Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 32
32 28. mars 2009 LAUGARDAGUR Ein aðaláherslan er að ná niður verðbólgunni og styrkja krónuna. Það kemur til með að skipta heimili og fyrirtæki hér á landi máli því þannig er unnið á móti frekari skuldabyrði. S vein Harald Øygard seðla- bankastjóri er vinalegur maður með traust og þétt handtak. Hann segist hafa verið ráðinn til Seðlabanka Íslands vegna sérþekkingar á mörgum þeim vandamálum sem þjóð- in stendur nú frammi fyrir. „Ég tók að mér þetta millibilshlut- verk og það nægir mér,“ segir hann spurður um hvort hann gæti hugsað sér að sinna starfinu áfram, stæði það til boða þegar fram í sækti. „Og vitan- lega er fjöldi hæfra Íslendinga sem geta tekið að sér starfið,“ segir hann og bros- ir. „Ég hef hins vegar þekkingu á svið- um sem nú reynir á, hafandi starfað við bankakreppur, tekið á fjárhagsáföllum heimila, og tekist á við gjaldmiðlaáföll og eftirleik gjaldeyriskreppu. Svo hef ég starfað við leiðandi norræn og evr- ópsk fyrirtæki í viðskiptum og þessa reynslu og hæfileika hef ég fram að bjóða og vona að þeir komi að gagni í því umbreytingaferli sem hér er í gangi.“ Er vanur langhlaupi Ekki þarf að efast um að í Sveini Har- aldi er að finna bæði kraft og þraut- seigju. Kíminn viðurkennir hann að þótt ekki beri hann það með sér þá stundi hann maraþonhlaup. „Ég ætla að hlaupa í New York-maraþoninu í nóvember og hljóp líka í fyrra.“ Besti tími hans er þrír tímar og tólf mínútur og verður það að teljast harla vel af sér vikið. „Ég hef ekki enn hlaupið maraþon hér á landi en tek kannski þátt í Reykjavíkurmaraþon- inu í ágúst ef tækifæri gefst. Því þori ég samt ekki að lofa.“ Þá æfði Svein Harald sleggjukast á árum áður og grínast með að þetta sé sjálfsagt sjaldgæf blanda, langhlaup og sleggjukast. Ekki þarf þó mikið ímynd- unarafl til að draga líkingar milli íþróttanna og verkefnanna sem fyrir liggja hjá seðlabankastjóranum og kalla sjálfsagt bæði á úthald og styrk. Þeir eðlisþættir sem nýst hafa Sveini Haraldi á íþróttasviðinu koma eflaust að góðum notum nú, enda hlýtur að reyna á að standa frammi fyrir jafnflóknum við- fangsefnum fjarri vinum og fjölskyldu. Frá því að Svein Harald hóf hér störf í febrúarlok hefur hann einu sinni haft tækifæri til að skjótast heim til Noregs að hitta konu sína og tvo syni, 17 og 21 árs gamla. Sjálfur verður Svein Harald Øygard 49 ára í sumar. „En ég reyni nú samt að vera í sam- bandi við fólk hér og er til dæmis búinn að skrá mig í líkamsræktarstöðina í Laugum, svona til að halda mér í formi,“ segir hann og þykir nokkuð til bæði aðstöðu og fólks koma. „Krafturinn og einbeitingin hjá fólkinu er svo mikil, ég hef aldrei séð nokkuð þessu líkt.“ Um leið bætir Svein Harald við að mjög lítill tími sé aflögu þegar vinnudegi lýkur og frítími því af skornum skammti. „Starf- ið tekur á og margar ákvarðanir sem taka þarf á degi hverjum.