Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 8
8 28. mars 2009 LAUGARDAGUR 1 Hvað heitir sjávarútvegsráð- herra Noregs? 2 Hvaða Eurovision-fari syngur bakrödd hjá Jóhönnu Guðrúnu? 3 Hvaða kvikmynd eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason verður frum- sýnd í apríl? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 78 STJÓRNMÁL Lýðræðishreyfingin hefur fengið úthlutað listabók- stafnum „P“ fyrir næstu alþingis- kosningar. Á heimasíðu hreyfingarinn- ar segir að félagar í henni vilji moka út spillingu flokksræðis- ins og koma á persónukjöri til Alþingis. Kjósa eigi um lagafrum- vörp á þjóðþingi, sem verði haldið tvisvar á ári. Kosningarnar fari fram í gegnum hraðbankakerfið. Fækka eigi þingmönnum í 31 og ráðherrar ráðnir samkvæmt faglegum mælikvörðum. Þeir sitji ekki á Alþingi. Hreyfingin heldur einnig úti útvarpsstöð, á FM 100,5. - kóþ Lýðræðishreyfingin: Fékk listabók- stafinn PSTJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að Íslend- ingar hljóti að sækja um aðild að ESB og halda þjóðaratkvæða- greiðslu „miklu fyrr“ en undir lok næsta kjörtímabils sé á annað borð alvara í því að sækja um ESB. Hún segist hafa þá tilfinningu að VG hafi opnað nægilega mikið á ESB til að ásættanleg niðurstaða náist. „Við vonumst til þess að hægt verði að sækja fljótlega um aðild að ESB. Ef sama ríkisstjórn verð- ur eftir kosningar þá vona ég að Vinstri græn hafi sýnt þá opnun á sínum landsfundi um síðustu helgi að við getum unnið úr því saman þannig að sem fyrst verði farið í aðild að ESB. Vinstri græn tala um að útkljá málið í þjóðaratkvæða- greiðslu og það er akkúrat það sem við viljum,“ segir Jóhanna. Forsætisráðherra telur að ekki megi neinn tíma missa. „Við verð- um að setjast yfir það hvernig við getum náð samstöðu verði þessi ríkisstjórn áfram eftir kosningar. Þetta er eitt af stóru málunum til að ná stöðugleika í efnahagslífinu og forsenda fyrir mörgu í okkar samfélagi.“ Forsætisráðherra kveðst hafa þá tilfinningu að Samfylking og VG geti náð ásættanlegri niður- stöðu. „Við erum að reyna að ná fram á Alþingi aðferðum við að breyta stjórnarskránni þannig að ekki þurfi þingrof og kosningar. Við þurfum breytingar á stjórnar- skránni og þjóðaratkvæðagreiðslu ef við förum út í aðild að ESB. Ef við fáum þetta í gegn líka þá er ég jákvæð og bjartsýn á að við getum náð árangri,“ segir Jóhanna. - ghs Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um aðild Íslands að ESB: Þjóðaratkvæðagreiðsla fljótt Á NÆSTA KJÖRTÍMABILI Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að ekki megi neinn tíma missa varðandi STJÓRNMÁL „Við höfum ekki orðið varir við það að aðrir en eigendur þessara staða vilji viðhalda þessari starfsemi,“ segir Árni Páll Árna- son, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sem afgreitt hefur frum- varp um bann við nektardansi. Eins og kom fram í Fréttablað- inu í gær telur eigandi Óðals, Grétar Berndsen, að ríkið eigi yfir höfði sér bótakröfur upp á hundr- uð milljóna króna verði bannið að lögum. Formaður allsherjarnefnd- ar segir afar ólíklegt að slíkar kröfur eigi rétt á sér. „Það eru ákveðnir almanna- hagsmunir í þessu máli og það er alveg heimilt samkvæmt lögum að takmarka atvinnustarfsemi í ljósi almannahagsmuna,“ útskýrir Árni Páll. Almannahagsmuni segir Árni Páll annars vegar felast í almenn- um sjónarmiðum um persónuhelgi. „Síðan er auðvitað um að ræða starfsemi sem byggir að mestu leyti á vinnuafli sem fengið er frá erlendum heildsölum sem sérhæfa sig í útleigu á stúlkum af þessum toga. Eftir þeirri ráðgjöf sem við fáum frá löggæsluyfirvöldum þá eru þessi heildsalar í mörgum til- vikum tengdir alþjóðlegri glæpa- starfsemi.“ Eigandi Óðals segir fullyrðingar um að glæpir tengist nektardans- stöðum hér órökstuddar. „Það er gríðarlega erfitt að sanna það að um mansal sé að ræða eða mis- neytingu í hverju einstöku tilviki. Við þessar aðstæður teljum við einfaldlega meiri almannahags- muni en minni af því að fella úr gildi þessa undanþáguheimild sem starfað er eftir,“ svarar Árni Páll og vísar á lögreglustjóraembættið í Reykjavík sem styðji að nektar- dansinn verði gerður óheimill. Árni segir að grundvallarbreyt- ing hafi orðið á starfsemi nektar- dansstaða. „Fyrir nokkrum árum mun hafa verið meira um að stúlkur voru í tímabundnu starfi við þetta og höfðu af því tekjur. Út af fyrir sig þá áttu þessi rök ekki við gagnvart þeirri starf- semi. En þegar um er að ræða ein- hvers konar gripaflutninga á fólki þá hljótum við sem stjórnvöld að þurfa að taka á því,“ segir Árni og ítrekar að lagabreyting sé gerð með hagsmuni nektardansmeyja í huga. „Það er gríðarleg erfitt að réttlæta það út frá einhverj- um óskilgreindum atvinnufrelsis- sjónarmiðum að bjóða heim hætt- unni á því að um sé að ræða útgerð á manneskjum sem ekki séu full- komlega sjálf sín ráðandi.