Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 38

Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 38
38 28. mars 2009 LAUGARDAGUR S tarf Norðlingaskóla grundvallast á því lífsviðhorfi að hverjum einstakl- ingi skuli búin námsskilyrði svo hann megi, á eigin forsendum, þroskast og dafna og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífs- glaður einstaklingur. Áhersla er lögð á að nemendum líði vel og að nám og starf sérhvers þeirra miðist við þarfir hans og getu sem og sterkar hliðar. Byggt er á ein- staklingsmiðuðum starfsháttum og samvinnu. Hér á eftir er lýst nokkrum þáttum sem ein- kenna starf Norðlingaskóla. Áform Allir nemendur gera einstaklingsbundnar náms- áætlanir eða áform. Áform eru ýmist gerð viku- lega eða hálfsmánaðarlega. Á áformsdegi hitta nemendur umsjónarkennara sína, fara yfir hvernig síðasta vika gekk og setja sér markmið fyrir þá næstu. Áhugasvið Litið er á áhugasvið sem orkulind. Þess vegna er í hverri viku skipulagður tími þar sem nemendur vinna með sterkar hliðar sínar, annaðhvort einir og sér eða í hópum. Gerðir eru sérstakir áhuga- sviðssamningar þar sem nemandinn setur fram hvaða markmiðum hann ætlar sér að ná og eftir hvaða leiðum. Þá er samið um aðkomu kennarans eða skólans að vinnunni og með hvað hætti nem- andinn hyggst skila henni af sér. Björnslundur Björnslundur er útikennslustofa í skógarlundi í nágrenni skólans. Þar er gert ráð fyrir að hægt sé að kenna allar námsgreinar skólans undir berum himni. Í Björnslundi fara einnig fram stærri sam- komur skólans, að minnsta kosti þar til nýtt skóla- hús er risið. Foreldrasamstarf Rík áhersla er á foreldrasamstarf í skólanum. Litið er svo á að vinna með nemendur sé sameig- inlegt viðfangsefni foreldra og starfsfólks skól- ans. Því standa dyr skólans ævinlega opnar fyrir foreldrum og þeir eru velkomnir, hvort sem er inn í tíma til barna sinna eða til skrafs og ráða- gerða við starfsfólk. Fyrsti skóladagur að hausti kallast skólaboð- unardagur og fer fram heima hjá nemendunum. Þá sækja starfsmenn skólans nemandann og fjöl- skyldu hans heim og ræða um starfið á komandi vetri. Á foreldraskóladögum setjast foreldrar á skóla- bekk hjá börnum sínum. Með því fá þeir innsýn í vinnu barnanna og kynnast daglegum viðfangs- efnum þeirra. Foreldraskóladagar eru haldnir tvisvar á vetri. Foreldrakaffi er nýjung í foreldrasamstarf- inu. Þá er foreldrum hvers hóps boðið í morgun- kaffi með starfsfólki skólans við upphaf skóla- dags barnanna. Samkennsla árganga Kennt er í aldursblönduðum námshópum, tveim- ur eða fleiri árgöngum saman án varanlegrar aðgreiningar eftir aldri eða námsgetu. Markmið- ið er að hver nemandi fái nám og kennslu við sitt hæfi um leið og nemendahópurinn á samleið sem hópur eða bekkjarheild. Nemendur eru á saman tíma að vinna að mismunandi markmiðum og þjálfast bæði í að vinna sjálfstætt og hjálpast að. Smiðjur Smiðjur eru meðal þess sem einkennir starf Norð- lingaskóla. Þær eru nokkurs konar verkstæði þar sem nemendur ganga í smiðju til starfsmanna skólans. Megináhersla er lögð á skapandi vinnu og þar er list- og verkgreinum fléttað saman við bóklegar námsgreinar. Smiðjur eru vikulega og þar blandast allir árgangar skólans. Í smiðjum er lögð áhersla á að koma að námsþáttum aðalnáms- krár en um leið að gæta þess að áhugasvið nem- enda eigi ávallt sinn sess. Teymisvinna Allt starfsfólk Norðlingaskóla vinnur í teymum. Þannig er kennari aldrei einn með nemendahóp sem eykur verulega sveigjanleika í skólastarf- inu. Sömuleiðis nýtist margbreytileiki starfsfólks nemendum betur með þessu móti. Hvert teymi hefur skipulagða samráðstíma í hverri viku þar sem kennslan er skipulögð. Dæmi um teymi skólaárið 2008-2009: Teymið sem vinnur með 1. og 2. bekk er sett saman af fjórum almennum kennurum, sérkenn- ara og tveimur stuðningsfulltrúum. Í list- og verkgreinateymi eru þrír kennar- ar (myndlistar-, textíl- og hönnunar-) og smíða- kennarar. Vinnusvæði Engar eiginlegar kennslustofur eru í Norðlinga- skóla. Bóklegt nám fer fram á vinnusvæðum hvers námshóps. Þar vinna sumir einir og sér og aðrir saman. Góður vinnukliður er á svæðunum en ekki er liðið að hann þróist í