Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 50
28. mars 2009 LAUGARDAGUR2
Blaðberinn
bíður
þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Sunnudagur er fyrsti
dagur vikunnar og
er nefndur eftir sól-
inni sem einnig heitir
sunna. Allir mánuðir
sem hefjast á sunnu-
degi innihalda föstu-
daginn þrettánda.
www.wikipedia.is
KÓR MENNTASKÓLANS VIÐ HAMRAHLÍÐ verður í Skaga-
firði 28. til 30. mars. Kórinn heldur tónleika í félagsheimilinu Höfðaborg
á Hofsósi í dag kl. 16. Á sunnudaginn syngur kórinn við messu í Hóla-
dómkirkju og sama dag verða tónleikar í Miklabæjarkirkju kl. 17.
Sýning Guðjóns Ketilssonar mynd-
listarmanns í Grófarhúsinu við
Tryggvagötu nefnist Fyrirgefðu-
styttur og samanstendur meðal
annars af postulínsstyttum sem
límdar hafa verið saman. Þegar
Guðjón er inntur eftir því hvaðan
titillinn komi segir hann það tengj-
ast æskuminningu.
„Fyrirgefðustytturnar eru
byggðar á gamalli minningu en ég
braut postulínsstyttu fyrir mömmu
minni þegar ég var eitthvað um tíu
ára. Ég hafði reynt að líma hana
saman og það kom einhver óskapn-
aður út úr því. En styttan var sett
upp á hillu aftur og var lengi til á
heimilinu,“ útskýrir Guðjón.
„Ég sýndi postulínsstytturnar
fyrst á Nýlistasafninu árið 2006
eftir að ég fór að velta fyrir mér
hugmyndinni um endurnýjun og
einhverju nýju upphafi í skraut-
grip. Í Artótekinu á Borgarbóka-
safninu sýni ég tvær seríur, ann-
ars vegar Fyrirgefðustytturnar
og hins vegar Englaflækju sem er
lítill postulínsgripur þar sem eru
límd saman brot úr englastyttum
í einhvers konar barrokk-hnoðra.
Englaflækjan snýst hægt um sjálfa
sig á hillu á sýningunni og svo sýni
ég einnig blýantsteikningar unnar
upp úr þeirri styttu.“
Guðjón heldur vinnustofu á Vita-
stíg þar sem hann vinnur að gerð
teikninga og skúlptúra. Verk hans
snúast gjarnan um hversdagsleg
tengsl okkar við líkamann, allt
frá fötunum sem við klæðumst,
hárgreiðslu og skófatnaði, sem
breytist og aðlagast stærð, lögun,
hitastigi og hreyfingum líkamans,
eins og kemur fram í sýningarskrá
Artóteks.
Guðjón hefur einnig unnið tals-
vert með framlengingu á líkam-
anum, svo sem verkfæri og sögu
verkfæra sem heimild um ástand
mannsins. Guðjón hefur hlotið við-
urkenningar fyrir list sína en árið
2000 hlaut hann Menningarverð-
laun DV og árið eftir hlaut hann
Verðlaun Listasafns Einars Jóns-
sonar. Guðjón hefur sýnt verk sín
víða bæði hér á Íslandi og erlend-
is á hátt í þrjátíu einkasýning-
um auk sam-
sýninga.
Sýningin
stendur til
26. apríl og er
opið mánudaga
frá klukkan 10 til 21,
þriðjudaga til fimmtu-
daga frá klukkan 10 til
19, föstudaga frá
klukkan
11 til 19 og um helgar frá klukkan
13 til 17. Sjá nánar um sýninguna
á www.artotek.is.
heida@frettabladid.is
Byggt á brotinni styttu
Þeir sem leggja ætla leið sína á bókasafn um helgina ættu að líta við í Artóteki í Borgarbókasafninu á
Tryggvagötu en þar opnaði nýverið sýningin Fyrirgefðustyttur eftir myndlistarmanninn Guðjón Ketilsson.
Guðjón Ketilsson myndlistarmaður á vinnustofu sinni en hann sýnir um þessar
mundir í Artótekinu á Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fyrirgefðustyttur byggir
Guðjón á atviki úr æsku
sinni þegar hann braut
postulínsstyttu móður
sinnar og límdi
saman aftur.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Gólfdúkur skynsamleg,
-léttur í þrifum
-auðveldur í lögn
-glæsilegt úrval
-fæst í 2, 3 og 4 m rúllum.
FLOORING SYSTEMS
Heimilisdúkur, sígild lausn:
smekkleg og hagkvæm lausn
þægilegt andrúmsloft
Svefnherbergið
hjarta heimilisins
Eldhúsið
einfaldara verður það ekki
Forstofan
SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510
Sérverslun með
gólfdúk og teppi
Tr y g g v a g ö t u 19 • 101 R e y k j a v í k
S í m i 5 62 5 0 3 0 • w w w . k o l a p o r t i d . i s
Kolaportið er OPIÐ
laugardaga og
sunnudaga
frá kl. 1100-1700
Fallegar fermingagjafir
fyrir drengi & stúlkur.
Ný sending af silfur
og stál skartgripum.
GULL-ÚRIÐ • MJÓDDINNI
Álfabakka 16 • sími 587 4100
Axel Eiríksson úrsmíðameistari
Silfur & Stál