Réttur


Réttur - 01.08.1976, Page 58

Réttur - 01.08.1976, Page 58
ERLEND i VIÐSJÁ VESTUR-ÞÝSKALAND Þingkosningarnar í Vestur-Þýskalandi 3- okt. fóru svo að sósíaldemókratar fengu 42.6% greiddra atkvæða (45.8% 1972), frjálsir demókratar 7,9% (8,4% 1972) og kristilegir demókratar og CSU 48.6%. Héldu því sósíaldemókratar og frjálsir demókratar meirihluta með 10 þingsætum, sem er mjög ótryggt, eins og reynslan hefur áður sýnt. Þróunin í Vestur-Þýskalandi er ískyggileg og á sér djúpar ræmr. Bandamenn höfðu í stríðslok gert um það samkomulag að þjóð- nýta þýsku auðhringina miklu, er komið höfðu Hitler til valda og báru ábyrgð á ógn- um nasismans. Enska verkamannastjórnin ætlaði að framkvæma þessa þjóðnýtingu, en auðvald Bandaríkjanna neyddi hana til að falla frá þeirri stefnu, eftir að Roosevelt var látinn og kalda stríðið hafið. Síðan var Vest- ur-Þýskaland tekið inn í Nato á móti vilja þýsku verkalýðsamtakanna. Og nú er svo komið að Vestur-Þýskaland er orðið sterkasta auðvaldsríki Evrópu, fjárhagslega og hern- aðarlega. Engar raunverulegar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að uppræta þann nasistaanda, sem heil kynslóð var alin upp í. Sú kynslóð, sem nú lætur meir og meir til sín taka í Vestur-Þýskalandi, hefur ekki neina raunverulega hugmynd um glæpi nas- ismans, en er farin að sjá Hitler-tímann í ljósi valdadýrkunar. Sterkustu blöð landsins, „Springerpressan" er erkiafturhaldssöm og að sama skapi áhrifamikil. Ofsóknir gegn kommúnistum og öðrum róttækum mönnum eru þegar hafnar. Þeim er með harðstjórnarlögum bannað að vera í opinberum störfum („Berufsverbot"). Sér- staklega eru kennarar ofsóttir á þennan hátt, en jafnvel lestarstjórar við ríkisjárnbrautirnar eru reknir, ef þeir eru í Kommúnistaflokkn- um (DKP). Er hér byrjað á sama hátt og í gamla Weimar-lýðveldinu, er verið var að ryðja nasismanum braut. Eiga hægri sósíal- demókratar sína sök á þessu, en þeir eru einhverjir afturhaldssömustu kratar í Evrópu. Astand og horfur í Vesmr-Þýskalandi eru því uggvænlegar fyrir lýðræðið. Sterkasti maður kristilegra demókrata er raunverulega Strauss, foringi CSU í Bayern, sem gæti orð- ið leiðtogi fasisma í nýrri mynd, þar í landi, og Strauss fékk 60% allra atkvæða í Bayern. Hættan er því augljós, þegar kristilega demó- krata vantar aðeins tæp 2% í algeran meiri- hluta. Og auðvitað er Vestur-Þýskaland nán- isti bandamaður jafnt amerísku auðhring- anna sem Bandaríkjastjórnar. Það er því vissulega þörf á að verkalýðs- og lýðræðisöfl Frakklands, Italíu, Bretlands, Norðurlanda og annarra Evrópulanda myndi sterkan varnarvegg gegn harðstjórnarhætt- unni frá Vestur-Þýskalandi, því enginn veit nær sá veiki, sundurgrafni varnarveggur, sem vestur-þýska stjórnarsamsteypan er, kann að bresta. 194

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.