hávaða. Svæðin eru stór en þó er að finna þar kima sem geta hent- að þeim sem vilja meira næði. Barnið er sameiginlegt verkefni Norðlingaskóli hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum sem nefndur er Frá kynslóð til kynslóðar. Verðlaunin hlaut skólinn vegna þess margvíslega frumkvöðlastarfs sem þar er stundað. Norðlingaskóli starfar í völundarhúsi sambyggðra skála en búið er að steypa plötu nýs skólahúss. Steinunn Stefánsdóttir heimsótti skólann í vikunni. Hún spjallaði við nemendur, kennara og foreldra og leitaði einnig svara við spurningunni um það að hvaða leyti Norðlingaskóli væri frábrugðinn öðrum skólum. SJÓRÆNINGJAÞEMA Í síðustu viku lauk lestrarspretti í Norðlingaskóla. Á lokadeginum mættu allir í sjóræningjabúningum og er hér verið að afhenda verðlaun. MYNDIR/ÁGÚST ÓLASON Ekki bara nýr skóli heldur ný tegund af skóla Björn Gunnlaugsson, Fanney Snorradóttir og Ragna Karlsdóttir kenna öll við Norð- lingaskóla. Björn er umsjónarkennari á unglingastigi, Fanney í 5. til 7. bekk og Ragna er þroskaþjálfi og sérkennari. Öll hafa þau kennslureynslu úr öðrum skólum. Þau voru því beðin að lýsa því á hvern hátt Norðlingaskóli væri frábrugðinn. „Það eru fyrst og fremst viðhorfin og starfsandinn,“ segir Björn. „Stefnan hér hefur verið að hugsa í lausnum fremur en að líta á vandamál sem vegartálma.“ Björn bend- ir á að Norðlingaskóli sé nýr skóli og að lagt hafi verið upp með að þar væri ástundað framúrstefnulegt skólastarf. „Ég held að þeir sem starfa hér hafi allir vitað að hverju þeir gengu og ákveðið að koma hingað vegna þess hvernig skólinn er og þeir völdust hingað vegna þessa áhuga, ekki bara á að byggja upp nýjan skóla heldur nýja tegund af skóla.“ Ragna er ein þeirra sem réðu sig að skólanum í upphafi með Sif Vígþórsdóttur skólastjóra. Hún bendir á að Sif hafi áður verið kennari og skólastjóri í sveit í 20 ár og að það hafi áhrif á andann í skólanum. „Mér finnst þetta allaf vera eins og í sveitinni. Það eru allir alltaf velkomnir,“ segir hún og er sérstaklega ánægð með hversu vel hefur tekist að viðhalda þeirri stefnu. „Við fórum af stað með skólaboðunina í upp- hafi þar sem við förum í heimsókn inn á hvert heimili og við gerum þetta enn. Fyrsta jólaskemmtunin var skemmtun fyrir allt hverfið og við höldum því. Árshátíðin er líka skemmtun fyrir alla fjölskylduna og sömuleiðis skólasetning og skólaslit. Ég held að allir í hverfinu upplifi að þeir séu velkomnir hingað í skólann,“ segir Ragna. Öll taka þau undir að allt þetta starf styðji vel við farsælt og gott foreldrasamstarf. Aðgengið á báða bóga sé gott og að það skipti afar miklu máli varðandi velferð nem- andans. „Samkennslan hjálpar líka mikið til að geta farið einstaklingslega í mál,“ segir Fanney og á þá við að þegar nokkrir bera ábyrgð á hópnum þá sé meira svigrúm til að sinna einstaklingum heldur en þar sem aðeins einn kennari sé í hverri kennslu- stofu. Í Norðlingaskóla hafa kennarar fastan vinnutíma frá átta á morgnana til fjögur og fimm á daginn. Viðmælendurnir eru sammála um að vinnutímafyrirkomulagið sé afar gott. Allt samstarf verði skilvirkara þegar hópurinn er allur á staðnum eftir að nem- endurnir eru farnir heim. „Mér finnst þetta æðislegt og að vera sérkennari og hafa hér eðlilegan vinnudag, það er bara allt annað,“ segir Ragna. Skólinn er á fjórða starfsári. Skólinn er heildstæður grunnskóli frá 1. upp í 10. bekk. 250 nemendur eru í skólanum. Þar starfa rúmlega 40 manns, þar af 15 karlar. Á unglingastigi skólans eru 70 unglingar. Þeir hafa áður verið í alls 39 skólum. Nokkrar staðreyndir um Norðlingaskólat ÁVEXTIR Eftir að skólastjórnendur höfðu lesið niðurstöð- ur rannsóknar sem sýndi fram á betri námsárangur hjá börnum sem hefðu aðgang að ávöxtum á skóladeginum var ákveðið að hafa ávexti á vinnusvæðum nemenda. Auk þess geta börnin gengið í mjólk og vatn að vild meðan þau vinna. Kostnaður heimilanna nemur um 9.000 krónum fyrir allt skólaárið. KENNARARNIR Ragna Karlsdóttir sérkennari, Fanney Snorradótt- ir umsjónarkennari í 5. til 7. bekk og Björn Gunnlaugsson umsjónar kennari á unglingastigi. FRAMHALD Á SÍÐU 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.