Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 52
 28. mars 2009 LAUGARDAGUR4 Kvikmyndasafn Íslands sýnir mynd Woodys Allen, Crimes and Misdemeanors, á laugardaginn klukkan 16. Kvikmyndasafn Íslands sýnir eina margbrotnustu mynd Woodys Allen, Crimes and Misdemeanors, í dag klukkan 16. Þetta er ein þeirra mynda sem vekur nýjar spurning- ar um mannlífið og tilveruna við hvert áhorf. Í Crimes and Misdemeanors fylgjast áhorfendur með persónum tveggja ólíkra sagna sem tengjast ekki við fyrstu sýn. Í annarri sög- unni glímir augnlæknirinn Judah Rosenthal við afleiðingar fram- hjáhalds en ástkonan, Dolores, hótar að segja eiginkonunni frá öllu saman. Spennan stigmagnast uns Judah grípur til örþrifaráða og atburðarásin fer að kallast á við skáldsögu Dostojevskís, Glæpur og refsing. Í hinni sögunni kynn- ast áhorfendur heimildarmynda- gerðarmanninum Cliff Stern sem á erfitt með að hafa ofan í sig og á þrátt fyrir listræna hæfileika. Hann lendir í siðferðilegri spennu þegar honum býðst að gera mynd um mág sinn sem er kvikmynda- framleiðandi og stendur fyrir allt sem Cliff fyrirlítur. Crimes and Misdemeanors er allt í senn ást- arsaga, spennumynd og gaman- mynd. Hennar má einnig njóta vegna myndatökunnar en hún er í höndum Sven Nykvist sem starfaði með Ingmar Bergman að flestum þekktustu myndum hans. Sýningin er í Bæjarbíói, Strand- götu 6, Hafnarfirði. Miðasala er opnuð um hálftíma fyrir sýningu og er miðaverð 500 krónur. - hs Crimes and Misdemeanors er allt í senn ástarsaga, spennumynd og gamanmynd. Persónur tveggja ólíkra sagna Spíral-dansflokkurinn, sem er skipaður háskólastúdentum, sýnir verkið The opening eftir Andreas Constantinou í Sundhöll Reykjavíkur á morgun en verk- ið var frumsýnt í gær. Um er að ræða dansleikhúsverk þar sem tónlist, dans og gjörningur mæt- ast. Verkið teygir anga sína út um alla Sundhöll og er því ætlað að skapa magnað andrúmsloft, dulúð, töfra og brjálæði. „Verkið byggist á opnun Sund- hallarinnar árið 1937 og því and- rúmslofti sem ríkti á þeim tíma. Í búningsklefunum á neðri hæð- inni verður brugðið upp mynd af aðstæðum og aðbúnaði geðsjúkra á þessum árum en í sundlaug- inni sjálfri verður allt annað upp á teningnum. Þar verður haldið brjálað opnunarpartí og munu prúðbúnir dansarar líða um vatnið í öllum skrúðanum. Gest- ir átta sig þó um síðir á myrk- um undirtón. Þeir fá frelsi til þess að reika um Sundhöllina og fylgja hvaða þema eða flytjanda sem er,“ segir Unnur Gísladóttir, framkvæmdastjóri dansflokks- ins, og dregur enga dul á það að Sundhöllin sjálf sé í aðalhlut- verki enda um magnaða bygg- ingu að ræða. Spíral-dansflokkinn skipa tíu konur sem allar eiga það sam- eiginlegt að vera í akademísku háskólanámi. „Okkur fannst þó þurfa karlmenn í þetta verk og fengum þrjá stráka og tvær stelpur úr Stúdentaleikhúsinu til liðs við okkur.“ Þessum skapandi dansflokki er ætlað að efla menn- ingarlíf stúdenta og stuðla að list- sköpun ungra dansara og eru inn- tökupróf á hverju ári. Dulúðlegt dansleikhús í vatni The Opening með Spíral-dansflokknum verður sýnt í Sundhöll Reykjavíkur á morgun. Verkið byggist á opnun Sundhallarinnar árið 1937 og því andrúmslofti sem ríkti á þeim tíma. Það teygir anga sína um alla Sundhöllina. Niður í búningsklefa og upp á hæsta stökkbrettið. Í sundlauginni verður haldið opnunarpartý í anda fjórða áratugarins en í búningsklefunum verður öllu drungalegri stemning. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Prúðbúnir dansarar munu líða um í vatninu ásamt því að dreifa sér um alla króka og kima Sundhallarinnar. Unnur Gísladóttir framkvæmdastjóri Spíral-dansflokksins segir Sundhöllina sjálfa í aðalhlutverki enda um magnaða byggingu að ræða. Fjölbreytt úrval af skírnargjöfum: Baukar, myndaalbúm, hnífapara sett, armbönd og hálsmen www.tskoli.is Alþjóðleg keppni hársnyrtiskóla fer fram í Tækniskólanum á Skólavörðuholti laugardaginn kl. 13.00. Keppt er í 3 tegundum uppgreiðslu auk tískulínu herra. 6 íslenskir keppendur sem koma frá Hársnyrtiskólanum, undirskóla Tækniskólans. Komið og fylgist með spennandi keppni í spennandi skóla. Keppni hársnyrtiskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.