Réttur


Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 83

Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 83
um verkalýðsfélögum í fyrstu. Þá skrifaði hann mikið í Verkamanninn á Akureyri og hélt fjölmargar ræður á fundum, sem ætíð voru fjölsóttir og talaði þá sérstak- lega um þann boðskap að rísa upp úr nið- urlægingu alþýðunnar gegn fátæktinni. Þannig tók Einar Olgeirsson snemma virkan þátt í stofnun verkalýðsfélaga á ís- landi og eflingu verkalýðshreyfingarinnar og ber Réttur þess glöggan vott. Einar Olgeirsson var á löngu æviskeiði formaður í mörgum félögum og stofnun- um, og þá sérstaklega þeim sem á einn eða annan hátt snerust um alþýðu lands- ins, í þeim tilgangi að bæta hag þeirra snauðustu. Er af því mikil saga. Hann var formaður Sósíalistaflokksins frá árinu 1939, alþingismaður Reykvíkinga 1937 - 1967 og var einn mesti ræðumaður sem stigið hefur í ræðustól og talaði blaða- laust. Hér verður aðeins getið einnar stórræðu sem Einar flutti 11. september 1944 í útvarpsumræðum utanþingsstjórn- arinnar: nýsköpunarræðuna. Um þá ræðu skrifaði Sverrir Kristjánsson í bókinni Vort land er í dögun, í inngangi bókar- innar, en þar segir meðal annars: „Ný- sköpunarræða Einars Olgeirssonar er ein af þeim fáu stórræðum sem fluttar hafa verið á Alþingi íslendinga síðustu ára- tugi.“ Á Ákureyri tókum við höndum saman, nokkrir félagar úr Verkamanna- félaginu og félagi sósíalista, og settum upp útvarpstæki í Verkalýðshúsinu og lét- um frétt ganga um bæinn, sem varð til þess að fundarsalurinn yfirfylltist af fólki til að hlusta á ræðuna sameiginlega. Henni var fagnað svo ákaft og innilega að þá sá ég tár á mörgum vanga, slíkar voru vinsældir Einars. í sambandi við lýðveldistökuna skrifaði Einar margar stórmerkar greinar í Þjóð- viljann og Rétt, og eins skal þess getið að Á Sauðárkróki 1926. F.v. Jón G. Guðmann, Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Verkamanna- félagsins Fram, og Einar Olgeirsson. sósíalistar fylgdu lýðveldistökunni af full- um einhug. Má með sanni segja að margir ritfærir menn lögðu þar hönd að verki undir forystu Einars og í hans anda. Á þeim dögum fannst mér sem Einar hefði margra manna mátt við ritstörf, ásamt mörgu öðru sem á honum hvíldi. Að lokinni lýðveldistökunni á íslandi 17. júní 1944, hófst baráttan fyrir nýsköp- un atvinnuveganna af fullum krafti og var þá ein óslitin keðja úrvalsgreina í Þjóð- viljanum og Rétti, og enn átti Einar Ol- geirsson þar stærstan hlut að máli, enda upphafsmaður þeirra umræðna. Minnast má þess að Einar var um skeið ritstjóri Þjóðviljans á árunum 1936-1946, 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.