Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 94
62 28. mars 2009 LAUGARDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 28. mars 2009
➜ Kvikmyndir
16.00 Kvikmyndasafn Íslands
sýnir myndina „Crimes
and Misdemeanors“ eftir
leikstjórann Woody Allen í
Bæjarbíói við Strandgötu 6 í
Hafnarfirði.
➜ Ítalskar kvikmyndir
Ítölsk kvikmyndahátíð 27.-29. mars í
Regnboganum, Hverfisgötu 54. Sýndar
verða kvikmyndir eftir leikstjórann Paolo
Sorrentino. Enskur texti.
15.30 The Family Friend, One Man Up
18.00 The Consequences of Love
➜ Hönnun og tíska
Norræni tískutvíæringurinn í Norræna
húsinu við Sturlugötu 19.3-5.4. Aðgang-
ur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari
upplýsingar á www.nordice.is. Opið
alla daga kl. 12-17.
14.00 Kynning á Barets-tískuvikunni.
20.00 Heimildarmyndin Hönnun á
hvíta tjaldinu.
➜ Hönnun
Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir
veglegri dagskrá undir yfirskriftinni
HönnunarMars 26-29. mars. Dagskráin
inniheldur yfir 150 atburði ólíkra hönn-
uða og mismunandi hönnunargreina og
má finna á www.honnunarmidstod.is.
➜ Tónleikar
13.00 Hljóðfæra-
húsið - Tónabúðin,
Síðurmúla 20, býður
upp á tónleika þar
sem fram koma
trommuleikararnir
Ólafur Hólm, Kristj-
án Heiðarsson og
Hrafnkell Örn Guðjónsson. Aðgangur
ókeypis og allir velkomnir.
14.00 Tónlistarskólinn í Reykjavík verð-
ur með blásaratónleika í Háteigskirkju
við Háteigsveg. Á efnisskránni verða
verk eftir Brahms, Stravinskí og Reicha.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
17.00 Bryndís Halla Gylfadóttir selló-
leikari og Gerrit Schuil píanóleikari, flytja
kammertónlist í Kirkjuhvoli, safnaðar-
heimili Vídalínskirkju við Kirkjulund í
Garðabæ.
22.00 Hljómsveitin Hjálmar verður
á Græna hattinum, Hafnarstræti 96 á
Akureyri. Húsið opnar kl. 21.
22.00 Í tilefni af 10 ára afmælis dord-
ingull.com, verða tónleikar á Sódómu
Reykjavík við Tryggvagötu. Fram koma
Brain Police, Skítur, In Siren og Gordon
Riots.
22.00 Hljómsveitin Krummafótur
leikur evrópskan og amerískan djass frá
bann- og kreppuárunum á Café
Rósenberg við Klapparstíg.
➜ Söngleikir
20.00 Fjölbrautaskólinn í
Breiðholti sýnir söngleikinn
Rent í Loftkastalanum við
Seljaveg.
➜ Síðustu forvöð
Margeir Sigurðsson og Georg Óskar
sýna í DaLí Gallery við Brekkugötu 9
á Akureyri. Sýningu líkur á sunnudag.
Opið lau. og sun. kl. 14-17.
Sýning Kristins G. Harðarsonar í
Kubbnum við Laugarnesveg 91, hefur
verið framlengd til föstudagsins 3. apríl.
Opið virka daga kl. 13-16 og um helgar
kl. 11-17.
Arnar Herbertsson, Guðrún
Öyahals, Björk Viggósdóttir,
Anna Eyjólfsdóttir, Ragn-
hildur Stefánsdóttir og Þur-
íður Sigurðarsdóttir sýna verk
í START ART listamannahúsi við
Laugaveg 12b. Opið þri.-lau. kl.
13-17. Sýningum lýkur á þriðjudag.
Sýningu Helga Gíslasonar í Hafnarborg
við Strandgötu í Hafnarfirði, lýkur á
sunnudaginn. Opið um lau. og sun. kl.
11-17. Aðgangur ókeypis.
Sýningu Diddu Hjartardóttur Leaman
í Suðsuðvestur við Hafnargötu í Reykja-
nesbæ, lýkur á sunnudag. Opið lau. og
sun. kl. 14-17.
➜ Fyrirlestrar
13.00 Guðmundur Eggertsson flytur
erindið „Watson og Crick og DNA-líkan
þeirra“ í Háskólabíói, sal 2. Erindið er
liður í fyrirlestraröð þar sem kynntar
eru hugmyndir og einstaklingar sem
skarað hafa fram úr á sviði vísindanna
á 20. öld. Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.
➜ Sýningar
15.00 Leirlistafélag Íslands hefur
opnað sýningu í Listasal Mosfellsbæjar
við Þverholt. Sýningin ber heitið Aska
í Öskju en viðfangsefni sýnenda eru
duftker. Leirlistafélagið mun í dag bjóða
upp á hljóðfæraleik með hljómsveit-
inni Mojito. Sýningin er opin virka daga
kl. 12-19 og lau. kl. 12-15. Aðgangur er
ókeypis.
