Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 90
58 28. mars 2009 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
Í dag tekur menntamálaráðherra
við fyrsta eintaki nýrrar bókar
sem Guja Dögg Hauksdóttir arki-
tekt hefur sett saman um skap-
andi tjáningu. Er það fyrsta bókin
sem íslensk börn hafa aðgang að
á sínu eigin tungumáli um bygg-
ingarlist.
Bókin Byggingarlist í augnhæð
er frumkvöðlaverk á sviði fræðslu
í byggingarlist fyrir börn og ungt
fólk sem kemur til móts við vax-
andi áhuga á manngerðu umhverfi
byggingarlistar ásamt nýjum nálg-
unum í námi út frá persónulegri
skynjun og skapandi tjáningu.
Bókin er eins konar „stafrófskver
í lestri bygginga“, þar sem farið
er í grundvallandi þætti fegurðar,
forms og rýmis með dæmum sem
sótt eru að megninu til í íslenskt
umhverfi og menningu. Efnið er
þannig fram sett að það kveiki for-
vitni og örvi margvíslegar vanga-
veltur jafnframt því að kynna
tengsl staðar og sjálfsmyndar, hrá-
efnis og byggingarlags, hugmynda
og útlits. Áhersla er lögð á opna og
þverfaglega nálgun með áhuga-
verðum tilvísunum í snertifleti
byggingarlistar við ritlist, mynd-
list og tónlist – ásamt sögu, sam-
félagsfræði og stærðfræði.
Guja tók að vinna við verkefn-
ið eftir að Alvar Aalto-stofnun-
in tók að sér forystu um að móta
kennsluefni fyrir börn þar í landi
í byggingarlist en víða í Norður-
Evrópu er námsefni af þeim toga
að komast á námskrá. Guja fylgir
bókinni úr hlaði á sunnudag með
fyrirlestri kl. 15 um börn og bygg-
ingarlist, uppsetningu og nálgun
bókarinnar og myndlýsingum af
nýlegum byggingarlistarsmiðjum
og verkefnum barna og unglinga
sem unnin hafa verið með hliðsjón
af efninu. Fáum getur blandast
hugur um áhuga barna á bygging-
um, þau eru jú stöðugt að byggja.
Efni bókarinnar hefur verið kennt
í tilraunaskyni í nokkrum grunn-
skólum og eins við barna- og ungl-
ingadeild Myndlistaskólans í
Reykjavík.
Bókin er gefin út af Arkitektafé-
lagi Íslands og Námsgagnastofnun,
og fjármögnuð með stuðningi arki-
tektastofa, fyrirtækja og stofnana.
Skólar geta sótt bókina til Náms-
gagnastofnunar en hún verður
einnig til sölu í Listasafni Reykja-
víkur, hjá Arkitektafélagi Íslands
og í helstu bókabúðum, en kennslu-
leiðbeiningar má sækja frítt á
heimasíður útgefendanna: www.
nams.is eða www.ai.is.
Börn lesa byggingar
BYGGINGARLIST Guja Dögg vill að börn
læri að lesa umhverfi sitt með þjálfuð-
um augum.
kl. 15 á morgun.
Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák,
heldur fyrirlestur um sögu skáklist-
arinnar í tengslum við sýninguna
Skáklist á Kjarvalsstöðum. Að lokn-
um fyrirlestrinum er boðið upp á
leiðsögn um sýninguna.
Helgi mun ræða um arabíska skák
frá því um árið 1000, söguna Mann-
tafl eftir Stefan Zweig, og skák í
verkum Halldórs Laxness.
Í ár er öld liðin frá því að safna-
húsið við Hverfisgötu var vígt: það
var reist yfir Landsbókasafnið og
Landsskjalasafnið árin 1906-1908.
Forngripasafnið og Náttúrugripa-
safnið voru þar fyrstu áratugina.
Hinn 28. mars 1909 var lestrar-
salur Landsbókasafnsins opnaður
almenningi með viðhöfn.
Í dag verða opnaðar þrjár
nýjar sýningar: ÍSLAND: KVIK-
MYNDIR, Að spyrja Náttúruna
– saga Náttúrugripasafns Íslands
og Þjóðskjalasafn Íslands – 90 ár
í Safnahúsi.
ÍSLAND: KVIKMYND dregur
upp mynd af þróun kvikmynda-
gerðar á Íslandi frá 1904 til 2008.
Sýningin er eins og opið skjalasafn
og þar má sjá hundrað íslenskar
myndir frá þessu tímabili.
