Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 34

Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 34
34 28. mars 2009 LAUGARDAGUR Afsláttur, afsláttur! Götumyndin varð heldur kyndug 1. apríl 1960 þegar fólk sást arka með könnur og koppa að Áfengisversl- uninni í Reykjavík. Tíminn tók sig nefnilega til þann dag og auglýsti að ef fólk kæmi með eigið ílát gæti það fengið ódýran sopa af smygl- uðu rommi og portvíni sem tekið hafði verið af smyglurum á bann- árunum í kringum 1920. Ekki væri lengur pláss í geymslunni fyrir vínið og því stóð þetta kostatilboð þennan dag að sögn blaðsins. Árið 1980 greindu dagblöðin frá því að 300 japanskar bifreiðar, af nýrri gerð, Mihitzu 200, yrðu seld- ar í Hafnarfirði þann dag á kosta- verði. Ástæðan væri örlítill útlits- galli á lakki en slíkt gengi ekki í Evrópu (en var einhverra hluta vegna nógu gott fyrir Íslendinga). Bílarnir áttu að vera til sýnis hjá Lýsi og mjöli í Hafnarfirði og gekk grínið svo langt að settir voru upp vegvísar í Hafnarfirði. Þúsundir mættu til að líta gripinn, sumir alla leið ofan úr Borgarnesi, en þetta var í fyrsta skipti sem dagblöðin höfðu samvinnu með aprílgabbið. Árið 1993 flykktust landsmenn í Miklagarð eftir að Tíminn hafði sagt frá því að stórmarkaðurinn hefði selt húseign sína í skyndi og neyddist til að rýma húsið. Ekki gæfist tími til að finna vörunum geymslustað og því fengju lands- menn allar vörur á tilboði sem ekki þekktist í íslenskri verslunarsögu – eða á 90 prósenta afslætti. Bensín hefur nokkru sinni verið auglýst á spottprís. Eitt best lukk- aða bensíngabbið þykir vera frá árinu 1995 þegar Fréttastofa Stöðv- ar 2 auglýsti bensín á Esso-stöðv- unum á góðu verði því bandaríska olíufyrirtækið Irving Oil væri að kaupa fyrirtækið. Mikið var lagt í grínið og ein bensínstöð Esso var meðal annars skreytt borðum og öðru með áletruninni Irving Oil til að gera þetta sem raunveruleg- ast. Söngkonan Ruth Reginalds tekin í gegn af útlitssérfræðingum árið 2004 og fór meðal annars í brjóstaaðgerð. Stöð tvö fylgdist með yfirhalningunni og aprílgabb sjónvarpsþáttarins Íslands í bítið var því tileinkað brjóstastækk- un. Fimm konum bauðst ókeypis aðgerð, að sögn þáttastjórnenda, mættu þær fyrir klukkan níu um morguninn í afgreiðslu Stöðvar 2 að Lynghálsi. Margar konur hlupu víst 1. apríl þennan dag. Aprílgabb í auglýsingum Það eru ekki aðeins frétta- stofur sjónvarps og dag- blaða sem geta hagað sér púkalega á 1. apríl. Stund- um eru það nefnilega fyrir- tæki úti í bæ sem taka upp á því að auglýsa einhvern óskunda. Hollywood aug- lýsti 1. apríl árið 1981 að loka ætti staðnum og því væru síðustu for- vöð að koma og sletta úr klaufunum það sama kvöld. Í tilefni síðasta kvöldsins átti að vera á boðstól- um ný gerð af Coca Cola-drykknum, eins konar íslensk útgáfa, sem væri mjallahvít á lit og í gömlum mjólkur- brúsum sem Mjólk- ursamsalan hafði gefið Vífilfellsverk- smiðjunni. Í fyrra var svo eitt umfangsmesta apríl- gabbið sannarlega í takt við tíðarand- ann en Bílasalan Bílamarkaðurinn í Kópavogi auglýsti í Fréttablaðinu að nýr fjármögnunaraðili í bíla- lánum, Brabus Invest, væri kom- inn á íslenskan markað og hygðist bjóða bílalán á þýskum vöxtum eða 4,15 prósent. Netþjónninn sprakk undan álagi þegar lánsumsóknir fóru að berast inn á vef Bílasöl- unnar í hundraða tali. Þegar allt varð brjálað Útvarpsstöðin Rót, sem rekin var á 9. og 10. áratug síðustu aldar, mældist með fremur litla hlustun á þeim tíma sem hún var rekin. Þrátt fyrir það náði hún að setja þjóðfélagið á annan endann 1. apríl árið 1988. Útvarpsstöðin sagði frá því að búið væri að upp- lýsa að Kristur hefði alls ekki verið krossfestur heldur hengdur. Í kjöl- farið átti að eyðileggja alla krossa landsins. Skemmst er frá því að segja að kirkjunni þótti brandarinn ekki fynd- inn og mátti í nokkrar vikur lesa greinar, svo sem í Velvakanda, um „guðníð“. 