.) .**. •••• Baráttan um heimsyfirráðin (Furstaeigmrnar, kolaverk- •••• ;**; fallið, Suður-Ameríka) .... ..... 143 ; ; ; ; Ritsjá (Munkamir á Möðruvöllum, Við þjóðveginn, Himin- ; ; *;;* geimurinn) .............................. 152 •••• :**: aðal’ömboðsmaður: :##: Jón G. Guðmann, kaupmaður, P.O. Box 34, Ak. :##: ••••.................................... ..................;•*; •*•• PRENTSMIÐJA ODDS BJÖRNSSONAR OG BJÖRNS JÓNSSONAR •**• • * AKUREYRI MCMXXVI •••• *••• .% ,••„••••••,•••••••••• “*•••••••••••••••••'•••••••••••••••••••••••••••• „Eyjablaðið", hið nýstofnaða blað félag- anna í Vestmannaeyjum tekur þó dýpst i árinni af öllum verklýðsblöðunum um hið nýja rit. Það birtir þriggja dálka grein um Réttarheftið nýja á forsíðu og ber mikið lof á. Þannig mætti „Réttur" miklum skilningi og vinsældum, er hann kom nú út sem fyrsta og eina tímarit marxista á Islandi. En sú eining, sem um hann var þá innan Alþýðuflokksins stóð ekki lengi. I desember þetta sama ár knúðu hægri menn (kratarnir) 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.