Að spyrja Náttúruna rekur sögu
Náttúrugripasafnsins frá 1889
til 2008. Blómaskeið þess var á
fyrstu áratugum 20. aldar. Á sýn-
ingunni er að finna upplýsingar
um sögu safnsins og nokkra muni
þess: geirfugl, tígrisdýr, gróður-
sýni og apa.
Þjóðskjalasafnið setur upp sýn-
ingu í bókasal. Sýnd verða valin
skjöl, tengd Safnahúsinu og tengd
stjórnskipun landsins.
Í ár eru 200 ár liðin síðan Jör-
undur hundadagakonungur ríkti
í nokkrar vikur sumarið 1809 og
eru af því tilefni sýnd margvísleg
gögn frá veru hans hér á landi.
Sýningarnar verða opnar
almenningi frá. 11 til 17.
Safnahús í eina öld
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Ólafur Elíasson er kominn á
klakann eins og lóan. Hann
opnaði í gær sýningu sem
hann kallar Limboland sem
er samsett af veggverkum,
skúlptúrum og innsetningu.
Sýningunni er dreift í tvo
sali, sýningarsal Orkuveit-
unnar 100° og gallerí i8 á
Klapparstígnum.
Sniðin grjótblökk, jeppar fastir í
ám, grá ull í kassa, sólarupprás
að hádegi í Reykjavík sem spegl-
ast í gráu gólfi, áttaviti sem leit-
ar norður. Landið stendur honum
nærri.
Ólafur segist ekki sjá neitt á
móti því að sýningar séu á tveim
stöðum. Hér sé hefð fyrir því að
sýna við margs konar aðstæður.
Hann vilji líka stuðla að því að
list sé á dagleiðum almennings
en ekki í söfnum. Nú sé ástand
þannig að smærri salir séu í hættu
og því nauðsynlegt að styrkja þá
sem geti lifað.
Hann kallar sýninguna Limbo-
land. Hann afneitar ekki hinum
guðfræðilega uppruna orðs-
ins: „Heitið átti að vísa til hins
óákveðna, það að vera á milli
staða, vita ekki hvort við förum
upp eða niður. Þú ert gripinn gegn
vilja þínum. Það sem er hræði-
legt við ástandið hér er að fólk
kaus þetta ekki. Nafnið hæfir því
vel. Það er þó gott að viðurkenna
limbóið, það er eina leiðin út úr
því.“
Eitt verkanna á sýningunni er í
vinnslu og bíður þátttöku almenn-
ings: í röð eru myndir af jeppum
föstum í ám. Ólafur vill fá fleiri
myndir frá almenningi sem sýna
bíl fastan í flaumi. „Þetta er svo
sérstakt fyrirbæri hér að fara yfir
á á jeppa og þá ekki síður að ef þú
festist kemur einhver þér til hjálp-
ar og togið er félagsleg athöfn. Það
er best af öllu ef þú ert að draga
einhvern úr ófærunni. Það eru
örlög í þessu landi að fara yfir á.
Vötn skildu jarðir og áður var lífs-
hættulegt að fara yfir vötn. Þess
vegna eru svona margar kirkjur
hér svo menn gætu sótt guðshús
án þess að fara yfir á. Sannleik-
urinn er sá að við erum núna föst
í straumi á þessu landi: ætlum við
að snúa við á bakkann sem við
komum frá eða komast yfir?“
Ólafur hefur um langt skeið
haft áhuga á ullarrækt og vinnslu
á kjöti. Hann ásamt fleirum er að
rækta upp gráar kindur: „Grátt
var alltaf fyrir mér litur óvissu.
Í dag er óvissan meira skapandi
ástand en sú bylgja hrokafullrar
vissu sem við riðum með mark-
aðnum. Hugmyndin með ræktun
á gráu fé er að gefa óhefðbundn-
um greinum tækifæri.“
Hann vill gera hrápylsur hér en
segir að eins og málum sé hátt-
að megi það ekki. Reglur banni
nýja úrvinnslu á kjöti frá þeim
tíma þegar óþrif voru almenn til
sveita.
Dýrusta afurð í heimi, kjöt af
nýslátruðu lambi, má ekki selja
hér meðan gamaldags sjónarmið
ráði: „Svo er það ullin sem er þetta
dásamlega efni: hér er allri litaðri
ull hent. Það er því margt sem er
heillandi sem má gera hér. Ann-
ars veit ég ekkert um búskap.“
Lambakjöt, ull, jeppar og ófær-
ur, sól yfir bænum. Maðurinn er
heima. pbb@frettabladid.is
Tvö rými fyllt af verkum
MYNDLIST Ólafur Elíasson setti upp tvær sýningar í gær, sem eru fyrstu einkasýningar hans á þessu ári. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK
Miðasala í síma 555 2222 og á