Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 98
66 28. mars 2009 LAUGARDAGUR
Jamie Lynn Spears, litla syst-
ir Britney Spears, hefur ákveðið
að fresta fyrirhuguðu brúðkaupi
sínu.
Samkvæmt heimildum banda-
ríska tímaritsins OK höfðu Jamie
Lynn, sem er 17 ára og unnusti
hennar Casey Aldrige, 18 ára,
ákveðið að gifta sig bráðlega, en
vilja nú fresta því þar sem þau
eru bæði ánægð með samband-
ið eins og það er. Mikið hefur
gengið á í sambandi Jamie Lynn
Spears og Aldrige. Sextán ára
varð hún ófrísk eftir hann, og er
dóttir þeirra Maddie nú níu mán-
aða, en Aldrige var grunaður um
að hafa haldið fram hjá henni
meiri hlutann af meðgöngunni.
Frestar brúð-
kaupinu sínu
HAMINGJUSÖM Jamie Lynn Spears
segist vera ánægð með samband sitt
eins og það er og finnst óþarfi að gifta
sig strax. NORDICPHOTOS/GETTY
Bræðurnir Joel og Ethan Coen
ætla að endurgera vestrann True
Grit sem kom út árið 1969 með
John Wayne í aðalhlutverki. Sú
mynd var byggð á samnefndri
skáldsögu eftir Charles Portis
og ætla Coen-bræður að byggja
mynd sína frekar á bókinni en
gömlu myndinni. Skáldsagan
fjallar um fjórtán ára stúlku sem
leitar að morðingjum föður síns í
heimkynnum indíána með aðstoð
lögreglustjóra og aðstoðarmanns
hans. Í upphaflegu myndinni
var lögreglustjórinn, sem John
Wayne lék, í forgrunni en í Coen-
myndinni verður stúlkan í aðal-
hlutverki.
Coen-bræður
í endurgerð
FYRSTA LAGIÐ AF SÓLÓPLÖTUNNI
Böðvar Reynisson hefur sent frá sér
hið hugljúfa lag Lullaby. Í laginu syngur
hann til dóttur sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Við heyrðum að það væri vandamál að litlir
strákar væru að missa niður klósettsetuna þegar
þeir væru að læra að pissa í klósett og út frá því
fengum við hugmyndina,“ segir Hermann Ingi
Gunnarsson, nemandi í viðskiptaáfanga í Verk-
menntaskólanum á Akureyri. Áfanginn, sem er
í samstarfi við Junior Achievement, gengur út
á að nemendurnir stofni sitt eigið fyrirtæki og
ákváðu Hermann og sjö samnemendur hans að
hanna og markaðssetja klósettsetudempara í
fyrirtæki sínu, Skellur.
„Demparinn hægir ferðina á setunni áður en
hún lokast alveg og kemur í veg fyrir að hún
skelli niður. Seta með dempara alla leið kostar
um 50.000 krónur svo okkur datt í hug að koma
með ódýra lausn á þessu vandamáli,“ útskýrir
Hermann, sem er aðstoðarforstjóri fyrirtækis-
ins. Hann segir mikla vinnu fólgna í verkefninu
og Guðný Vala Þorsteinsdóttir forstjóri og Elva
Dögg Pálsdóttir, gjaldkeri og ritari, taka undir.
„Þetta er ekkert sem maður lærir í skólabókum.
Þetta reynir mikið á samskiptahæfileika manns
því við þurfum sjálf að gera viðskipta áætlun,
ráða í stöður og sækja um styrki svo eitthvað sé
nefnt. Kennarinn er okkur innan handar, en við
fáum að gera mistök og þurfum sjálf að greiða
úr flækjum,“ segir Guðný Vala.
„Við bjuggum demparana að mestu leyti til
sjálf í skólanum, en fengum Vélvík til að fram-
leiða 100 stykki því þau þurfa öll að vera eins
og Húsasmiðjan styrkti okkur með dempara og
skrúfur. Við erum búin að gera sölusamning við
Húsasmiðjuna svo í næstu viku mun klósettsetu-
demparinn fást í verslunum þeirra í Skútuvogi
og á Akureyri,“ segir Hermann. Áhugasamir
geta tryggt sér eintak af demparanum í Smára-
lind í dag þar sem nemendur kynna vörur sínar
milli 11 og 16. - ag
Passa typpi íslenskrar æsku
Fyrsta smáskífulagið af væntan-
legri sólóplötu Böðvars Reynis-
sonar, eða Bödda úr Dalton, er
komið út. Böðvar samdi lagið,
sem nefnist Lullaby, til dóttur
sinnar þegar hann var á ferða-
lagi um Bandaríkin fyrir tveim-
ur árum með hljómsveitinni The
Foghorns. „Nú er svo komið að
um síðustu helgi eignaðist ég
splunkunýjan dreng sem heitir
Eyþór og finnst mér því kjörið
að henda laginu hennar Emilíu
Bjartar út í tilefni af því. Nú
geta þau átt þetta lag í sam-
einingu um ókomna tíð,“ segir
Böðvar. Platan hans kemur út
í haust og þar verða áhrifin úr
ýmsum áttum, meðal annars frá
Sting, U2, Bob Dylan og Pearl
Jam.
Syngur til
dóttur sinnar
SNIÐUG HÖNNUN Hermann Ingi Gunnarsson, Guðný
Vala Þorsteinsdóttir og Elva Dögg Pálsdóttir hafa unnið
hörðum höndum við hönnun klósettsetudemparans
ásamt samnemendum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI