Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 70
tómstundir leikum og sköpum ... Sameiginlegt sjónvarpsgláp fjölskyldunnar getur verið hin notalegasta skemmt-un á föstudags- og laugar- dagskvöldum. Stundum er eitt- hvað skemmtilegt í boði á dagskrá sjónvarpsstöðvanna en þegar það er ekki er gott að geta gripið til mynda sem öll fjölskyldan hefur gaman af. Á kvikmyndavefnum rottentomatoes.com hefur verið settur saman listi með bestu teiknimyndum allra tíma. Ósk- arsverðlaunahafinn 2008 er þar í fimmta sæti en sú besta frá upp- hafi þykir myndin Toy Story 2 frá árinu 1999, sjálfstætt framhald myndar númer eitt sem fjallar um Bósa ljósálf og öll hin leikföngin. Mjallhvít næstbest Önnur besta teiknimynd frá upp- hafi vega þykir vera Mjallhvít. Hún er ein af elstu teiknimynd- um í fullri lengd en hún var frum- sýnd árið 1937. Hún byggir vita- skuld á ævintýri Grimmsbræðra um Mjallhvíti og samskipti henn- ar við vondu stjúpuna, dvergana og prinsinn. Sú sem þykir þriðja besta teiknimynd sögunnar er Gosi, frá árinu 1940 úr smiðju Disney líkt og Mjallhvít. Hún segir frá spýtustráknum Gosa og ævintýr- um hans. Í fjórða sæti er svo komið að Toy Story 1. Í því fimmta er Wall-e sem fyrr sagði. Í sjötta sæti er myndin Leitin að Nemó sem segir frá örlögum trúðfisksins Nemó og leit föður hans að honum. Í sjöunda sæti er myndin Fantasía sem er safn stuttra mynda við undirleik klassískrar tónlistar. Í áttunda sæti er myndin Chicken Run frá árinu 2000. Í því níunda er mynd sem heitir Who framed Roger Rabbitt sem gerist í heimi þar sem teiknað- ar fígúrur og fólk lifa hlið við hlið. Í því tíunda er mynd Tim Burtons, The Nightmare Before Christmas, sem er kannski listrænust í útliti af þessum tíu. Hún segir frá því þegar konungur hrekkjavökunn- ar tekur völdin í jólaþorpinu. Þess má geta að á kvikmyndavefnum imdb.com fær Wall-e bestu dóm- ana af þessum tíu en Chicken Run þá slökustu. Skilnaðir og söngur Ef ekki er stemning fyrir teikni- mynd er hægt að skoða fjölskyldu- vænar myndir, til dæmis ævin- týramyndir sem höfða til allra aldurshópa. Ef börnin á heimil- inu nálgast grunnskólaaldur er hægt að fara að kynna þau fyrir Stjörnustríðsmynd- unum svo dæmi séu tekin. Á kvikmynda- vefnum imdb.com er fyrsta myndin sem var gerð, frá árinu 1977, valin besta fjölskyldu- myndin, amer- íska klassíkin It‘s a Wond- erful life, sú næstbesta. Klassísk fjöl- skyldumynd fyrir a l lan aldur er myndin um geim- veruna góðu ET sem snerti strengi barna og fullorðinna á níunda ára- tug síðustu aldar og hefur gert æ síðan. Söngvamyndir eru fyrir- taksskemmtun, til dæmis er hægt að hita upp fyrir sýningu Borgar- leikhússins á Söngvaseið með því að horfa á Sound of Music og taka lagið með ef því er að skipta. Ef hin hressa fjölskyldustemning hjá austurrísku Von Trapp-fjölskyld- unni er of mikið af því góða má alltaf velja mynd af illa fúnkerandi fjölskyldu, til dæmis sænsku klass- íkina Tilsammans eða skilnaðar- myndina Kramer vs. Kramer. Ef börnin á heimilinu eru helst til lítil til þess að njóta þeirra er kannski einn besti kostur- inn til þess að sameina skemmt- un og gæði að velja gamanmynd frá árum þöglu kvikmyndanna, Chaplin eða Steina og Olla. Öll fjöl- skyldan á að geta hlegið að þessum snillingum. Íslenskar fjölskyldumyndir Benjamín dúfa er klassísk íslensk fjölskyldumynd. Grínmyndir frá íslenska kvikmyndavorinu, Nýtt líf og Dalalíf Þráins Bertelsson- ar og Stuðmannamyndin Með allt á hreinu eru svo tilvalið gláp fyrir alla fjölskylduna. - sbt HVAÐA MYND á að horfa á í kvöld? Teiknimyndin Wall-e hlaut Óskarsverðlaunin sem besta teiknimyndin 2008 sem var verð- skuldað mjög. Óhætt er að mæla með því fyrir alla fjölskylduna að kynna sér þetta hug- ljúfa vélmenni. Teiknimyndir eru myndir sem iðulega hitta í mark hjá allri fjölskyldunni en af ýmsu er að taka ef teiknimyndir verða ekki fyrir valinu. Wall-e og Eva Milli þeirra kviknar neisti í teiknimyndinni góðu. Vinirnir tveir Bósi ljósár og Viddi kúreki eru ólíkir en eiga það sameiginlegt að gleðja börnin. Charlie Chaplin Öll fjölskyldan getur haft gaman af klassískum myndum. BÍLAKJARNINN Stórmarkaður með notaða bíla e inkatímar · hóptímar hugræn teygjuleikfimi tai chi · kung fu S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w. h e i l s u d r e k i n n . i s www.jswatch.com / www.gilbert.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.