Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Íslenska karlalandslið-ið í handbolta, eða„strákarnir okkar“ eins og liðið er jafnan kall- að þegar vel gengur, leik- ur sinn fyrsta leik á Evr- ópumótinu í Sviss á fimmtudaginn. Eins og svo oft áður eru vænting- ar almennings miklar og að margra mati of miklar eins og svo oft áður þegar íslenskir íþróttamenn eiga í hlut. Menn virðast stundum gleyma því að íslenska þjóðin er ekki fjölmennari en smáborg, eða bær, úti í hinum stóra heimi og því ekkert sjálf- gefið að íþróttafólk landsins sé jafnan í hópi þeirra bestu í heim- inum. „Það er í þjóðarsálinni að gera miklar kröfur,“ sagði Viggó Sig- urðsson, landsliðsþjálfari, á dög- unum og hefur ekkert gert til að slá á þær væntingar sem eru um gengi liðsins. „Mér sýnist þetta vera rosalega jafnt og það má ekkert út af bera til að illa fari. Þetta er eins og að spá um úrslit hjá United og Liver- pool á Wembley, mér sýnist að það séu jafn miklar líkur á að við verðum í fyrsta sæti riðilsins og því fjórða, þetta er svo jafnt,“ seg- ir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf- ari Vals, sem hefur lengi fylgst með handboltanum. Í gegnum tíðina hafa Íslending- ar átt miklar og góðar rétthentar skyttur. Nægir þar að nefna Jón Hjaltalín Magnússon, Einar Magnússon, Geir Hallsteinsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Alfreð Gíslason, Patrek Jóhannesson, Júlíus Jónasson og Atla Hilmars- son. Sonur hins síðast nefnda, Arnór, er ungur að árum og kom- inn í stöðu skyttunnar vinstra megin og er örugglega ákveðinn í að sanna sig í þessari erfiðu stöðu. Mikil áhersla hefur verið lögð á að fá Garcia í þetta mót og ekki að ósekju því hann styrkir liðið veru- lega, ekki síst í vörninni. Margir örvhentir leikmenn Í stöðu örvhentrar skyttu er fullt af mönnum og í raun ótrú- lega margir. „Já, þetta er ótrúlegt en ég veit ekki hvort það er til ein- hver skýring á þessu. Það er kom- inn örvhentur maður á miðjuna og ætli þetta endi ekki bara með að vinstri hornamaðurinn verður sá eini rétthenti í liðinu,“ segir Ósk- ar Bjarni og benti á að margir þeirra örvhentu leikmanna sem ekki komust í æfingahópinn væru í leikmannahópi fjölda annarra landsliða. „Okkur vantar stóra og sterka menn, líkt og Alfreð sem var og er mikill maður. Það er spurning hvort ekki þurfi átak hér heima í að finna hávaxna stráka og koma þeim í æfingu hjá yngri flokkun- um, því okkur vantar svona sleggjur,“ segir Óskar Bjarni. Markvarslan hefur löngum ver- ið vandræðastaða í íslenska lands- liðinu og þá fyrst og fremst vegna þess að stöðugleika hefur vantað. „Ég held að Roland komi inn og hann og Birkir eigi eftir að standa sig ágætlega, það er kominn meiri stöðugleiki í markvörsluna og það er gott,“ segir Óskar Bjarni og bætti því við að nú sé Birkir Ívar kominn að þeim tímapunkti að hann verði að fara til útlanda og reyna fyrir sér þar, enda hafi hann hæfileikana til þess. Verður vörnin nægilega góð? Það er oft sagt að til að mark- verðir geti átt góðan dag verði vörnin að standa sína plikt fyrir framan hann. Síðustu árin hefur íslenska liði leikið flata vörn, Viggó er kominn með 5-1 vörn en er ekki nauðsynlegt að vera með fleiri „leikkerfi“ í vörn líkt og í sókn? „Ég vildi í það minnsta sjá einhver fleiri afbrigði af vörn hjá liðinu. Ég óttast dálítið varnar- leikinn. Það er erfitt að standa vörnina í 60 mínútur og vera síðan skytta í sókninni. Annars held ég að gengi liðsins