Fréttablaðið - 28.03.2009, Page 12

Fréttablaðið - 28.03.2009, Page 12
12 28. mars 2009 LAUGARDAGUR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki SAMFÉLAGSMÁL Tæplega fimm þús- und manns hafa skráð sig í hóp á Fésbók sem stefnir að lögleiðingu kannabisefna á Íslandi. Hópurinn heitir Lögleiðum kannabis og skattleggjum neysluna. „Björgum fjárhag heil- brigðiskerfisins, lögreglunnar og Fangelsismálastofnunar og hætt- um að henda fjármunum út um gluggann“, segir á síðunni. Með kannabisefnum er átt við hass og marijúana, sem gjarnan er neytt með reykingum. Þessi vímu- efni hafa verið bönnuð á Íslandi síðan 1974. - kóþ Íslenskur hópur stækkar ört á Fésbók: Þúsundir vilja lög- leiða kannabisefni KANNABISPLÖNTUR LÖGREGLUMÁL Haukur Vagnsson, athafnamaður í Bolungarvík, er ósáttur við framgöngu lögreglunn- ar á Vestfjörðum sem tók pókerborð af sportveitingastað hans Vaxon í síðustu viku. Borðunum var skilað fyrr í þessari viku en Haukur hug- leiðir að kæra lögregluna. Í fyrsta lagi fyrir að hafa tekið borðin án þess að fyrir liggi rökstuddur grun- ur um lögbrot og hins vegar fyrir ummæli Önundar Jónssonar, yfir- lögregluþjóns á Vestfjörðum, en haft var eftir honum í kvöldfrétt- um sjónvarps að Haukur segði ósatt með því að fullyrða að hann hefði engar skýringar fengið á þessum aðgerðum lögreglunnar. Í þriðja lagi segir Haukur þetta vera brot á jafnræðisreglu þar sem menn halda pókermót óáreittir en á Vestfjörðum geta þeir sem eiga pókerborð átt hættu á afskiptum lögreglu miðað við þessa fram- göngu. „Til að fara í svona aðgerðir verður lögreglan að hafa staðið menn að verki, vera með kæru í höndum eða að minnsta kosti hafa rökstuddan grun um að eitt- hvað ólöglegt eigi sér stað,“ segir Haukur. „Ekkert af þessu var fyrir hendi, ég hef enga skýringu feng- ið og hér hefur aldrei verið stund- að fjárhættuspil. Þetta er eins og að handtaka mann fyrir að eiga bíl sem kemst upp í 200 á þeim for- sendum að hægt sé að brjóta lög með bílnum.“ Hann segir að undarlega hafi verið að málunum staðið. „Ég fékk boð um það að borðunum yrði skilað klukkan sex síðdegis,“ segir hann. „Myndatökumenn voru meira að segja búnir að melda sig til að geta verið vitni að því þegar þeir kæmu. En þeir komu svo um klukkan hálf fimm, þegar enginn var við en þá fundu þeir opna hurð og snigluðust þá inn til að skila borðinu.“ Svo bætir hann við í glettni: „Ætli lögreglan hafi ekki bara verið með pókermót um síðustu helgi og vant- að borð. Nei, ég segi svona, maður verður að halda húmornum þrátt fyrir allt saman.“ jse@fettabladid.is Lögreglan tók pókerborð og skilaði aftur Athafnamaður á Bolungarvík íhugar að kæra lög- regluna fyrir að taka af honum pókerborð. Eðlilega að málum staðið, segir lögreglan og skilaði borðinu. „Við studdumst við hegn- ingarlögin og nýfallinn dóm Hæstaréttar [er segir að þriðji aðili megi ekki hagnast á fjárhættuspili],“ segir Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn lögregl- unnar á Vestfjörðum. „Við báðum hann að taka niður borðin meðan málið væri í rannsókn en hann gerði það ekki þannig að við lögðum hald á þau meðan verið var að kanna málið. Svo var þeim bara skilað aftur. Þetta er bara eðlilegur vinnumáti á öllum sviðum.“ Hann segir lögin um fjárhættuspil nokkuð loðin og teygjanleg og því erfitt að vinna eftir þeim. Hann segist ekki vilja svara gagnrýni Hauks um það að önnur lög gildi í höfuðborginni en á Vest- fjörðum í þessum efnum. „En stjórnsýslulögin segja alveg skýrt fyrir hvernig við eigum að vinna; hvort sem er fyrir vestan eða sunnan,“ segir hann. Varðandi ummæli sín í kvöldfréttum sjónvarpsins segir hann: „Umsögnin sem fréttamaðurinn bar undir mig, um að Haukur fengi ekkert að vita hvað verið væri að gera og við hvað var stuðst, er hrein- lega ósönn. Það er bara svoleiðis.“ GREIN GERÐ FYRIR AÐGERÐUM LÖGREGLU ÖNUNDUR JÓNSSON HAUKUR VIÐ PÓKERBORÐIÐ UMDEILDA Pókerborðið er aftur komið á sportveitinga- staðinn Vaxon.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.