1. apríl á afslætti Á miðvikudaginn rennur eini dagur ársins upp þar sem heimurinn fær sólar- hringsundanþágu frá áttunda boðorðinu: Þú skalt ekki ljúga. Fjölmiðlum hleypur jafnan kapp í kinn og reyna þennan dag að fá fólk til að hamstra bensín eða mæta í áheyrnarprufur. Júlía Margrét Alexandersdóttir skautaði léttilega yfir nokkur af aprílgöbbum fyrri áratuga. HVÍTT KÓK Í HOLLYWOOD Skemmtistaðurinn Hollywood sagði frá því í auglýsingu, 1. apríl 1981, að þá um kvöldið byðist gestum að bragða á Coca Cola í nýrri útgáfu en drykkurinn væri hvítur á litinn. KLASSÍKERINN BENSÍN Á AFSLÆTTI Svo oft hefur þjóðin verið göbbuð með bensínbrandaranum að víst má þykja að fáir myndu í dag fara á næstu stöð til að fylla bílinn á fyrsta apríl þótt þeir heyrðu af tilboði. Íslenskir vínakrar í bresku útvarpi Þann 1. apríl, árið 1988, hlustuðu um 100 milljónir manna á þátt um vínræktun Íslendinga í útvarpsþætti BBC World Service eða heimsþjón- ustu breska ríkisútvarpsins. „Vínsér- fræðingur“ nokkur sagðist vera með flösku undir höndum sem í væri vín frá Íslandi en fáir gerðu sér grein fyrir að vegna þess hve sól væri hátt á lofti hér á landi yfir sumartímann væri að finna þessa fínu vínakra í suðurhlíðum íslenskra fjalla. Í beinni útsendingu þóttust útvarpsmennirnir svo smakka á „Hraunvíni úr hlíðum Heklu“ og tóku til við að greina bragðið eins og í sönnum vínsmökkunarþáttum – kölluðu vínið „feimið“ og „óráðið“. Útrásarvíkingar reisa óperuhús Þegar útrásin stóð sem hæst, árið 2006, og Danir voru að fá sig fullsadda á nýríkum Íslendingum sem keyptu upp verslanir þeirra og hönnunarhús, birtist frétt í Berlingske Tidende um að nú ætluðu Íslendingarnir enn einu sinni að valta yfir Danann. Samkvæmt gabbfréttinni hugðust Íslendingar núna ætla að reisa óperuhús í Kaupmanna- höfn. Til að kóróna yfirganginn og frekjuna átti íslenska óperuhúsið að vera staðsett við hlið þess danska. ➜ ERLEND APRÍLGÖBB ÞAR SEM ÍSLAND ER NOTAÐ: ÍSLENSKIR VÍNAKRAR Bretar notuðu Ísland í aprílgabbi sínu á útvarpsstöð- inni BBC World Service og þóttust vera að smakka á íslensku víni í þættinum og bragðgreindu það. Þeir héldu því fram að á Íslandi væri mikil vínrækt. Árið 1970 birti Vísir frétt um það að halastjarnan Bennett myndi sjást á austurhimni í aprílmánuði, milli klukkan þrjú og fimm að nóttu til. Síminn stoppaði ekki hjá Þorsteini Sæmundssyni stjarnfræðingi sem fréttin var höfð eftir þar sem fólk tilkynnti honum að það ætlaði sko ekki að vakna um miðja nótt til að sjá aprílgabbið. MILLILENT Á HÚSAVÍK DV lét Sam- herjabræður gabba sig 1. apríl árið 2001 þegar blaðamaður ræddi við aðaleiganda fyrirtækisins í símann. Eigandinn tók upp á því í tilefni dags- ins að segja blaðamanni að þeir hygð- ust opna flugvöll fyrir millilandaflug á Húsavík. Fréttin birtist daginn eftir. 2. apríl árið 2001 birti DV frétt um það á baksíðu blaðsins að Samherjamenn hygðust reisa millilandaflugvöll á Húsavík. „Menn hjá Flugmálastjórn setti hljóða þegar við komum með þetta tilboð. Við höfum einnig verið í sam- bandi við þingmenn Norðurlands eystra vegna þessa máls. Þá setti að vísu ekki hljóða enda hafa alþingismenn víst atvinnu af því að tala,“ sagði Kristján Vilhelmsson, aðaleigandi Samherja, í viðtali við blaðamann DV en fréttin var byggð á samtali við Kristján. Í þetta sinn var það þó ekki fjölmiðillinn sem lék á landsmenn heldur var Kristján þarna að stríða blaðamanni í tilefni af 1. apríl með þeim afleiðingum að frétt þessa efnis birtist daginn eftir. ÞEGAR FJÖLMIÐILLINN SJÁLFUR LÉT GABBAST ÞETTA VAR EKKI APRÍLGABB! Nú getur Auður Capital séð um séreignarsparnað þinn. Við hvetjum þig til að standa vörð um viðbótarlífeyrissparnað þinn til að auka fjárhagslegt öryggi og lífsgæði við starfs- lok. Auður Capital veitir óháða ráðgjöf á sviði fjárfestinga með áhættumeðvitund að leiðarljósi. Við tölum hreint út og viljum að hlutirnir séu gagnsæir og auðskiljanlegir. Við bjóðum þér á kynningarfund: Staður: Fundarsalur Maður Lifandi, Borgartúni 24. Stund: Mánudaginn 30. mars kl. 17:15 og á sama tíma mánudagana 6., 20., og 27. apríl. Nánari upplýsingar í síma: 585-6500 og á audur.is ? Auglýsingasími – Mest lesið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.