“ Svein Harald segist gera sér far um að ræða hér við sem flesta, bæði til að kynnast landi og þjóð og kynnast um leið ólíkum sjónarmiðum sem snerta við- fangsefni Seðlabankans. „Þannig hefur maður á meiru að byggja en talnagögn- um einum,“ segir hann og telur mikil- vægt að taka þátt í umræðum svo sem hjá samtökum atvinnuvega. „Ég hef reynt að halda opnum samskiptaleiðum milli bankans og þeirra sem ákvarðan- ir hans snerta. Mér finnst að seðlabanki þurfi að setja fram skýr markmið á gagnsæjan hátt og leita sjónarmiða víða. Um leið er svo ábyrgðin okkar að taka ákvarðanir, en þær ættu að vera eins vel undirbyggðar og kostur er.“ Seðlabankinn hefur hins vegar yfir þeim tækjum að ráða sem þarf til ákvarðanatökunnar, að mati Sveins Haralds. Hann segir spálíkan bankans mjög gott og ráða vel við að meta verð- bólguþróun og þróun hagstærða. „Tækin og aðferðafræðin hér er nokkuð góð,“ segir hann og hefur samanburð af fyrri störfum við spálíkan sem byggt var á í norskri hagstjórn, en skömmu eftir að hann lauk námi árið 1986 hafði Svein Harald umsjón með verðbólgugrein- ingu þar. Haftaafnámið bíður Svein Harald kveðst hafa skilning á vonbrigðum þeirra sem væntu meiri lækkunar stýrivaxta á síðasta ákvörð- unardegi. „Við þurfum hins vegar að hafa í huga heildarmyndina. Ein aðalá- herslan er að ná niður verðbólgunni og styrkja krónuna. Það kemur til með að skipta heimili og fyrirtæki hér á landi máli því þannig er unnið á móti frek- ari skuldabyrði. Í annan stað erum við nú í miðju ferli endurskipulagning- ar fjármálageirans. Mikilvægt er að vel takist til í þeirri uppbyggingu, um leið og hugað er að hagþróun og minnk- andi verðbólgu sem þar með gefi svig- rúm til vaxtalækkana. Við töldum hins vegar að betra væri að taka fleiri smá skref, fremur en að taka stórt stökk út í óvissuna.“ Svein Harald kveðst hins vegar með- vitaður um ólík sjónarmið sem uppi séu hvað varðar hraða vaxtalækkunarferl- isins. „Mér finnst mikilvægt að taka ákvarðanir sem byggja á reynslu, en ekki bara vonum og væntingum.“ Ákvarðanir um vaxtalækkanir árétt- ar Svein Harald að séu á hendi peninga- stefnunefndarinnar sem næst kynnir ákvörðun sína 8. apríl. „Að öðru leyti tjái ég mig ekki um væntanlegar vaxta- ákvarðanir, þótt vitanlega búumst við við því að verðbólga gangi mjög hratt niður og að 2,5 prósenta verðbólgu- markmiði bankans verði náð snemma árs 2010.“ Það er hins vegar mat seðlabanka- stjórans að ekki fari saman að gera hvort tveggja á sama tíma, lækka vexti og aflétta gjaldeyrishöftum. „Gjaldeyr- ishöftin eru nokkurs konar stífla sem hindrar flæði gjaldeyris úr landi, þótt mikilvægt sé að koma þar á nokkrum sveigjanleika. Hátt vaxtastig, þrátt fyrir að vera óheppilegt fyrir efnahags- lífið, stuðlar að stöðugleika. Ef bæði eru lækkaðir vextir og stíflan losuð, þá gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar.“ Hvað tímasetningu ferlisins varðar segist Svein Harald fullan skilning hafa á því að margir vildu sjá hraðari breyt- ingar og útilokar ekki að það gæti orðið. „Ég hef í umfjöllun um þessi mál dreg- ið upp mynd af verkefnum sem ljúka þarf í fjórum þrepum fyrir lok annars fjórðungs þessa árs. Í fyrsta lagi þarf afgang á viðskiptum við útlönd og það hefur þegar gerst. Við þurfum að sjá vaxtalækkun, sem einnig hefur átt sér stað. Við þurfum frekari lagfæringar á skipulagi fjárlaga til næstu ára, sem þegar er unnið að og við þurfum að ljúka ákveðnum þáttum í endurskipu- lagningu fjármálakerfisins sem einn- ig er í gangi núna. Með þetta í huga er hægt að horfa fram á tilslakanir í pen- ingamálastjórn og við lok annars árs- fjórðungs ætti betur starfhæft banka- kerfi að vera komið á laggirnar og þar með betri yfirsýn yfir stöðu mála.