Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 99

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 99
LAUGARDAGUR 28. mars 2009 Sól í suðri! Barcelona • Bologna • Alicante www.icelandexpress.is Meðal sumaráfangastaða Iceland Express eru þrír suðrænir og seiðandi, Barcelona, Alicante og Bologna. Bókaðu sól og blíðu á frábæru verði, skelltu þér núna á www.icelandexpress.is! Rómantík, hasar, grín, barnaefni og leikir. Styttu þér stundirnar um borð með Ferðafélaganum! Barnabox með ýmsu góðgæti og óvæntum glaðningi fást gegn vægu gjaldi um borð í vélum okkar. Albir Garden Verð á mann, miðað við tvo fullorðna með tvö börn 99.900 kr. (í júní) 119.900 kr. (í júlí/ágúst) Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, íbúðargisting í 7 nætur og fullt fæði. www.expressferdir.is Allt innifalið Flug, gisting og allt fæði Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forstjóri og blaðamaður, varð forviða þegar haft var við hann samband og rifjuð upp grein hans, 21 aðferð til að lifa kreppuna af, frá árinu 1991 – en þá var dýpsta kreppa í manna minnum. „Sagan getur ekki endurtekið sig. Það vita þeir sem hafa lesið Sören Kirkegaard. Nema þá sem skop- stæling eða harmleikur,“ segir Gunnar Smári Egilsson blaða- maður. Í október árið 1991 var Gunn- ar Smári ritstjóri Pressunnar. Og skrifaði grein í blað sitt sem heit- ir 21 aðferð til að lifa kreppuna af. Í inngangi er talað um dýpstu kreppu Íslandssögunnar sem sé orðin 41 mánaðar gömul. Ekki sé vonum seinna að fólk leiti að raun- verulegum aðferðum til að lifa kreppuna af og Smári býður upp á 21 ráð til þess – misgóð en öll haldgóð. Yfirskrift ráða Gunnars Smára, sem eru svo útlistuð nánar, eru: Gakktu í Ananda Marga, Gefðu út ljóðabók, Keyptu laxeldis- stöð, Farðu á myndlistarsýning- ar, Tæmdu sykurkör, Finndu ætt- ingja meðal Vestur-Íslendinga, Byrjaðu að tala eins og Einar Oddur, Gakktu í stjórnmálaflokk, Farðu á Mokka, Reyndu að komast að sem aðstoðarmaður ráðherra, Gakktu í Sálarrannsóknarfélag- ið, Sæktu um alla styrki, Farðu í samninganefnd, Hnuplaðu, Kauptu veitingastað, Flyttu til Súganda og Farðu í vinnu hjá ríkinu: „Skatt- borgarar greiða niður matinn ofan í ríkisstarfsmenn. Alveg á sama hátt og með skattinn er betra að vera meðal þeirra sem éta matinn en þeirra sem borga hann en fá ekki neitt. Bestu mötuneytin eru í Seðlabankanum og Byggðastofnun. Þótt máltækið ‚það besta er alltaf ódýrast‘ eigi sjaldnast við þá á það við um þessi mötuneyti.“ Þarna er rauði þráðurinn í hinum meinfyndnu ráðum Gunn- ars Smára. Þótt Smári muni ekki eftir grein sinni né að krepp- an 1991 sé honum eftirminnileg, segir kreppur ekki eftirminnileg- ar í eðli sínu, þá sé þetta svona í kreppum. „Þá hafa þeir það best sem geta stjórnað tekjunum. Ríkið getur bara hækkað skatta og á auð- veldara með að koma sér í gegn- um kreppuna. Getur orðið ‚big bis- ness‘. Er ekki einhver milljarður farinn í laun í skilanefndir? Fólk í nefndum við að skoða eitthvað, hafa skoðun á einhverju og fá borg- að fyrir það,“ segir Smári sem sér reyndar eitt og annað jákvætt við kreppu. Hún býður upp á eitthvað nýtt. Kreppan 1991 byrjaði úti á landi en kom svo til Reykjavíkur að hausti til. „Menn héldu að hún kæmi ekki til Reykjavíkur. Ég var þá á Pressunni í Kópavogi. Hafði verið eitthvert góðæri en svo fóru þeir að tínast úr löngu sumarfríi, forstjórarnir, og komust að því að fyrirtækin voru gjaldþrota. Það varð 50 prósenta hrap í auglýs- ingatekjum. Þegar kreppan loks- ins kom var hún eins og stálbiti í hausinn á okkur. En fólk er fljótt að aðlagast. Hendir minni mat en áður, sleppir óþarfa eins og utan- landsferðum, uppgötvar kjúkl- ingabaunir en það eru eins mikl- ir fagnaðarfundir og tófú sem er flutt með flugi beint frá Japan. Eitt sinn, þegar ég var óhemju blank- ur, uppgötvaði ég að það að neita sér um eina litla kók í gleri er í raun miklu betra en innihaldið. Að neita sér um að fara í bíó er yfir- leitt betra en myndin. Fáar mynd- ir framleiddar sem eru betri en það,“ segir Smári en gefur í sjálfu sér ekki meira fyrir það hvort ráð hans frá 1991 kunni að nýtast nú sem þá. jakob@frettabladid.is Sígild kreppuráð Gunnars Smára GUNNAR SMÁRI Rauði þráðurinn í ráðum hans til að lifa af kreppuna er komast sem næst ríkisjötunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SMÁRI Á PRESSUÁRUNUM Uppgötvaði skítblankur að það að neita sér um eina litla kók í gleri er betra en innihaldið. Breska ríkissjónvarpið, BBC, ætlar að framleiða sjónvarps- þætti um hina myrku hlið tónlist- arbransans og vill fá vandræða- gemlinginn Pete Doherty til að semja handritið. „Þeir vilja að hann semji handrit að prufuþætti á næstu sex vikum. Þetta verður síðan að þáttaröð ef hann stendur í stykkinu,“ sagði heimildarmaður The Sun. „Stjórn- endur BBC telja að sköpunargáfa Petes muni tryggja þeim skemmti- legt sjónvarpsefni. Hann hefur lifað rokkstjörnulífinu og veit um hvað það snýst og þess vegna vilja þeir nýta sér reynslu hans.“ Pete semur fyrir BBC PETE DOHERTY Tónlistarmaðurinn og vandræðagemlingurinn ætlar að semja handrit fyrir BBC.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.