Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 94

Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 94
62 28. mars 2009 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 28. mars 2009 ➜ Kvikmyndir 16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir myndina „Crimes and Misdemeanors“ eftir leikstjórann Woody Allen í Bæjarbíói við Strandgötu 6 í Hafnarfirði. ➜ Ítalskar kvikmyndir Ítölsk kvikmyndahátíð 27.-29. mars í Regnboganum, Hverfisgötu 54. Sýndar verða kvikmyndir eftir leikstjórann Paolo Sorrentino. Enskur texti. 15.30 The Family Friend, One Man Up 18.00 The Consequences of Love ➜ Hönnun og tíska Norræni tískutvíæringurinn í Norræna húsinu við Sturlugötu 19.3-5.4. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.nordice.is. Opið alla daga kl. 12-17. 14.00 Kynning á Barets-tískuvikunni. 20.00 Heimildarmyndin Hönnun á hvíta tjaldinu. ➜ Hönnun Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir veglegri dagskrá undir yfirskriftinni HönnunarMars 26-29. mars. Dagskráin inniheldur yfir 150 atburði ólíkra hönn- uða og mismunandi hönnunargreina og má finna á www.honnunarmidstod.is. ➜ Tónleikar 13.00 Hljóðfæra- húsið - Tónabúðin, Síðurmúla 20, býður upp á tónleika þar sem fram koma trommuleikararnir Ólafur Hólm, Kristj- án Heiðarsson og Hrafnkell Örn Guðjónsson. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 14.00 Tónlistarskólinn í Reykjavík verð- ur með blásaratónleika í Háteigskirkju við Háteigsveg. Á efnisskránni verða verk eftir Brahms, Stravinskí og Reicha. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 17.00 Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari og Gerrit Schuil píanóleikari, flytja kammertónlist í Kirkjuhvoli, safnaðar- heimili Vídalínskirkju við Kirkjulund í Garðabæ. 22.00 Hljómsveitin Hjálmar verður á Græna hattinum, Hafnarstræti 96 á Akureyri. Húsið opnar kl. 21. 22.00 Í tilefni af 10 ára afmælis dord- ingull.com, verða tónleikar á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Fram koma Brain Police, Skítur, In Siren og Gordon Riots. 22.00 Hljómsveitin Krummafótur leikur evrópskan og amerískan djass frá bann- og kreppuárunum á Café Rósenberg við Klapparstíg. ➜ Söngleikir 20.00 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti sýnir söngleikinn Rent í Loftkastalanum við Seljaveg. ➜ Síðustu forvöð Margeir Sigurðsson og Georg Óskar sýna í DaLí Gallery við Brekkugötu 9 á Akureyri. Sýningu líkur á sunnudag. Opið lau. og sun. kl. 14-17. Sýning Kristins G. Harðarsonar í Kubbnum við Laugarnesveg 91, hefur verið framlengd til föstudagsins 3. apríl. Opið virka daga kl. 13-16 og um helgar kl. 11-17. Arnar Herbertsson, Guðrún Öyahals, Björk Viggósdóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Ragn- hildur Stefánsdóttir og Þur- íður Sigurðarsdóttir sýna verk í START ART listamannahúsi við Laugaveg 12b. Opið þri.-lau. kl. 13-17. Sýningum lýkur á þriðjudag. Sýningu Helga Gíslasonar í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði, lýkur á sunnudaginn. Opið um lau. og sun. kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. Sýningu Diddu Hjartardóttur Leaman í Suðsuðvestur við Hafnargötu í Reykja- nesbæ, lýkur á sunnudag. Opið lau. og sun. kl. 14-17. ➜ Fyrirlestrar 13.00 Guðmundur Eggertsson flytur erindið „Watson og Crick og DNA-líkan þeirra“ í Háskólabíói, sal 2. Erindið er liður í fyrirlestraröð þar sem kynntar eru hugmyndir og einstaklingar sem skarað hafa fram úr á sviði vísindanna á 20. öld. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Sýningar 15.00 Leirlistafélag Íslands hefur opnað sýningu í Listasal Mosfellsbæjar við Þverholt. Sýningin ber heitið Aska í Öskju en viðfangsefni sýnenda eru duftker. Leirlistafélagið mun í dag bjóða upp á hljóðfæraleik með hljómsveit- inni Mojito. Sýningin er opin virka daga kl. 12-19 og lau. kl. 12-15. Aðgangur er ókeypis. Hallgrímur Arnarson hefur opnað sýn- ingu á Thorvaldsen Bar við Austurstræti 8-10. Opið alla daga frá 11.30-22. ➜ Uppákomur 20.00 Konukvöld verður haldið á skemmtistaðnum Hvíta húsið við Hrís- mýri 6 á Selfossi. Fjölbreytt dagskrá þar sem Heiðar Jónsson er kynnir og veislu- stjóri. Stjórnin og Eurobandið leika fyrir dansi. Ballið hefst á miðnætti. ➜ Dansleikir Moonboots verða á Players, Bæjarlind 4, Kópavogi. Hugarástand verða á Dillon Sportbar við Trönuhraun 10 í Hafnarfirði. Aðgang- ur ókeypis. ➜ Leiðsögn Ninný (Jónína Magnúsdóttir) verður með leiðsögn um sýningu sína Ljósmál í Listasal Iðuhússins við Lækjargötu, milli kl. 15 og 17.30. Þar sýnir hún bæði málverk og lampa frá á árinu 2009. Sýningin er opin daglega kl. 9-22. ➜ Tónlist 19.00 Undanúrslit Músíktilrauna fara fram í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti 2a, 27.-30. mars. Nánari upplýsingar á www.musiktilraunir.is. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 29. mars 2009 ➜ Kvikmyndir Ítölsk kvikmyndahátíð 27.-29. mars í Regnboganum, Hverfisgötu 54. 15.30 One Man Up, The Consequenc- es of Love 17.30 The Family Friend ➜ Heimildarmyndir 15.00 Sýndar verða fjórar heimildar- myndir í MÍR, Hverfisgötu 105. 1) Bréf til vinar, 2) Skipalestir á Atlantshafi, 3) Nafnakall, 4) Óeirðirnar á Austurvelli 30. mars 1949. Aðgangur ókeypis. ➜ Tónleikar 15.00 Egill Ólafsson, Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson flytja þekktar erlend- ar djassperlur og íslensk dægurlög í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Tríó Reykjavíkur verður með tónleika í Hafnarhúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. ➜ Fyrirlestrar 15.00 Helgi Ólafsson stórmeistari í skák heldur fyrirlestur um sögu skák listarinnar í tengslum við sýninguna Skáklist á Kjarvalsstöðum við Flókagötu. ➜ Dans 15.00 Nemendasýning DanceCenter Reykjavík verður í Iðnó við Vonarstræti. Sérstakur gestur sýningarinnar er Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. ➜ Sýningar Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu eru opnar þrjár nýjar sýningar. Ísland: Kvikmyndir, Að spyrja náttúruna - saga Náttúrugripasafns Íslands og Þjóðskjala- safn Ísland - 90 ár í Safnahúsi. Nánari upplýsingar á www.thjodmenning.is. ➜ Bækur 16.00 Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og leikkona fjallar um Íslandsklukkuna húsi skáldsins að Gljúfrasteini. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. ➜ Hönnun og tíska Norræni tískutvíæringurinn í Norræna húsinu við Sturlugötu 19.3-5.4. Aðgang- ur ókeypis. 12.30 Ráðstefna um framtíð fata- hönnunar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. 16.30 Tískusýning og tjútt. Hljómsveit- in Bárujárn spilar. ➜ Hátíð 15.00 Skátafélagið Ægisbúar við Neshaga 3 heldur upp á 40 ára starfs- afmæli sitt. Dagskráin verður sem hefst með hátíðarfundi í Neskirkju kl. 15 en færist svo yfir í skátaheimilið Ægisbúð kl. 15.30. ➜ Uppákomur Myndakvöld og frítt í Pool á Dillon Sportbar við Trönuhraun 10 í Hafnar- firði. