Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 30
30 28. mars 2009 LAUGARDAGUR B jörn Hlynur fer ekki eins og kötturinn í kringum grautinn í samskiptum. Hann er fremur afdráttar- laus og beinskiptur. Það væri hægt að auðkenna það sem hroka en kemur þó ekki heim og saman við þær sögur sem sam- starfsfólk hans í leikhúsheiminum segir af honum – sem segja hann, þvert á móti, viðmótsþýðan, blíð- an og góðan í samstarfi – einn af þeim bestu að vinna með. Björn Hlynur segist eiga gott að gjalda Soffíu systur sinni fyrir að vera sá sem hann er. „Hún lokaði mig inni í þvottahúsi þegar ég var strákur ef ég hagaði mér ekki vel. Hún er hrein og bein í því sem hún gerir og það er ekki efst í hennar huga hvað öðrum finnst um hana, eins og oft vill vera hjá fólki. Ég sé sjálfan mig sem fremur einfaldan og vil hafa hlutina einfalda.“ Hafði aldrei skrifað neitt Það er óþarfi að fara yfir farsælan feril leikarans. Hann þekkja flestir. Margir hafa kannski opnað augu og eyru fyrir því að fyrir um ári var fyrsta eigið leikrit Björns Hlyns, Dubbeldusch, frumsýnt og var það helst merkilegt fyrir þær sakir að Björn Hlynur hafði ekki skrifað svo mikið sem eitt ljóð áður. Hann segir sjálfur að hann hefði getað setið og hugsað og pælt hvort hann ætti að skrifa og hvernig, en eflaust hefði aldrei neitt orðið til þá. Hann hafi stung- ið sér til sunds og ekki verið of mikið að stúdera sundtökin fyrr en hann var kominn að landi. Skrifin hefðu flætt og hefði hann setið og ritskoðað sig hverja ein- ustu mínútu væri hann eflaust enn úti í miðri laug að velta hlutun- um fyrir sér. Woody Allen hefur lýst yfir svipaðri skoðun og Björn Hlynur á skrifum og að því ætlum við að koma síðar. En allt í réttri röð. Björn Hlynur þarf fyrst að fæðast og alast upp. Pabbinn kom með fyrsta örbylgju- ofninn til landsins Árið 1974 fæddist Björn Hlynur og eyddi fyrstu fjórum árunum í Garði á Suðurnesjum. Faðir hans, Haraldur Gíslason, var sveitar- stjóri þar en þar áður hafði fjöl- skyldan meðal annars búið á Vopnafirði og starfaði Haraldur mikið að sveitarstjórnarmálum en hann var viðskiptafræðingur að mennt. Hann lést þegar Björn Hlynur var ungur, árið 1983, og konurnar í fjölskyldunni tóku yfir. Hann segist hafa eitt og annað frá föður sínum og til að mynda hafi hann sjálfur fengið brennandi áhuga á mat og matreiðsluþáttum fyrir um tveimur árum og rekur það til föður síns. „Pabbi lærði viðskiptafræðina úti í Boston og starfaði með skólanum á veit- ingastöðum og endaði sem lúxus- kokkur. Hann var mikill mat- maður og átti alltaf þann draum að opna eigin veitingastað en á þessum árum var erfitt að koma slíku í verk þegar aðgangur að lánsfé og slíku var ekki jafnsjálf- sagður og er, eða var, hér síðustu árin. En hann var mjög nálægt því og kom ýmsu skemmtilegu í verk. Hann var til dæmis maður- inn sem kom með fyrsta örbylgju- ofninn til landsins.“ Móðir Björns Hlyns lét henda ofninum út þegar hún heyrði einhvers staðar að tólið væri talið skaðlegt augum. Örbylgjuofninn fór og börnin héldu sjóninni. Mun opna veitingastað Faðir Björns Hlyns var mikill matmaður og gefinn fyrir allt það góða sem lífið hafði upp á að bjóða og af óbeinum sökum þess lést hann. „Hann var til að mynda með áunna sykursýki og var of þungur. Hann átti erfitt með að neita sér um góða hluti.“ Draum föður síns um að opna veitinga- stað er Björn Hlynur staðráðinn í að láta rætast. „Fyrr en síðar. Pabbi var með ýmsar skemmti- legar hugmyndir og langaði til að mynda til að vera fyrstur á mark- að á Íslandi með snögga rétti eins og 1944 eru kannski. Ég ætla nú ekki út í það en veitingastaður, með góðu, íslensku hráefni, er á dagskrá. Með einfaldri og stæla- lausri matreiðslu. Því verður án efa komið í verk.