“ gar@frettabladid.is Nektarbann á að vernda dansmeyjar Formaður allsherjarnefndar segir almannahags- muni liggja að baki banni á nektardansi. Hann hafnar hugmyndum eiganda Óðals um bótakröfur upp á hundruð milljóna króna vegna réttindamissis. STJÓRNMÁL Grétar Berndsen, eig- andi veitingastaðarins Óðals, varar við því að nektardans verði bann- aður með lögum eins og gert er ráð fyrir í aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali. „Verði það gert er ljóst að í upp- siglingu er skaðabótamál af hálfu allra þeirra aðila og einstaklinga sem verða fyrir tjóni af þeim sökum og myndu bótakröfurn- ar geta numið að minnsta kosti hundruðum milljóna króna,“ segir Grétar í bréfi sem hann hefur sent alþingismönnum. Grétar bendir á þann þátt aðgerðaáætlunarinnar þar sem segir að girða eigi fyrir undan- þágumöguleika í lögum þannig að nektarstaðir verði alfarið bann- aðir. „Er beinlínis gefið í skyn, án nokkurs rökstuðnings, að slík alvarleg lögbrot eigi sér stað á mínum veitingastað“, segir í bréfi Grétars sem kveður meðal ann- ars bæði Ragnheiði Ástu Jóhann- esdóttur félagsmálaráðherra og Atla Gíslason alþingismann rang- lega hafa bendlað nektardansstaði við glæpastarfsemi. „Ásakanir sem þessar eru með öllu ólíðandi fyrir starfsfólk Óðals, sérstaklega í ljósi þess að engin rannsókn hefur sýnt fram á að mansal eða vændi hafi verið stundað af starfsfólki staðarins,“ skrifar Grétar. Grétar segir rangt sem full- yrt hafi verið að undanþágu fyrir nektardans hafi verið „laumað“ í gegnum Alþingi. „Umræddri undanþágu var ekki laumað inn heldur var hún sett inn til þess að tryggja að staðir sem áður voru skilgreindir sem næturklúbbar gætu haldið starfsemi áfram.“ Þá hvetur Grétar þá sem um þessi mál fjalla til að hafa það í huga að starfsmenn og eigendur umræddra veit- ingahúsa eigi börn í skólum og séu hluti samfé- lagsins. Með því að væna þetta fólk um alvarleg lögbrot sé vegið að heiðri þeirra og líf þeirra jafnvel rústað. „Ekki má held- ur gleyma þeim fjölda fyrrver- andi dansara sem starfað hafa hjá Óðali og hafa kvænst á Íslandi og eiga börn í íslenskum skólum. Það getur varla verið gaman fyrir þær núna þegar fjallað er um þær með þessum ósæmilega hætti í fjöl- miðlum.“ Að sögn Grétars er mikilvægt að smekkur eða viðhorf sumra skerði ekki frelsi annarra til athafna eins og fjölmörg dæmi séu um í sög- unni. „Siðapostular hafa í gegnum tíðina viljað banna allt milli himins og jarðar vegna þess að það sam- ræmdist ekki þeirra eigin smekk eða siðferðisvitund.“ Að sögn Grétars hefur hann engin viðbrögð fengið frá alþingis- mönnum. Allsherjarnefnd Alþing- is afgreiddi í gær frumvarpið með nektardansbanninu og bíður það frekari meðferðar þingsins. gar@frettabladid.is Vill hundruð milljóna fyrir nektardansbann Eigandi Óðals sakar alþingismenn um rangfærslur með því að tengja íslenska nektardansstaði við mansal og aðra glæpastarfsemi. Hann segir að verði nekt- ardans bannaður með lögum stefni í skaðabótamál upp á hundruð milljóna. GRÉTAR BERNDSEN ERÓTÍSKUR DANS Eigandi Óðals segir engin gögn sýna að mansal eða vændi sé stundað á staðnum. Atvinnuréttindi og lifibrauð tuga kvenna og karla séu borin fyrir borð verði nektardans bannaður. MYND/AFP NORDICPHOTO FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Eigandi Óðals segir að brotið verði á rétti nektar- dansstaða og starfsmanna þeirra með banni við nektardansi. Auglýsingasími – Mest lesið Sumarbúðir KFUM og KFUK Vatnaskógur Vindáshlíð Kaldársel Hólavatn Ölver Skráning hefst á vorhátíð KFUM og KFUK 28. mars kl. 12 á Holtavegi og í Sunnuhlíð á Akureyri KFUM og KFUK - Holtavegi 28 - 104 Reykjavík - Sími 588 88 99 - www.kfum.is Sjá flokkaskrá sumarbúðanna 2009 á kfum.is 56 flokkar í 5 sumarbúðum, 29 leikjanámskeið á 3 stöðum ÁRNI PÁLL ÁRNASON GRÉTAR BERNDSEN VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.