“ MEÐ VERKEFNIN Á HREINU Svein Harald Øygard seðlabankastjóri hefur skipt helstu viðfangsefnum sem við er að fást í hagstjórn hér í fjóra liði sem hann vinnur skipulega að. Hann segir framtíðarskipan peningamála vera á verksviði stjórn- málanna og ekki hluta af brýnustu verkefnunum nú. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þótt dimmt sé yfir heiminum skiptir vinnan hér heima mestu Svein Harald Øygard seðlabankastjóri er maraþonhlaupari og sleggjukastari sem hefur bara einu sinni séð fjölskyldu sína frá því að hann hóf hér störf fyrir rúmum mánuði. Hann hefur trú á að með dugnaði geti þjóðin unnið sig út úr vandræðum sínum og vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar á þeirri leið, síðan sé annarra að taka við. Óli Kristján Ármannsson ræddi við Svein Harald, sem telur ekki fara saman vaxtalækkun og afnám hafta. Þá þurfi að taka á öðrum málum áður en hugað sé að krónunni. Aðsteðjandi vandi brýnastur Seðlabankastjórinn er jafnframt meðvit- aður um að unnið sé að þessum umbót- um í skugga mikillar fjárfestingar í krónubréfum, en telur að draga muni úr hættu á flótta fjármagns úr kerf- inu eftir því sem lengra dregur. „Þegar fjárfestar sjá verðbólguna minnka og skýrari mynd kemst á skuldastöðu rík- isins um leið og horfur á stöðugleika og hagvexti hér á landi batna þá verður um leið minna aðlaðandi fyrir þá að hverfa af landi brott. En auðvitað tekur tíma að koma hlutum í það horf að allt gangi upp og afnám gjaldeyrishafta er ekki það allra fremsta í aðgerðaröðinni.“ Þá áréttar Svein Harald að Seðla- bankinn hafi forræði yfir eigin mála- flokkum og að peningastefnunefnd taki ákvarðanir í peningamálum, en ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS). „En á sama tíma njótum við vitanlega ráð- gjafar AGS hvenær sem okkur þykir það við hæfi og við teljum framlag sjóðsins mjög mikilsvert. Og mín upp- lifun er að ráðleggingar AGS séu gefn- ar með hagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi.“ Sömuleiðis er það mat Sveins Haralds að taka þurfi á aðsteðjandi vanda hag- stjórnarinnar áður en sjónum sé beint að stöðu krónunnar sem þjóðargjald- miðils. Hann leggur jafnframt áherslu á að ákvarðanir hvað varði framtíðar- skipan peningamála hér séu á forræði stjórnmálanna, hann gefi ekki upp eigin afstöðu til þess hvort krónan gagn- ist þjóðinni til lengri tíma. „En sama hver gjaldmiðillinn er þá þarf að sinna grundvallarþáttum hagstjórnarinnar, vinna að auknum stöðugleika, minni verðbólgu og skýrri sýn á ríkisfjármál- in. Þetta er jafngilt hvort sem gjaldmið- illinn er króna, evra, dollar eða norsk króna. Skrefin sem stíga þarf næstu sex mánuði eru þau sömu.