“ Björn Hlynur fluttist í bæinn eftir dvölina á Suðurnesjum og ólst upp og bjó í Vogahverfinu. Hann spilaði fót- bolta með Þrótti og fór í Mennta- skólann við Sund eftir grunn- skóla en fór fljótt að leiðast þófið í skólanum, hætti eftir tvö ár og fór að vinna ýmis störf. „Ég hafði ekki áhugann á þessum tíma. Það er svo eiginlega engin tenging á milli fortíðarinnar og af hverju ég dúkkaði upp í inntökuprófinu í Leiklistarskólanum. Mér finnst stundum eins og maður ákveði ekkert sjálfur og eitt gerist bara af öðru í lífinu. Ég trúi því líka að í hverjum manni blundi einhver leikaradraumur. Það eru bara frekar fáir sem viðurkenna það. Ég komst inn og stend því hér í dag.“ Hélt að allir aðrir vissu betur Björn Hlynur er þó ekki alveg for- feðralaus í leikhúsinu því Guð- mundur Kamban, leikari og leik- skáld, var afabróðir hans. Hann var þó vitaskuld uppi langt fyrir tíð Björns Hlyns en var, eins og frægt er, myrtur af andspyrnu- hreyfingunni í Danmörku sem taldi Kamban hafa gengið erinda nasismans. Hann var skotinn fyrir framan dóttur sína á veitingahúsi í Kaupmannahöfn. „Að öðru leyti var ég eitt af þessum dæmum sem eiga enga foreldra eða afa og ömmur í leikhúsinu eins og oft er með marga kollega mína. Að byrja á núllpunkti fannst mér bara ágætt. Aftur á móti hélt ég oft að allir aðrir vissu eitthvað sem maður sjálfur vissi ekki. Þegar ég leit í fyrsta skipti á stundatöfl- una mína í skólanum og sá að þar voru tímar sem kölluðust „Alex- anders tækni“ var ég viss um að ég væri sá eini sem vissi ekki hvað það væri. Ég spilaði bara með: „Einmitt, Alexanderstækni. Þá er ég bara farinn í Alexand- erstækni.“ Svo þegar ég mætti í tímann var það náttúrulega eitt- hvað allt annað en ég hélt.“ Þéttur leikferill tók við strax frá útskrift og Björn Hlynur segist vel vita að hann hafi verið heppinn. Sædýrasafnið skemmtilega undarlegt Í gærkvöldi var verkið Sædýra- safnið frumsýnt í Þjóðleikhúsinu en í því leikur Björn Hlynur eitt af aðalhlutverkunum. Leikritaskáld- ið, Marie Darrieussecq, er mjög þekktur rithöfundur í Frakklandi en fyrsta skáldsaga hennar sló í gegn þar í landi og hefur verið þýdd á mörg tungumál. Okkar kanóna, Sjón, þýðir svo verkið, Barði Jóhannsson sér um tón- listina og Erna Ómarsdóttir um sviðshreyfingar. „Mér líður stund- um eins og ég sé staddur í David Lynch-mynd í þessu verki. Dálít- ið skrítnir hlutir og alls ekkert borðliggjandi eða eins og allt á að vera. Það er mjög gaman að snúa svona upp á hlutina og prófa verk sem er allt öðruvísi en það sem maður hefur kynnst.“ Sædýra- safnið, sem er eins konar fram- tíðartryllir, fjallar um tvær fjöl- skyldur sem eiga engra annarra kosta völ en að dvelja í Sædýra- safni vegna stríðsástands. Verkið verður sýnt í Kassanum en Björn Hlynur og félagar hans í verkinu, Margrét Vilhjálmsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Stefán Hallur Stefáns- son og fleiri, munu svo fara út til Frakklands og sýna verkið í ríkis- leikhúsinu í Orléans. Konur hafa ráðið í mínu lífi Móðir og eldri systur sáu um uppeldi leikarans Björns Hlyns Haraldssonar. Örlögin höguðu því svo þannig að hann á einn- ig dóttur og kærustu sem eru duglegar að segja honum til. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti leikarann sem situr við skriftir, leikur í Þjóðleikhúsinu, horfir á matreiðsluþætti og langar í hænur. ÞAKKAR SYSTUR SINNI MARGT „Hún lokaði mig inni í þvottahúsi þegar ég var strákur ef ég hagaði mér ekki vel. Hún er hrein og bein í því sem hún gerir og það er ekki efst í hennar huga hvað öðrum finnst um hana, eins og oft vill verða hjá fólki,“ segir Björn Hlynur Haraldsson leikari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Pabbi var með ýmsar skemmtilegar hugmyndir og langaði til að mynda til að vera fyrstur á markað á Íslandi með snögga rétti eins og 1944 eru kannski. Ég ætla nú ekki út í það en veitingastaður, með góðu, íslensku hráefni, er á dagskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.