Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 83

Réttur - 01.01.1993, Page 83
um verkalýðsfélögum í fyrstu. Þá skrifaði hann mikið í Verkamanninn á Akureyri og hélt fjölmargar ræður á fundum, sem ætíð voru fjölsóttir og talaði þá sérstak- lega um þann boðskap að rísa upp úr nið- urlægingu alþýðunnar gegn fátæktinni. Þannig tók Einar Olgeirsson snemma virkan þátt í stofnun verkalýðsfélaga á ís- landi og eflingu verkalýðshreyfingarinnar og ber Réttur þess glöggan vott. Einar Olgeirsson var á löngu æviskeiði formaður í mörgum félögum og stofnun- um, og þá sérstaklega þeim sem á einn eða annan hátt snerust um alþýðu lands- ins, í þeim tilgangi að bæta hag þeirra snauðustu. Er af því mikil saga. Hann var formaður Sósíalistaflokksins frá árinu 1939, alþingismaður Reykvíkinga 1937 - 1967 og var einn mesti ræðumaður sem stigið hefur í ræðustól og talaði blaða- laust. Hér verður aðeins getið einnar stórræðu sem Einar flutti 11. september 1944 í útvarpsumræðum utanþingsstjórn- arinnar: nýsköpunarræðuna. Um þá ræðu skrifaði Sverrir Kristjánsson í bókinni Vort land er í dögun, í inngangi bókar- innar, en þar segir meðal annars: „Ný- sköpunarræða Einars Olgeirssonar er ein af þeim fáu stórræðum sem fluttar hafa verið á Alþingi íslendinga síðustu ára- tugi.“ Á Ákureyri tókum við höndum saman, nokkrir félagar úr Verkamanna- félaginu og félagi sósíalista, og settum upp útvarpstæki í Verkalýðshúsinu og lét- um frétt ganga um bæinn, sem varð til þess að fundarsalurinn yfirfylltist af fólki til að hlusta á ræðuna sameiginlega. Henni var fagnað svo ákaft og innilega að þá sá ég tár á mörgum vanga, slíkar voru vinsældir Einars. í sambandi við lýðveldistökuna skrifaði Einar margar stórmerkar greinar í Þjóð- viljann og Rétt, og eins skal þess getið að Á Sauðárkróki 1926. F.v. Jón G. Guðmann, Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Verkamanna- félagsins Fram, og Einar Olgeirsson. sósíalistar fylgdu lýðveldistökunni af full- um einhug. Má með sanni segja að margir ritfærir menn lögðu þar hönd að verki undir forystu Einars og í hans anda. Á þeim dögum fannst mér sem Einar hefði margra manna mátt við ritstörf, ásamt mörgu öðru sem á honum hvíldi. Að lokinni lýðveldistökunni á íslandi 17. júní 1944, hófst baráttan fyrir nýsköp- un atvinnuveganna af fullum krafti og var þá ein óslitin keðja úrvalsgreina í Þjóð- viljanum og Rétti, og enn átti Einar Ol- geirsson þar stærstan hlut að máli, enda upphafsmaður þeirra umræðna. Minnast má þess að Einar var um skeið ritstjóri Þjóðviljans á árunum 1936-1946, 83

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.