Hallgrímur Arnarson hefur opnað sýn-
ingu á Thorvaldsen Bar við Austurstræti
8-10. Opið alla daga frá 11.30-22.
➜ Uppákomur
20.00 Konukvöld verður haldið á
skemmtistaðnum Hvíta húsið við Hrís-
mýri 6 á Selfossi. Fjölbreytt dagskrá þar
sem Heiðar Jónsson er kynnir og veislu-
stjóri. Stjórnin og Eurobandið leika fyrir
dansi. Ballið hefst á miðnætti.
➜ Dansleikir
Moonboots verða á Players, Bæjarlind
4, Kópavogi.
Hugarástand verða á Dillon Sportbar
við Trönuhraun 10 í Hafnarfirði. Aðgang-
ur ókeypis.
➜ Leiðsögn
Ninný (Jónína Magnúsdóttir) verður
með leiðsögn um sýningu sína Ljósmál
í Listasal Iðuhússins við Lækjargötu,
milli kl. 15 og 17.30. Þar sýnir hún bæði
málverk og lampa frá á árinu 2009.
Sýningin er opin daglega kl. 9-22.
➜ Tónlist
19.00 Undanúrslit Músíktilrauna
fara fram í Íslensku óperunni við
Ingólfsstræti 2a, 27.-30. mars. Nánari
upplýsingar á www.musiktilraunir.is.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sunnudagur 29. mars 2009
➜ Kvikmyndir
Ítölsk kvikmyndahátíð 27.-29. mars í
Regnboganum, Hverfisgötu 54.
15.30 One Man Up, The Consequenc-
es of Love
17.30 The Family Friend
➜ Heimildarmyndir
15.00 Sýndar verða fjórar heimildar-
myndir í MÍR, Hverfisgötu 105. 1) Bréf
til vinar, 2) Skipalestir á Atlantshafi, 3)
Nafnakall, 4) Óeirðirnar á Austurvelli 30.
mars 1949. Aðgangur ókeypis.
➜ Tónleikar
15.00 Egill Ólafsson, Björn Thoroddsen
og Jón Rafnsson flytja þekktar erlend-
ar djassperlur og íslensk dægurlög í
Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði.
Aðgangur er ókeypis.
20.00 Tríó Reykjavíkur verður með
tónleika í Hafnarhúsinu við Strandgötu í
Hafnarfirði.
➜ Fyrirlestrar
15.00 Helgi Ólafsson
stórmeistari í skák
heldur fyrirlestur um
sögu skák listarinnar í
tengslum við sýninguna
Skáklist á Kjarvalsstöðum
við Flókagötu.
➜ Dans
15.00 Nemendasýning DanceCenter
Reykjavík verður í Iðnó við Vonarstræti.
Sérstakur gestur sýningarinnar er
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir.
➜ Sýningar
Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu
eru opnar þrjár nýjar sýningar. Ísland:
Kvikmyndir, Að spyrja náttúruna - saga
Náttúrugripasafns Íslands og Þjóðskjala-
safn Ísland - 90 ár í Safnahúsi. Nánari
upplýsingar á www.thjodmenning.is.
➜ Bækur
16.00 Tinna Gunnlaugsdóttir
þjóðleikhússtjóri og leikkona
fjallar um Íslandsklukkuna húsi
skáldsins að Gljúfrasteini.
Allir velkomnir og aðgangur
ókeypis.
➜ Hönnun og tíska
Norræni tískutvíæringurinn í Norræna
húsinu við Sturlugötu 19.3-5.4. Aðgang-
ur ókeypis.
12.30 Ráðstefna um framtíð fata-
hönnunar frá Færeyjum, Grænlandi og
Íslandi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
16.30 Tískusýning og tjútt. Hljómsveit-
in Bárujárn spilar.
➜ Hátíð
15.00 Skátafélagið Ægisbúar við
Neshaga 3 heldur upp á 40 ára starfs-
afmæli sitt. Dagskráin verður sem hefst
með hátíðarfundi í Neskirkju kl. 15 en
færist svo yfir í skátaheimilið Ægisbúð
kl. 15.30.
➜ Uppákomur
Myndakvöld og frítt í Pool á Dillon
Sportbar við Trönuhraun 10 í Hafnar-
firði.
➜ Dansleikir
20.00 Dansleikur félags eldri borg-
ara í Reykjavík og nágrenni verður að
Stangarhyl 4. Hljómsveitin Klassík leikur
danslög við allra hæfi.
Tvær frumsýningar voru í gær-
kvöldi í stóru leikhúsunum, Þjóð-
leikhúsi og Borgarleikhúsi. Báðar
eru þær nýstárlegar og unnar í
tengslum við aðila utan húsanna:
Mindcamp og Ríkisleikhúsið í
Orleans. Mindcamp eru lausleg
samtök leikhúsfólks víða um lönd
svo hér taka leikhúslistamenn
höndum saman yfir landamæri.