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni verður að Stangarhyl 4. Hljómsveitin Klassík leikur danslög við allra hæfi. Tvær frumsýningar voru í gær- kvöldi í stóru leikhúsunum, Þjóð- leikhúsi og Borgarleikhúsi. Báðar eru þær nýstárlegar og unnar í tengslum við aðila utan húsanna: Mindcamp og Ríkisleikhúsið í Orleans. Mindcamp eru lausleg samtök leikhúsfólks víða um lönd svo hér taka leikhúslistamenn höndum saman yfir landamæri. Sædýrasafnið var frumsýnt í Kassanum. Verkið var sérstak- lega samið fyrir Þjóðleikhúsið af frönsku skáldkonunni Marie Darrieussecq en leikstjóri er Arthur Nauzyciel. Listamenn frá fimm löndum, Frakklandi, Ítalíu, Belgíu, Bandaríkjunum og Íslandi, skapa þessa óvenjulegu leiksýn- ingu sem einnig verður sýnd í Ríkis leikhúsinu í Orléans í maí. Verkið fjallar um tvær fjölskyld- ur sem neyðast til að dvelja saman við undarlegar aðstæður á sædýra- safni í óskilgreindu landi. Íbúar landsins hafa talið sér trú um að þeir byggju í öruggu nútímasam- félagi, en smám saman kemur í ljós hvað heimur þessa fólks er ótraustur, og yfir öllu lífi grúfir ógn þess sem koma skal. Þýðandi verksins er Sjón: „Marie óskaði eftir að ég þýddi verkið. Það varð til eftir samstarf þeirra Arthurs að Orðinu eftir Munk sem sló í gegn í Avignon í fyrra.“ Íslandstengsl Marie urðu til eftir franska menningarhátíð sem hér var fyrir tveim árum en hún er mest þekkt fyrir skáldsögur sínar, ein þeirra Gylting hefur verið útgefin hér á landi. Sjón hefur komið talsvert að leik- textum. Hann skrifaði tvö leikrit fyrir nemendasýningar fyrir tveim áratugum og hefur komið að samn- ingu kvikmyndahandrita: „Ég vann í þrjár vikur með Lars von Trier að söngtextunum í Dancer in the Dark og það var minn masterclass.“ Þá samdi hann handrit að Regínu með Margréti Örnólfsdóttur og vann einn handritið að Reykja- vik Whaling Massacre sem frum- sýnd verður í haust. Þá samdi hann libretto fyrir Skuggaleik og hand- rit að Önnu og skapsveiflunum. Hann segir taltexta Marie afdrátt- arlausan og beinskeyttan. „Það er ekki ein spurning í verkinu, bara fullyrðingar sem er svarað með fullyrðingum.“ Hann segir verkið fjalla um fólk sem telur sig vera í skjóli: „En það er hvergi skjól.“ Í Borgarleikhúsi var verkið Þú ert hér frumsýnt á Nýja sviði. Upp- haflega stóð til að vinna heimild- arverk um stöðu útlendinga hér á landi, nýbúa, flóttamanna og gestavinnuafls. Við hrunið ákváðu aðstandendur verksins, Jón Atli Jónasson, Jón Páll Eyjólfsson og Hallur Ingólfsson, að snúa sér að hruninu: „Þetta er rannsókn á kringumstæðum í rústum,“ segir Jón Páll. „Það trúa allir öllu upp á alla: embættismenn, auðmenn, stjórnmálamenn.“ Gengið var út frá því við sköp- un verksins að allt sem nýtt yrði í sýninguna yrði að taka úr geymsl- um Leikfélagsins: „Inn í rýmið var hrúgað hlutum sem hingað komnir fengu aðra merkingu en þeir höfðu haft – allt fékk nýtt hlutverk.“ segir Jón: „Það er sagt að „listin lifi kreppuna af“ hið fagra og sanna er orðið munaður. Annaðhvort tjáir listin samfélag sitt eða ekki. Við stöndum hér á sviðinu – við erum öll á sama stað – við getum ekki sagt við skiljum ykkur því ástand okkar er mjög flókið. Það er búið að reka fleyg í samfélagið og við erum að sýna þann fleyg. Við bjóð- um ekki upp á einhverja hreinsun. Það er búið að berja stjórn burt en ekkert hefur breyst. Fyrrverandi forsætisráðherra biður landsfund sjálfstæðismanna afsökunar en getur ekki beðið fólkið afsökunar. Og svo hlaðast bæklingar stjórn- málamannanna upp og þar eru bara gamlir frasar á ferðinni.“ Þú ert hér og Sædýrasafnið eru djarfar tilraunir til að hrista upp leiksýningaformið og vonandi kveikja þær umræður, helst deilur um efni og erindi. pbb@frettabladid.is Tvö tilraunaverk frumsýnd LEIKLIST Margrét Vilhjálmsdóttir í hlutverki sínu í Sædýrasafninu. MYND © FRÉDÉRIC NAUCZYCIEL/ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/ CENTRE DRAMATIQUE NATIONAL ORLÉANS LOIRET LEIKLIST Hallur og Jón Páll í sýningu sinni um ástand eftir hrun. Fórnarlambið er uppstoppað. MYND MINDCAMP ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hart í bak Þrettándakvöld Sædýrasafnið Skoppa og Skrítla í söng-leik Eterinn Kardemommubærinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.