velti mikið á vörn, markvörslu, meiðslum og hvernig Viggó nær að spila úr þeim spilum sem hann hefur á hendi. Við þjálfararnir höfum nefnilega mikið að segja,“ segir Óskar Bjarni. Íslendingar voru ekki þekktir fyrir að vera snjallir í hraðaupp- hlaupum. En nú er öldin önnur og margir á því að liðið sé eitt það besta í hraðaupphlaupum. Segjum sem svo að þetta sé satt og rétt. Hvert er þá vandamálið? Gefur það ekki augaleið að Ísland muni verða Evrópumeistari, eða leika í það minnsta um verðlaun ef heppnin er ekki með liðinu? Nei, málið er ekki alveg svona einfalt. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að þrjú lið komast upp úr hverjum riðli og taka með sér stigin. Ef Ísland verður þar á meðal mætir liðið þremur af fjór- um liðum í D-riðli en þar eru Kró- atía, Rússar, Norðmenn og Portú- galar. Það er mikilvægt að komast með eins mörg stig og hægt er úr riðlunum, en til þess þarf allt að ganga upp. Mótið hefst á fimmtudaginn og fyrir unnendur handknattleiks fer nú í hönd gósentíð því 23 leikir verða í beinni útsendingu á RÚV, níu úr riðlakeppninni og síðan 14 eftir það, meðal annars úrslita- leikurinn. Áfram Ísland! Fréttaskýring | Íslenska handboltalands- liðið heldur til Sviss á enn eitt stórmótið Óraunhæfar væntingar? Margir telja að nú sé lag hjá „strákunum okkar“ að ná enn lengra en áður Guðjón Valur verður í sviðsljósinu í Sviss. Fjórða sætið er besti árangur Íslands á EM  Handboltalandsliðið tekur nú þátt í sjöunda stórmótinu í röð, hefur verið með á öllum stórmót- um frá HM í Frakklandi 2001, þremur HM, einum Ólympíu- leikum og Evrópukeppnin sem hefst í Sviss á fimmtudaginn verður sú þriðja á þessu tímabili. Væntingarnar hafa jafnan verið miklar en árangurinn upp og of- an, bestur á EM 2002 þegar liðið varð í 4. sæti og árið eftir í 7. sæti á HM. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Á ÞRIÐJA hundrað manns sótti stofn- og kynningarfund á starfsemi Ljóssins, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöðvar fyrir krabbameins- greinda og aðstandendur þeirra, sem haldinn var í Neskirkju á föstu- dag. Ljósið er ný þjónusta fyrir krabbameinsgreinda og aðstand- endur þeirra, en þar er lögð áhersla á að skapa hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft þar sem mannlegar áherslur eru í fyrirrúmi og fólki finn- ur að það er velkomið. Nú er þar boðið upp á einstaklings- og hópa- starf í samvinnu með iðjuþjálfa, gestakennara og sjálfboðaliða. Að- staða Ljóssins er í safnaðarheimili Neskirkju. Að sögn Ernu Magnúsdóttur iðju- þjálfa, sem hefur yfirumsjón með starfi Ljóssins, er mikil þörf fyrir starfsemi eins og Ljósið býður upp á, m.a. vegna þess að þjónusta sem stuðlar að því að auka virkni og þátt- töku einstaklingsins í þjóðfélaginu eftir baráttu við krabbamein ætti að vera jafn mikilvægur þáttur krabba- meinsmeðferðar og t.d. lyfjameð- ferð. Þá ýti það að fá tækifæri til að takast á við verkefni sem hafi gildi og þýðingu fyrir hinn krabbameins- greinda undir að hann sé fyrr fær um að taka þátt í því lífi sem hann lifði áður. Ennfremur kveður Erna eflingu á virkni og lífsgæðum hins krabbameinsgreinda hafa áhrif á lífsgæði annarra fjölskyldumeðlima. Samtalshópur og slökun „Eins og staðan er í dag er opið hér fjóra daga í viku,“ segir Erna og bætir við að verið sé að leita að fjár- magni til að geta haft opið alla virka daga. Meðal þeirrar starfsemi sem fer fram í Ljósinu er jóga tvisvar í viku. Þá er