Sædýrasafnið var frumsýnt í
Kassanum. Verkið var sérstak-
lega samið fyrir Þjóðleikhúsið
af frönsku skáldkonunni Marie
Darrieussecq en leikstjóri er
Arthur Nauzyciel. Listamenn frá
fimm löndum, Frakklandi, Ítalíu,
Belgíu, Bandaríkjunum og Íslandi,
skapa þessa óvenjulegu leiksýn-
ingu sem einnig verður sýnd í
Ríkis leikhúsinu í Orléans í maí.
Verkið fjallar um tvær fjölskyld-
ur sem neyðast til að dvelja saman
við undarlegar aðstæður á sædýra-
safni í óskilgreindu landi. Íbúar
landsins hafa talið sér trú um að
þeir byggju í öruggu nútímasam-
félagi, en smám saman kemur í
ljós hvað heimur þessa fólks er
ótraustur, og yfir öllu lífi grúfir
ógn þess sem koma skal.
Þýðandi verksins er Sjón: „Marie
óskaði eftir að ég þýddi verkið.
Það varð til eftir samstarf þeirra
Arthurs að Orðinu eftir Munk
sem sló í gegn í Avignon í fyrra.“
Íslandstengsl Marie urðu til eftir
franska menningarhátíð sem hér
var fyrir tveim árum en hún er
mest þekkt fyrir skáldsögur sínar,
ein þeirra Gylting hefur verið
útgefin hér á landi.
Sjón hefur komið talsvert að leik-
textum. Hann skrifaði tvö leikrit
fyrir nemendasýningar fyrir tveim
áratugum og hefur komið að samn-
ingu kvikmyndahandrita: „Ég vann
í þrjár vikur með Lars von Trier að
söngtextunum í Dancer in the Dark
og það var minn masterclass.“ Þá
samdi hann handrit að Regínu
með Margréti Örnólfsdóttur og
vann einn handritið að Reykja-
vik Whaling Massacre sem frum-
sýnd verður í haust. Þá samdi hann
libretto fyrir Skuggaleik og hand-
rit að Önnu og skapsveiflunum.
Hann segir taltexta Marie afdrátt-
arlausan og beinskeyttan. „Það er
ekki ein spurning í verkinu, bara
fullyrðingar sem er svarað með
fullyrðingum.“ Hann segir verkið
fjalla um fólk sem telur sig vera í
skjóli: „En það er hvergi skjól.“
Í Borgarleikhúsi var verkið Þú
ert hér frumsýnt á Nýja sviði. Upp-
haflega stóð til að vinna heimild-
arverk um stöðu útlendinga hér
á landi, nýbúa, flóttamanna og
gestavinnuafls. Við hrunið ákváðu
aðstandendur verksins, Jón Atli
Jónasson, Jón Páll Eyjólfsson og
Hallur Ingólfsson, að snúa sér
að hruninu: „Þetta er rannsókn á
kringumstæðum í rústum,“ segir
Jón Páll. „Það trúa allir öllu upp
á alla: embættismenn, auðmenn,
stjórnmálamenn.“
Gengið var út frá því við sköp-
un verksins að allt sem nýtt yrði í
sýninguna yrði að taka úr geymsl-
um Leikfélagsins: „Inn í rýmið var
hrúgað hlutum sem hingað komnir
fengu aðra merkingu en þeir höfðu
haft – allt fékk nýtt hlutverk.“ segir
Jón: „Það er sagt að „listin lifi
kreppuna af“ hið fagra og sanna
er orðið munaður. Annaðhvort tjáir
listin samfélag sitt eða ekki. Við
stöndum hér á sviðinu – við erum
öll á sama stað – við getum ekki
sagt við skiljum ykkur því ástand
okkar er mjög flókið. Það er búið
að reka fleyg í samfélagið og við
erum að sýna þann fleyg. Við bjóð-
um ekki upp á einhverja hreinsun.
Það er búið að berja stjórn burt en
ekkert hefur breyst. Fyrrverandi
forsætisráðherra biður landsfund
sjálfstæðismanna afsökunar en
getur ekki beðið fólkið afsökunar.
Og svo hlaðast bæklingar stjórn-
málamannanna upp og þar eru
bara gamlir frasar á ferðinni.“
Þú ert hér og Sædýrasafnið eru
djarfar tilraunir til að hrista upp
leiksýningaformið og vonandi
kveikja þær umræður, helst deilur
um efni og erindi.
pbb@frettabladid.is
Tvö tilraunaverk frumsýnd
LEIKLIST Margrét Vilhjálmsdóttir í hlutverki sínu í Sædýrasafninu.
MYND © FRÉDÉRIC NAUCZYCIEL/ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/ CENTRE DRAMATIQUE NATIONAL ORLÉANS LOIRET
LEIKLIST Hallur og Jón Páll í sýningu sinni um ástand eftir hrun. Fórnarlambið er
uppstoppað. MYND MINDCAMP
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Hart í bak
Þrettándakvöld
Sædýrasafnið
Skoppa og Skrítla í söng-leik
Eterinn
Kardemommubærinn