Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 95

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 95
LAUGARDAGUR 28. mars 2009 63 Sigríður Sigurjónsdóttir og Snæ- fríð Þorsteins vöruhönnuðir sýna verk sín í versluninni Steinunn í Bankastræti 9 í tilefni hönnun- ardaga sem nú standa. Um er að ræða hillur hannaðar fyrir smáu hlutina sem fylgja daglegu lífi: smámynt, lykla og síma. Hill- urnar voru upphaflega hannaðar fyrir smáhluti gesta á herbergj- um á 101 Hótel. Snæfríð og Sig- ríður hafa síðan þróað hugmynd- ina áfram og nú eru hillurnar komnar á bambusfætur. Verslunin Steinunn hefur einn- ig efnt til samstarfs við myndlist- arkonuna Ásdísi Sif Gunnarsdótt- ur, sem er þekkt fyrir gjörninga og myndbandsinnsetningar. Ásdís hefur skapað innsetningu í versl- uninni í Bankastræti 9 þar sem hún byggir á verkum Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar og sínum eigin. Í innsetningunni er meðal annars að finna ljósmynd- ir og speglaverk eftir Ásdísi og ýmis verk úr safni Steinunnar: pils handmálað af Magnúsi Páls- syni myndlistarmanni og fleira. Sýningarnar standa til 4. mars, en verslunin Steinunn er opin frá 11 til 18 mánudaga til föstudaga og frá 11 til 16 á laugardögum. Nánari upplýsingar um verk listamannanna er að finna á vef- síðunum www.steinunn.com, www.asdissifgunnarsdottir.com, www.snaefrid.is. - pbb Í Bankastræti níu HÖNNUN Sigríður Sigurjónsdóttir hönnuður á ný verk sem sýnd verða í Bankastræti 9 næstu daga. Út er komin bókin Nótt eftir Elie Wiesel sem almennt er talin meistaraverk hans. Wiesel var á unglingsaldri þegar fjölskylda hans var hneppt í fangabúðir. Nótt er frásögn hans af þeim atburðum, vitnisburður ungl- ings sem mótast í illsku fanga- búðanna. Verkið kom út 1958 og er eitt höfuðverk í svonefndum fangabúðasög- um sem eru nú orðnar margar og lýsa harðneskju- legri refsivist með einhverjum hætti. Wiesel hefur skrifað fjölda verka og er margverðlaunaður fyrir baráttu sína fyrir betri háttum í heiminum: hann fékk friðarverðlaun Nóbels, Frelsis- orðu Bandaríkjanna og Gullorðu bandaríska þingsins, auk Heiðursorðu Frakklands. Stefán Einar Stefánsson þýddi en Ugla gefur út. Jo Nesbø er einn vinsælasti og virtasti krimmahöfundur Noregs á þessari öld. Hann er þýddur víða um lönd og þykja sögur hans af Harry Holt afar vel heppnaðar. Fyrsta bókin eftir hann er nú komin út á íslensku í þýðingu Bjarna Ólafssonar, Rauð- brystingur. Sagan hefst í skotgröf- um Stalíngrad í hópi ungra Norðmanna sem börðust í þýska hernum en tugir þúsunda þeirra gengu honum á hönd í stríðinu. Þaðan víkur sögunni að Harry Holt sem hefur verið fluttur til í lögregl- unni í Ósló. Þegar á borð hans fellur skýrsla um fund í skógi á skothylki úr Marklin-riffli, einu öflugasta skotvopni sem framleitt hefur verið, fer hann á stúfana. Uppheimar gefa út og má vænta að verk Jo Nesbø haldi mörg- um spenntum næstu árin. Hemmi Gunn hefur valið úrval af sögum úr ritröðinni Vestfirsk fyndni sem Vestfirska forlagið hefur gefið út. Úrvalið kallast Þjóðsögur og gamanmál að vestan. Bókin er 112 síður og myndskreytt en þar fer sögum af ýmsum þekktum Vestfirðingum, skondnum aðstæðum og skörpum svörum. Skáldsagan Dætur málarans vakti mikla athygli er hún kom út í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og hefur verið þýdd víða um lönd. Höf- undurinn er Ann Karin Palm og var þetta önnur bók hennar. Þar segir af systkinum sem fá sent málverk frá Englandi sem sagt er eftir föður þeirra. Þau leita uppi slóðir föður síns á suðurhluta Englands þar sem örlagasaga opnast þeim sem hófst fyrir hundrað árum. Uppheimar gefa út en Hjalti Rögn- valdsson þýðir. NÝJAR BÆKUR Kynningarmiðstöð íslenskr- ar myndlistar – CIA.IS auglýs- ir eftir umsóknum um verk- efna-, ferða- og útgáfustyrki vegna verkefna myndlistar- manna erlendis. Hver styrkur er 400 þúsund krónur og verða sex styrkir veittir að þessu sinni. Opið er fyrir umsóknir um styrki vegna verkefna með skemmri fyrirvara allan árs- ins hring. Nánari upplýsingar um styrkjakerfi Kynningarmið- stöðvarinnar fást á heimasíðu miðstöðvarinnar http://www.cia. is/styrkir/index.htm. Umsókn þarf að berast að minnsta kosti 40 dögum áður en verkefni hefst. Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2009 og er póststimpill tek- inn gildur. Styrkveitingar Velkomin á fyrirlestraröð Háskóla Íslands Mannlíf og kreppur Opið fyrir alla á vefnum: www.hi.is/is/mannlif_og_kreppur Endurtekin stef um ofsa, óhóf og ágirnd Guðrún Nordal prófessor, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar Kreppan, lýðræðið og stjórnarskráin Björg Thorarensen prófessor, forseti Lagadeildar HÍ Sjálfbærni og endurreisn Brynhildur Davíðsdóttir dósent við HÍ og umhverfis- og auðlindafræðingur Brostu með hjartanu Soffía Gísladóttir, forstöðu- maður Vinnumálastofnunar Norðurlands eystra Felast tækifæri í kreppunni? Gylfi Zoëga prófessor, forseti Hagfræðideildar HÍ Hverjir eru kostir okkar í myntmálum? Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og dósent í hagfræði við HÍ Hvatning á óvissutímum Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur Mun sveigjanleiki íslensks vinnumarkaðar koma í veg fyrir langvinnt atvinnuleysi? Gylfi Dalmann dósent við HÍ og vinnumarkaðsfræðingur Staðreyndir um hamingjuna Páll Matthíasson geðlæknir, yfirlæknir við geðsvið Landspítala Mannlíf í kreppu Engilbert Sigurðsson geðlæknir, yfirlæknir við geðsvið Landspítala Guðrún Nordal Gylfi Magnússon Jóhann Ingi Gunnarsson Gylfi Dalmann Páll Matthíasson Björg Thorarensen Brynhildur Davíðsdóttir Soffía Gísladóttir Engilbert SigurðssonGylfi Zoëga Fyrirlestraröð um stærsta mál samtímans, fjármálakreppuna og líkleg áhrif hennar á innviði íslensks samfélags á næstu árum, er nú opin öllum á vef Háskóla Íslands. Smelltu á Mannlíf og kreppur á hi.is til að sjá fyrirlestra þjóðþekktra fræðimanna og sérfræðinga þar sem þeir fjalla um kreppuna og leiðir út úr henni. Fyrirlestrarnir eru stuttir og hnitmiðaðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.