Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 4
4 28. mars 2009 LAUGARDAGUR Laugavegi 87 • sími: 511-2004 FIMM NÝIR MEÐ BÓKSTAF A Framfaraflokkurinn B Framsóknarflokkurinn D Sjálfstæðisflokkurinn F Frjálslyndi flokkurinn L Listi fullveldissinna N Samtök um réttlæti O Borgarahreyfingin P Lýðræðishreyfingin S Samfylkingin V Vinstri hr. - grænt framb. STJÓRNSÝSLA Tíu hafa fengið lista- bókstaf vegna alþingiskosning- anna 25. apríl. Auk þeirra fimm flokka sem nú eiga menn á þingi hafa fimm framboð fengið lista- bókstaf. Frestur til að fá listabókstaf vegna framboðs í kosningunum rennur út 11. apríl. Dómsmála- ráðuneytið fer með úthlutun lista- bókstafa eins og aðra umsýslu kosninganna. - bþs Alþingiskosningarnar 25. apríl: Tíu hafa fengið listabókstafi ÍTALÍA Lögregla í borginni Tórínó á Norður-Ítalíu handtók í gær feðga, 63 og 40 ára gamla, vegna gruns um að þeir hafi nauðgað dætrum sínum. Ítalskir fjölmiðlar líkja málinu við mál hins austurríska Josefs Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í dýflissu í 24 ár og gat með henni sjö börn. Á fréttavef BBC kemur fram að eldri maðurinn sé grunaður um að hafa haldið dóttur sinni fanginni í 25 ár og misnotað hana kynferðislega, auk þess að hvetja son sinn til að sýna af sér sömu hegðun gagnvart sinni eigin dótt- ur. Í ítölskum fjölmiðlum kemur fram að dóttir eldri mannsins sé nú 34 ára gömul og gangist undir sálfræðimeðferð vegna reynslu sinnar. - kg Ítalskir feðgar handteknir: Grunaðir um að nauðga dætrum sínum STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, fráfarandi formaður Sam- fylkingarinnar, segir áhuga meðal ríkja Evrópusambandsins á aðild Íslands að sambandinu. „Ég hef á undanförnum mánuðum rætt stöðu Íslands ítarlega í einka- samtölum við utanríkisráðherra helstu ríkja Evrópusambandsins og hef skynjað ríkan áhuga á aðild okkar,“ sagði hún í setningarræðu sinni á landsfundi Samfylkingar- innar í gær. Ingibjörg sagði að hrinda þyrfti í framkvæmd heildstæðri sókn- arstefnu fyrir íslenskt atvinnu- líf og fylgja um leið metnaðar- fullri félagslegri jafnaðarstefnu. „Þessum markmiðum verður erf- itt að ná og halda meðan við búum við þær sveiflur sem fylgja okkar litla gjaldmiðli. Þess vegna verður ekki lengur undan því vikist að marka nýja peningamálastefnu með samningum við Evrópusam- bandið. Strax í upphafi aðildarvið- ræðna er hægt að leita samvinnu við ESB um aðgerðir til að auð- velda afnám gjaldeyrishafta og styðja við verðmyndun krónunn- ar,“ sagði Ingibjörg. Hún fór yfir aðdraganda banka- og fjármálahrunsins og sagði að eftir á mætti greina ýmsa vá- og fyrirboða um það sem síðar varð. Enginn hafi vísvitandi skellt skollaeyrum við þeim merkjum en margir ekki kunnað að lesa í þau. Nokkrar meginástæður taldi hún hafa leitt til kreppunn- ar á Íslandi. Viðeigandi varnir hafi ekki verið reistar samhliða alþjóðavæðingu fjármálakerfis- ins, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi gert alvarleg hagstjórnarmistök og bankarnir hafi verið einkavina- væddir og eigendur þeirra og stjórnendur verið of gráðugir og reynslulitlir. Þá hafi alþjóð legur fjármálafellibylur lokað fyrir lausafé til bankanna. Ingibjörg sagðist halda að henn- ar stærsta yfirsjón hafi verið að gera ekki afdráttarlausari kröfur um breytingar á stjórnkerfinu við upphaf stjórnarsamstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn. „Sjálfstæð- ismenn eru ráðandi jafnt í fyrir- tækjum sem stjórnkerfi og sú samtrygging sem þannig hefur komist á leiðir til aga- og aðhalds- leysis,“ sagði hún og kvað manna- breytingar í Sjálfstæðisflokknum hafa slegið ryki í augu Samfylk- ingarmanna. „Nýir og geðþekkari einstakl- ingar höfðu tekið við stjórn- inni og við bundum vonir við þá. Við horfðum fram hjá því við stjórnarmyndunina að vandamál- ið er ekki fólkið heldur flokkur- inn.“ bjorn@frettabladid.is Skynjar áhuga ytra á ESB-aðild Íslands Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir nauðsynlegt að marka nýja peningamála- stefnu með samningi við Evrópusambandið. Hún telur samtryggingu sjálfstæð- ismanna í fyrirtækjum og stjórnkerfi landsins hafa leitt til aga- og aðhaldsleysis. Á LANDSFUNDI Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fráfarandi formaður Samfylkingarinnar kastar kveðju á flokksfélaga á landsfundi flokksins í gær. Rannveig Guðmundsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar flokksins fylgist með. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 19° 8° 8° 9° 6° 9° 9° 5° 7° 7° 20° 8° 16° 29° 2° 9° 16° 4° Á MORGUN 8-23 m/s, hvassast á Vest- fjörðum 5 MÁNUDAGUR 8-18 m/s hvassast á Vestfjörðum 3 3 0 1 -2 -4 -5 0 -1 5 -1 6 7 5 10 6 8 5 6 8 13 SNJÓKOMA, SLYDDA RIGNING Í dag verður suðvest- læg eða suðlæg átt, 5-10 m/s. Úrkomulítið framan af degi austan til á landinu annars snjókoma eða slydda víða um land þegar líður á daginn en þó rigning syðst og vestast að deginum. Snjókoma austast síð- degis. Hitinn sunnan og vestan til verður á bilinu 0-5 stig, mildast úti við ströndina en yfirleitt frost norðan og austan til. -1 0 0 -3 -4 0 0 -3 0 2 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur UMHVERFISMÁL Ríkisstjórn Íslands undirritaði í gær nýja innkaupa- stefnu sem grundvallast á vistvæn- um innkaupum. Þau Kolbrún Hall- dórsdóttir umhverfisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra undirrituðu stefnuna á ráðstefnu um vistvæn innkaup sem haldin var í Reykjavík á fimmtudag og föstudag. Um 240 gestir hvaðanæva að sóttu ráðstefnuna, en á henni var fullyrt að vistvæn innkaup gætu skap- að hinu opinbera stórfé og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alþjóðasamtök sveitar stjórna um sjálfbærni, ICLEI, standa fyrir ráð- stefnunni og Reykjavíkurborg hélt utan um hana fyrir þeirra hönd. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for- maður umhverfis- og samgöngu- ráðs, segir borgaryfirvöld hafa verið harðákveðin í því að standa við skuldbindingar sínar hvað ráð- stefnuna varðar, þrátt fyrir efna- hagsástandið. Það sýni mikilvægi þessa málaflokks hjá borgaryfir- völdum. Þorbjörg segir mikla hugmynda- vinnu hafa átt sér stað innan borg- arinnar og í þeirri hagræðingar- vinnu sem staðið hefur yfir hafi grænar áherslur verið áberandi. Starfsfólk hafi komið með sínar til- lögur og oftar en ekki bent á grænar lausnir í sparnaðarskyni. „Þetta vakti mikla athygli hjá erlendu gest- unum,“ segir Þorbjörg. - kóp Ríkisstjórnin samþykkti í gær vistvæna innkaupastefnu: Vistvæn innkaup spara stórfé VISTVÆN INNKAUP Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra undir- rituðu samning um vistvæna innkaupa- stefnu í gær. DÓMSMÁL Fimmtugum karl- manni hefur verið gert að greiða 250 þúsund krónur í sekt vegna vörslu á barnaklámi í tölvu sinni. Í ákæru var manninum gefið að sök kynferðisbrot með því að hafa haft í vörslu sinni á heimili sínu í Reykjavík, átta- tíu ljósmyndir og áttatíu og átta hreyfimyndir á hörðum diski í Dell-turntölvu. Einnig fannst hjá manninum ein hreyfimynd á VHS-myndbandi. Allar sýndu þessar myndir börn á kynferðis- legan eða klámfenginn hátt. Lög- regla lagði hald á framangreinda muni á heimili mannsins 24. júní 2008. - jss Fimmtugur maður dæmdur: Var með barna- klám í tölvunni Lóðaskuld ekki til Intrum Meirihluti bæjarráðs Árborgar felldi tillögu minnihlutans um að setja 45 milljóna skuld Miðjunnar ehf. vegna lóðakaupa í innheimtu hjá Intrum. Meirihlutinn segir viðræður í gangi um málið. ÁRBORG Fingralangur settur inn Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Maðurinn, sem var handtekinn í fyrrinótt með þýfi í fórum sínum, hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu vegna auðgunarbrota. LÖGREGLAN GENGIÐ 27.03.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 194,9157 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,35 119,91 170,75 171,59 160,07 160,97 21,486 21,612 18,180 18,288 14,758 14,844 1,2160 1,2232 178,78 179,84 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR DÝRSHALD Innflutningseftirlit hefur verið hert á ýmsum þáttum í innflutningi á hundum. Meðal annars eru nú gerðar strangari kröfur um skapgerðarmat fyrir innflutning á þeim, auk krafna um heilbrigði. Þetta verður til umræðu á fræðslufundi Matvælastofnun- ar (MAST) um innflutningseftir- lit á matvælum og lifandi dýrum þriðjudaginn 31. mars 2009 klukkan 15, að Stórhöfða 23. Á fundinum verður fjallað um inn- flutning á matvælum og lifandi dýrum til Íslands, stöðuna í dag og væntanlegar breytingar við innleiðingu nýrrar matvælalög- gjafar. - jss Innflutningur á hundum: Hertar kröfur um skapgerð HUNDAR Þurfa nú að gangast undir hertara skapgerðarmat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.