Réttur


Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 58

Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 58
ERLEND i VIÐSJÁ VESTUR-ÞÝSKALAND Þingkosningarnar í Vestur-Þýskalandi 3- okt. fóru svo að sósíaldemókratar fengu 42.6% greiddra atkvæða (45.8% 1972), frjálsir demókratar 7,9% (8,4% 1972) og kristilegir demókratar og CSU 48.6%. Héldu því sósíaldemókratar og frjálsir demókratar meirihluta með 10 þingsætum, sem er mjög ótryggt, eins og reynslan hefur áður sýnt. Þróunin í Vestur-Þýskalandi er ískyggileg og á sér djúpar ræmr. Bandamenn höfðu í stríðslok gert um það samkomulag að þjóð- nýta þýsku auðhringina miklu, er komið höfðu Hitler til valda og báru ábyrgð á ógn- um nasismans. Enska verkamannastjórnin ætlaði að framkvæma þessa þjóðnýtingu, en auðvald Bandaríkjanna neyddi hana til að falla frá þeirri stefnu, eftir að Roosevelt var látinn og kalda stríðið hafið. Síðan var Vest- ur-Þýskaland tekið inn í Nato á móti vilja þýsku verkalýðsamtakanna. Og nú er svo komið að Vestur-Þýskaland er orðið sterkasta auðvaldsríki Evrópu, fjárhagslega og hern- aðarlega. Engar raunverulegar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að uppræta þann nasistaanda, sem heil kynslóð var alin upp í. Sú kynslóð, sem nú lætur meir og meir til sín taka í Vestur-Þýskalandi, hefur ekki neina raunverulega hugmynd um glæpi nas- ismans, en er farin að sjá Hitler-tímann í ljósi valdadýrkunar. Sterkustu blöð landsins, „Springerpressan" er erkiafturhaldssöm og að sama skapi áhrifamikil. Ofsóknir gegn kommúnistum og öðrum róttækum mönnum eru þegar hafnar. Þeim er með harðstjórnarlögum bannað að vera í opinberum störfum („Berufsverbot"). Sér- staklega eru kennarar ofsóttir á þennan hátt, en jafnvel lestarstjórar við ríkisjárnbrautirnar eru reknir, ef þeir eru í Kommúnistaflokkn- um (DKP). Er hér byrjað á sama hátt og í gamla Weimar-lýðveldinu, er verið var að ryðja nasismanum braut. Eiga hægri sósíal- demókratar sína sök á þessu, en þeir eru einhverjir afturhaldssömustu kratar í Evrópu. Astand og horfur í Vesmr-Þýskalandi eru því uggvænlegar fyrir lýðræðið. Sterkasti maður kristilegra demókrata er raunverulega Strauss, foringi CSU í Bayern, sem gæti orð- ið leiðtogi fasisma í nýrri mynd, þar í landi, og Strauss fékk 60% allra atkvæða í Bayern. Hættan er því augljós, þegar kristilega demó- krata vantar aðeins tæp 2% í algeran meiri- hluta. Og auðvitað er Vestur-Þýskaland nán- isti bandamaður jafnt amerísku auðhring- anna sem Bandaríkjastjórnar. Það er því vissulega þörf á að verkalýðs- og lýðræðisöfl Frakklands, Italíu, Bretlands, Norðurlanda og annarra Evrópulanda myndi sterkan varnarvegg gegn harðstjórnarhætt- unni frá Vestur-Þýskalandi, því enginn veit nær sá veiki, sundurgrafni varnarveggur, sem vestur-þýska stjórnarsamsteypan er, kann að bresta. 194
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.