Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 73

Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 73
BLS. 3 I+ Bókaðu á www.icelandair.is Reykjavík – Seattle frá 36.900 kr. Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum. Flogið er 4 sinnum í viku. Margt sem minnir á heimaslóðir Seattle og umgjörðin kringum borgina er ef til vill sá staður í Bandaríkjunum sem minnir Íslendinga mest á heimalandið. Hér eru há fjöll allt um kring og víðáttumikið Pugetsund minnir á úthafið sjálft. En ólíkt því sem er heima þá er landið víða þakið hávöxnum grenitrjám enda er Washingtonríki oft nefnt „sígræna fylkið“ eða „The Evergreen State“. Elliot Bay og Lake Washington Í Seattle er sjálfsagt að bregða sér í einhverja af hinum fjölmörgu skoðunarsiglingum sem eru í boði um sundin og vötnin í borgarlandinu. Með Harbor Cruise má t.d. sigla um Elliot Bay sem liggur inn á milli Seattle og Alkistrandar, strandlengju með göngugötu sem er margar mílur að lengd. Skoðunarferð um Lake Washington er einnig vinsæl en þar má skoða hús ýmissa auðmanna; þeirra frægastur að sjálfsögðu er Bill Gates hjá Microsoft. Pike Place Market Pike Place Market er frægur, gamall markaður í miðborg Seattle sem allir gestkomandi heim- sækja. Þar er alltaf líf og fjör og markaðurinn er ekki síður sóttur af heimamönnum en aðkomu- fólki. Þar tíðkast að fleygja laxi á milli manna og bregður mörgum við að fá heilan, stóran lax í fangið. Meðfram ströndinni fyrir neðan Pike Place Market eru útiveitingastaðir og skemmti- legar búðir þar sem seldar eru vörur og listaverk eftir indíána sem búa í Seattle. Ballard Í Ballard liggur skipastiginn sem fyrrum var nefndur „The Locks“. Þar má sjá laxinn stökkva og skip „ganga upp stigann“ frá Pugetsundi til hafnar á vötnunum í borgarlandinu. Ballard er smábærinn á þessum slóðum þar sem flestir Norðurlandabúar settust að þegar þeir komu til Seattle. Þar er safnið Nordic Heritage Museum (Safnið um norræna menningararfleifð) þar sem hver Norðurlandaþjóð hefur sitt eigið safn- herbergi. Þar er einnig rakin saga Vesturfaranna. Við Íslendingar eigum okkar litla herbergi í NHM með safnmunum frá Vestur-Íslendingum og munum sem gefnir hafa verið að heiman. Nálin Nálin, The Needle, sem svo er kölluð, er mann- virki sem var reist í Seattle í tilefni af heimssýn- ingunni árið 1962. Hún stendur á hæð og er 183 metra há svo að þaðan er mikið útsýni. Þarna er veitingastaður sem snýst hægt í hring líkt og Perlan heima. Einnig er hægt er að fara upp á efsta þilfar til þess að skoða útsýnið. Seattle Center er svæði, sem einnig varð til fyrir heimssýninguna, og er ekki ofsögum sagt að þar megi verja heilum degi í skoðunarferð því að svo margt er að sjá. Söfnin Söfn eru hér úti um allt og má þar nefna Flugvélasafn Boeing-fyrirtækisins, Jimmy Hendrix- safnið, listasafnið Seattle Art Museum og minjasöfn þar sem rakin er saga Seattle. Sjávardýrasafnið í Seattle er við Pike Place Market. Hér á undan minntist ég svo á Norræna safnið, Nordic Heritage Museum, í Ballard. Menning og næturfjör Mikið mannlíf er í miðborg Seattle að næturlagi. Jassbönd er að finna á næstum hverju horni á litlum veitingastöðum og börum, t.d. á Tula’s Restaurant and Jazz Club og Jazz Alley. Smábátaborgin Íbúar í Seattle eiga ósköpin öll af smábátum og við vötnin eru margar smábátahafnir. Í ágúst er haldin hátíð, sem kallast Seafair, og þá er mikið um að vera. Öllum fleytum, sem flotið geta, er þá siglt um vötnin í einskonar skrúðsiglingu, alla vega skreyttum, og blásið í lúðra. Bláu Englarnir koma og sýna listflug og keppt er á hrað- skreiðum bátum sem ná ótrúlegum hraða. Þessi hátíð stendur í nokkra daga og er hápunktur sumarsins. Skoðunarferðir Hjá ferðaskrifstofum og ferðaþjónustufyrirtækj- um er minnsta mál að panta stuttar skoðunar- ferðir með ferjum um sundin og vötnin, allt frá einnar klukkustundar ferðum upp í dagsferðir. Sem dæmi um slíkar ferðir get ég nefnt ferð til Tilicum Village, þar sem indíánar bjóða í mat, ferð til Snoqualmie Falls, þar sem er góður veitingastaður (hreinlega hangir í berginu), með góðu útsýni yfir fossinn og fjöllin í kring, og dagsferð til Mt. Rainier, þessa háa og tignar- lega fjalls sem er einstaklega svipmikið með hvítan tind og minnir mig alltaf á Snæfellsjökul. Smábæir við Pugetsund – Tjaldútilegur Sundið á milli Seattle og Olympic-fjallgarðsins í vestri heitir Puget Sound og ferjur ganga frá Seattle til ótal smábæja við sundið. Það er skemmtileg dagsferð að taka ferjuna frá Seattle til Bremerton, aka meðfram ströndinni og koma við í þessum litlu bæjum, Port Orchard, Port Angeles og Port Townsend. Ef farið er alla leið til Whidbey-eyju má aka þaðan á fastalandinu til baka til Seattle. Ég mæli samt með því að að gista á litlu hóteli í einhverjum af þessum smábæjum og upplifa stemminguna á staðnum. – Freistandi útivistarsvæði eru nálægt borginni og stutt í græn skóglendi með göngustígum upp til fjalla. Tilvalið er að bregða sér í tjald- útilegu því að hér er mikið af skipulögðum tjald- stæðum með öllum þæginum, grilli, borðum, stólum og jafnvel sturtum. Ray’s Boat House Þetta er minn uppáhaldsstaður. Þarna er stór verönd svo að hægt er að sitja úti og horfa á skipin koma inn í skipastigann. Maturinn er frábær en ef til vill betri í fiskréttum en steikum. Salty’s Við Alkiströnd hinum megin við Elliot Bay. Þaðan er dásamlegt útsýni yfir miðborg Seattle, sérstaklega á kvöldin þegar borgin skartar öllum ljósunum. Er með dýrustu stöðum hér í Seattle. Palisades Við Elliot Bay og mikið útsýni yfir borgina. Frábær matur en alldýr. Ivar‘s Salmon House Góður veitingastaður við Lake Union. Steikhús Í Seattle eru margir góðir veitingastaðir sem sérhæfa sig í ljúffengum, safaríkum steikum, t.d. Daniel‘s Broiler, við Lake Union, Outback, Black Angus og El Goucho. Veitingastaðir Flug og gisting í 2 nætur frá 94.900 kr. á mann í tvíbýli á Best Western Executive Inn *** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar og gisting. ATTLE Margrét Sölvadóttir, fasteignasali
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.