Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 28. mars 2009 11 ALÞINGI Forsætisnefnd Alþing- is hefur sett þinginu sérstakar starfsreglur til áréttingar þeirri óskrifuðu grundvallarreglu í störfum Alþingis að þingmálið sé íslenska. Er það gert að gefnu tilefni. Í reglunum segir að ef erlendir textar séu prentaðir í þingskjölum skuli íslensk þýðing fylgja. Noti ræðumaður tilvitnun á erlendu máli skuli hann jafnóðum þýða hana á íslensku. Skulu slíkar til- vitnanir vera stuttar, í hæsta lagi nokkrar setningar. Þá skal túlka mál gests sem ekki talar íslensku á formlegum fundi fastanefndar. Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir tilefni reglusetn- ingarinnar tvö. Erlendur gest- ur hafi komið fyrir þingnefnd og talað annað mál en íslensku. Átti hinn norski Svein Harald Øygard seðlabankastjóri þar í hlut. Í hinu tilvikinu hafi þingmaður lesið upp á þingfundi langan texta á ensku sem ekki var þýddur. Var þar að verki Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, sem í febrúarlok las dágóðan bút upp úr skýrslu frá Seðlabanka Evrópu. Guðbjartur segir annað óviðeig- andi en að þingið starfi eftir regl- um sem þessum. Ekki skipti máli hversu góðir menn séu í erlend- um málum; þingmálið sé íslenska. Að auki hafi Alþingi nýverið sam- þykkt íslenska málstefnu sem vert sé að þingið sjálft fylgi í hvívetna. - bþs Forsætisnefnd Alþingis setur reglur til áréttingar þess að þingmálið sé íslenska: Reglur vegna Øygard og Höskuldar SVEIN HARALD ØYGARD HÖSKULDUR ÞÓR ÞÓRHALLSSON FJÖLMIÐLAR Vinstri græn vilja setja heildstæða fjölmiðlalög- gjöf, sem tryggi réttindi og sjálfstæði blaðamanna, gagn- sætt eignarhald og lýðræðislega umræðu. Einnig vill flokkurinn tryggja sjálfstæði RÚV, endurskoða lagaumhverfi þess og „gera því kleift að verða að raunverulegu almannaútvarpi, sinna menning- arhlutverki sínu og veita stjórn- völdum hverju sinni lýðræðis- legt aðhald“. Svo segir í lýðræðiskafla kosn- ingastefnu flokksins, sem birt var í kjölfar landsfundar hans. - kóþ Ályktun af landsfundi: VG vill ný fjölmiðlalög FINNLAND Finnski forsætisráðherr- ann Matti Vanhanen hefur trúlofast kærustu sinni til rúmlega eins árs, Sirkka Mertala. Þetta gerðist í kjöl- far þess að finnskir fjölmiðlar upp- ljóstruðu að for- sætisráðherrann hefði sent tví- ræðan tölvupóst til kvenkyns frambjóðanda í kosningunum í haust. Fjölmiðla- skýrandi segir í finnska ríkis- útvarpinu YLE að Vanhanen hafi með jákvæðri frétt af einkalífi sínu viljað draga úr umræðunni um hann sem dóm- greindarlausan forsætisráðherra. Hann telur að trúlofunin kæfi ekki fréttaflutning af ráðherranum. - ghs Forsætisráðherra Finnlands: Hefur trúlofast unnustu sinni MATTI VANHANEN FERÐAÞJÓNUSTA Ferðaþjónustureikn- ingar Hagstofunnar hafa verið birt- ir í fyrsta sinn. Þar kemur fram að ferðamönnum til Íslands hafi fjölg- að frá 303 þúsundum árið 2000 í samtals 485 þúsund á síðasta ári. Vöxturinn sé 60 prósent á þessum tíma. Þá hafi gistinóttum fjölgað veru- lega. Hann benti á að með svo hárri gengisvísitölu og nú er skapist gríðarleg tækifæri. Össur Skarphéðinsson ferða- málaráðherra ætlar að setja á fót Rannsóknar- og þróunarsetur í ferðamálum í samvinnu við Háskól- ann á Hólum og mun leggja fram frumvarp þar um. Ráðuneytið mun leggja til fjóra starfsmenn auk þess sem kraft- ar Hólaseturs og Rannsóknar- miðstöðvar ferðamála verða sam- einaðir. Össur greindi frá þessu á aðalfundi Samtaka ferðaþjónust- unnar. „Erlendir ferðamenn munu sjá sér mikinn hag í að koma hingað og Íslendingar sjálfir munu ferðast minna út fyrir landsteinana,“ sagði Össur meðal annars á fundinum. Össur hefur orðið við óskum ferðaþjónustunnar um að breyta reglum Tækniþróunarsjóðs þannig að hann geti veitt fjármunum til þróunarverkefna í ferðaþjónustu. Þá hefur hann beitt sér fyrir því að fjármunum verði veitt til upp- byggingar fjögurra öndvegissetra á næsta ári, þar af einu á sviði ferðaþjónustu. Ráðuneyti ferðamála hefur ákveðið að veita 100 milljónir af byggðaáætlun til að styrkja innviði ferðamannastaða á næsta ári. Fénu verður fyrst og fremst varið til að bæta aðstöðu á fjölförnum ferða- mannastöðum auk þess sem hluta fjárins verður beint til móttöku farþega á skemmtiferðaskipum. - ghs Össur Skarphéðinsson ferðamálaráðherra á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar: Ferðamönnum fjölgað um 60 prósent HAGUR Í AÐ KOMA „Erlendir ferðamenn munu sjá sér mikinn hag í að koma hingað,“ sagði Össur Skarphéðinsson, ráðherra ferðamála. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega lík- amsárás, þar sem hann stakk annan mann með hnífi. Athæfið átti sér stað á gisti- heimilinu að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði aðfaranótt sunnu- dagsins 6. júlí 2008. Árásarmað- urinn veittist að öðrum manni og stakk hann tvisvar með hnífnum. Fórnarlambið hlaut stungusár á brjósthol og í handarkrika hægra megin. Þess er krafist að árásarmað- urinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. - jss Sérlega hættuleg árás: Stakk mann tvisvar sinnum Blaðaljósmyndarafélag Íslands verðlaunar fyrir bestu ljósmyndir ársins. Starfsfólk Morgunblaðsins hefur þannig fengið meirihluta af þeim fagverðlaunum sem veitt eru á Íslandi fyrir síðasta ár. Morgunblaðið og mbl.is eru stolt af sínu fólki og óska hjartanlega til hamingju með verðlaunin. – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Kristinn Ingvarssson Verðlaun fyrir mynd ársins Verðlaun fyrir myndaröð ársins Júlíus Sigurjónsson Verðlaun fyrir portrett ársins Verðlaunafréttir 2008 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir vandaðar fréttir á mbl.is Guðmundur Rúnar Guðmundsson Verðlaun fyrir þjóðlegustu mynd ársins r Baldursson aun FÍT, Félags teiknara og eytiverðlaun FÍT puna, hárbeittar heimsmælikvarða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.