samtalshópur og slökun einu sinni í viku og opið handverkshús einu sinni í viku auk þess sem kyrrð- arstundir í kirkjunni á miðvikudög- um eru nýttar af aðstandendum Ljóssins. „Það er mikið félagslegt samneyti, samhugur og styrkur milli einstaklinganna sem sækja Ljósið en það er fólki mjög nauðsynlegt þegar það lendir í þessari aðstöðu,“ segir Erna. „Hugmyndafræðin byggist á því að fólkið sjálft kemur með þarfirnar og hugmyndirnar til mín og í sam- einingu byggjum við upp þetta starf. T.d. erum við að fara af stað með nýjan hóp fyrir ungt fólk sem á lítil börn og þar hef ég fengið til liðs við mig þrjár ungar konur úr Krafti, fé- lagi ungra krabbameinssjúklinga, sem eiga allar lítil börn. Þær koma með þarfagreiningu um hvað væri gott að fá stuðning við eða fræðast um og hvernig við ætlum að byggja þann hóp upp.“ Erna segir enga yfirbyggingu vera hjá Ljósinu og sé það tiltölulega ódýr lausn fyrir þjóðfélagið „Þetta sparar ef til lengri tíma er litið, vegna þess að með því að leyfa fólki að vera virkt á þessu erfiða tímabili er það fljótara að komast aftur út í lífið og það spornar við því að fólk þurfi að fara á örorku,“ segir Erna. Grasrótarstarf fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur Morgunblaðið/Kristinn Aðstandendur Ljóssins glöddust við afar góða mætingu á stofnfundi miðstöðvarinnar á föstudag. Ljósið hefur starfsemi í safnaðarheimili Neskirkju Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is MEÐ tilkomu nýrra rafrænna að- gangskorta á skíðasvæðunum í Reykjavík verður skoðað hvort hægt verði að bjóða fólki upp á að kaupa kvöldkort eða hálfsdagskort á svæðin, að sögn Grétars Halls Þórissonar, forstöðumanns Skíða- svæða höfuðborgarsvæðisins. Fólk sem fór á skíðasvæðin um síðustu helgi en kom ekki þangað fyrr en seinnihluta dags var ósátt við að þurfa að festa kaup á korti sem gild- ir allan daginn. Grétar segir að undanfarin fjögur til fimm ár hafi ekki verið seld kort sem gilda hluta úr degi á skíðasvæð- in og enn lengra sé liðið frá því hætt var að selja einstaka miða í lyfturn- ar. Hið nýja rafræna kerfi bjóði hins vegar upp á ýmsa möguleika, sem ekki hafi verið fyrir hendi vegna uppgjörsmála meðan notast var við aðgangspassa í formi límmiða sem festir voru á úlpur skíðaiðkenda. Nú er að mestu hætt að nota slíka passa, en þeir verða þó í notkun í Skálafelli út veturinn. Hægt að selja kort eftir veðri „Við erum að byrja með nýja, raf- ræna kerfið og höfum ekki tekið það allt í notkun en í framtíðinni verður hægt að búa til ýmsar verðeiningar. Til dæmis verður hægt að selja kort eftir veðri, vera með eitt kort á landsvísu eða taka upp punktakerfi þar sem fólk kaupir inneign á kort sín sem það getur svo notað að vild,“ nefnir Grétar sem dæmi. „Það eru margir möguleikar í þessu, en kerfið er nýtt og ekki búið að ákveða hvað verður gert,“ bætir hann við. Grétar segist ekki gera ráð fyrir öðru en að núverandi fyrirkomulag muni gilda út veturinn. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um ann- að,“ segir hann. Hann kveðst sammála því að það sé mikið að þurfa að greiða fullt dagsverð komi fólk á skíðasvæðin skömmu fyrir lokun. „Á móti höfum við stillt verði árskorta verulega í hóf, en það kostar 10.000 fyrir börn en 18.500 fyrir fullorðna. Eftir um það bil 10 skipti er fólk því búið að borga þau upp,“ segir hann. Hugsanlega boðið upp á kvöldkort á skíðasvæðunum Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.