“ Svein Harald segist vitanlega munu taka þátt í umræðum um hvernig best verði komið á langtímastöðugleika hér á landi, en nú sinni hann þeim verkefn- um sem mest séu aðkallandi. Svein Harald Øygard telur að með falli Straums og svo SPRON og Spari- sjóðabankans um síðustu helgi séu komnar fram að mestu þær sviptingar sem vænta megi meðal íslenskra fjár- málafyrirtækja. „Áherslan er nú á enduruppbyggingu fjármálafyrirtækja,“ segir hann. Staðan hafi hins vegar fyrir margt löngu verið orðin alvarleg hjá fyrirtækjunum sem tekin voru yfir um síðustu helgi. „Eigið fé SPRON hafði því miður lækkað veru- lega þegar um páskaleytið í fyrra. Staða sjóðsins versnaði svo í október og sömu- leiðis staðan hjá Sparisjóðabankan- um, sem hafði átt í vandræðum síðan þá. Bæði fyrirtækin hafi í að minnsta kosti hálft ár búið við óviðunandi eigin- fjárstöðu. Síðan hafi lausafjárgrunnur þeirra veikst þrátt fyrir viðleitni Seðla- bankans til að koma þar til aðstoðar.“ Fundaði með Ingimundi Svein Harald segir Seðlabankann hafa verið kominn í mjög þrönga stöðu og honum hafi í raun ekki verið fært að veita lausu fé til fyrirtækja sem skorti nauðsynlegan eiginfjárgrunn. „Það er leitt að svona skyldi þurfa að fara og við teygðum okkur mjög langt og höfum átt í margháttuðum viðræðum við bæði stjórnendur þessara fyrirtækja og kröfuhafa þeirra. Allir hefðu viljað sjá aðra niðurstöðu, en þegar upp er staðið þá reiða bankar sig á eiginfjárgrunninn og lausafé.“ Hvað varði lærdóm sem draga megi af mistökum fortíðar, þá kveðst Svein Harald ekki vilja tjá sig um hvar menn kunni að hafa farið út af sporinu í hag- stjórninni. „En Seðlabankinn verður eftir megni innan handar þeim nefnd- um sem rannsaka þessi mál og ég geri ráð fyrir að þau geri grein fyrir niður- stöðum sínum.“ Aukinheldur segir Svein Harald að vegna allra þeirra verkefna sem nú eigi hug hans allan eigi hann erfitt með að kafa hér djúpt í hagsög- una, þótt vitanlega kynni hann sér málin að því marki sem nauðsynlegt sé. „Ein- hvern tímann þarf ég að sofa,“ segir hann og hlær. Svein Harald upplýsir þó að sama dag og hann tók til starfa hafi hann sest niður með Ingimundi Friðrikssyni, einum þriggja bankastjóra Seðlabank- ans og fengið hjá honum yfirlit um stöð- una sem hann væri að taka við. „Við áttum góðar viðræður,“ segir hann. Þá kveðst Svein Harald nokkrar áhyggjur hafa af efnahagsþróun ann- ars staðar í heiminum. „Mikil vafi leik- ur á hversu hagfelld þróunin verður í alþjóðahagkerfinu og aukin vandræði þar gera stöðuna ekkert auðveldari hér á landi. En um leið tel ég áhrifin á Ísland ekki svo afgerandi. Viðbrögðin við þró- uninni ytra eru hlutir sem hér þarf að gera hvort eð er. Batinn hér kemur til með að byggja á mikilli vinnu Íslend- inga. Mæta þarf áskorununum hér inn- anlands, sama hvað gerist annars staðar í heiminum. Ég hafði orð á þessu á fyrsta degi í embætti. Ísland er nú á alþjóða- vettvangi táknmynd dýptar alþjóðlegu fjármálakrísunnar. Ég ber hins vegar líka í brjósti þá von að Ísland geti á ný líka orðið táknmynd endurreisnar og vaxtar. “ Mín upp- lifun er að ráðlegging- ar AGS séu gefnar með hagsmuni ís- lensku þjóð- arinnar að leiðarljósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.