Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 86
54 28. mars 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Þennan dag árið 1875 varð gríðar- legt gos í Öskju í Ódáðahrauni. Víða í Ódáða- hrauni rísa hæðir og fjöll. Meðal þeirra fjalla má nefna Dyngjufjöll, sem eru megin- eldstöð og talið er að eldgos í þeim hafi verið tíð allt frá ísald- arlokum. Fjöllin mynda eina öskju eða Öskju í Ódáðahrauni. Lítið er vitað um gos í Öskju en hún var nán- ast óþekkt eld- stöð þar til eld- gosið hófst þar 29. mars árið 1875. Gosið var nefnt Öskjugos eða Dyngjufjalla- gos og hafði mikil áhrif á Austur- landi. Áhrifin voru í raun slík að stór hópur fólks af Austfjörðum flutti til Vesturheims eftir gosið. Askja hefur nokkrum sinnum látið á sér kræla á þessari öld en síðasta gosið var árið 1961. ÞETTA GERÐIST: 28 MARS ÁRIÐ 1875 Gríðarlegt gos í Öskju VIRGINIA WOOLF LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1941. „Megnið af mannkynssög- unni hefur konan verið nafnlaus.“ Breski rithöfundurinn Virgina Woolf var í hópi áhrifamestu rithöfunda 20. aldar. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar og mágkonu, Sigríðar Guðbjörnsdóttur Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður til heimilis að Reynimel 92. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlíðarbæjar, L1 Landakoti og Hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar fyrir góða umönnun. Gyða Guðbjörnsdóttir Stefán Björnsson Sigurlaug Guðbjörnsdóttir. Sími: 525 9930 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is Hótel Saga annast erfidr ykkjur af virðingu og alúð. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. Erfidrykkjur af alúð Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 90 ára afmæli Kristján Helgi Guðmundsson frá Bílduhóli á Skógarströnd, bóndi á Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi, verður 90 ára þriðjudaginn 31. mars. Hann verður að heiman. 80 ára afmæli Þann 29. mars verður Olgeir Olgeirsson vélstjóri áttræður. Í tilefni af því þætti honum vænt um að vinir og ætting jar samgleddust með honum laugardaginn 28. mars milli kl. 16 og 18 í sal Sjálfstæðis- manna, Álfabakka 14 á 3. hæð. Byltingamenn vísindanna er yfir- skrift á fyrirlestraröð á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. Í dag mun Guðmundur Eggertsson, prófessor í líffræði, gera framlagi þeirra James D. Watson og Francis Crick skil en þeir settu fram líkan af DNA-kjarn- sýrunni árið 1953. „Í fyrirlestrinum verður fyrst rak- inn aðdragandi þess að þeir Watson og Crick settu fram DNA-líkanið. Böndin höfðu þá borist að DNA sem erfðaefni lífvera eftir að prótín höfðu lengi verið talin líklegri til að gegna því hlutverki. Hvort tveggja finnst í litningum og menn vissu að litningar báru genin. Hins vegar var óljóst með öllu hvernig bæði byggingu og starf- semi DNA væri háttað. Líkan Watsons og Cricks lyfti hulunni af byggingu DNA-sameindarinnar og gaf sterkar vísbendingar um starfsemi hennar,“ segir Guðmundur. Þeir félagar höfðu einbeitt sér að DNA-sameindinni um tveggja ára skeið en Guðmundur segir athygl- isvert að þeir gerðu engar tilraunir sjálfir heldur nýttu sér þær upplýs- ingar sem voru fyrir hendi. „Aðalat- riðið er að þeir komu fram með líkan sem var mjög sannfærandi. Það var svo fallegt að margir sögðu að þess vegna hlyti það að vera rétt en það var ekki að fullu sannað þegar þeir settu það fram.“ Líkanið opnaði dyr fyrir margvís- legar rannsóknir á starfsemi frum- unnar. „Þó að bygging sameindarinn- ar væri ljós tók við að skýra hvern- ig erfðaefnið gegndi hlutverki sínu. Í ljós kom að röð eininga í DNA-sam- eindinni ákvarðar röð eininga í prót- ín-sameindum sem eru helstu starfs- sameindir frumunnar. Samsvörunin á milli þessara raða er kallað erfðatákn- málið,“ segir Guðmundur. Síðar hefur tækninni fleytt fram og fundu menn aðferðir til að fást við DNA með erfða- eða líftækni. „Nú er hægt að raðgreina erfðaefni manns á nokkrum dögum. Eins geta menn rannsakað DNA úr löngu látnu fólki og jafnvel löngu útdauðum tegundum. Þegar líkanið var sett fram á sínum tíma dreymdi fáa um að nokkurn tím- ann yrði hægt að raðgreina erfðaefni tegunda,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir merkilegt hvað erfðafræðin var komin langt í að skil- greina starfsemi gena án þess að vita úr hverju þau voru gerð áður en upp- götvun Watsons og Cricks var kunn- gjörð. „Erfðafræðingar voru búnir að rannsaka gen í langan tíma og vissu hvernig þau erfðust og stjórn- uðu erfðaeiginleikum lífvera. Þeir vissu bara ekki úr hverju þau voru eða hvernig þau störfuðu. Þeirra framlagi var því ekki kollvarpað með uppgötv- un Watsons og Cricks heldur var hún nauðsynleg viðbót.“ Oft er talað um að bylting hafi orðið í líffræðinni þegar líkanið var sett fram og mun Guð- mundur staldra við þá fullyrðingu. Fyrirlesturinn fer fram í sal tvö í Háskólabíói klukkan eitt í dag. Síð- asti fyrirlesturinn í fyrirlestraröðinni verður svo laugardaginn 4. apríl en þá fjallar Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur um Thomas Kuhn og vísindabyltingar almennt. vera@frettabladid.is GUÐMUNDUR EGGERTSSON: FJALLAR UM DNA-LÍKAN WATSONS OG CRICKS Fáa óraði fyrir þeim ótal möguleikum sem opnuðust MIKILVÆG UPPGÖTVUN Guðmundur segir fáa hafa dreymt um að nokkurn tímann yrði hægt að raðgreina erfðaefni tegunda er DNA-líkanið var sett fram um miðja 20. öld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR 1797 Einkaleyfi fæst fyrir fyrstu þvottavélinni í Bandaríkj- unum. 1881 Tveir menn ganga á hafís alla leiðina frá Siglufirði til Akureyrar. 1909 Safnahúsið við Hverfis- götu (sem nú heitir Þjóð- menningarhúsið) er vígt. Í upphafi hýsti húsið Forn- gripasafnið, Landsbóka- safnið, Landsskjalasafnið og Náttúrugripasafnið. 1930 Nöfnum tyrknesku borg- anna Konstantínópel og Angóra er breytt í Istanbúl og Ankara. 1986 Sex þúsund útvarpsstöðv- ar um allan heim spila lagið We are the world samtímis til styrktar að- gerðum gegn hungurs- neyð í Afríku. AFMÆLISBÖRN MAGNÚS SÆMUNDS- SON, fyrrver- andi oddviti og hrepps- stjóri í Kjós, er 75 ára. HARPA ARNARDÓTTIR leikkona er 45 ára. ÁSTA ARNAR- DÓTTIR jógakennari er 45 ára. BIRGITTA JÓNSDÓTT- IR KLASEN náttúrulæknir er 57 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.