Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Golden Globe-hátíðin varhaldin í vikunni í Holly-wood í 63. skiptið en þar verðlauna erlendir blaðamenn og kvikmyndaspekúlantar þær kvik- myndir og sjónvarpsþætti sem að þeirra mati hafa staðið upp úr á árinu. Hátíðin hefur oft þótt gefa góðar vísbendingar um árangur kvikmynda á Óskarsverðlaunahá- tíðinni sem fram fer eftir rúman mánuð en Óskarinn telst enn vera áhrifamesta verðlaunahátíð heims á sviði kvikmynda Þar sem Golden Globe tekur bæði til kvikmynda og sjónvarps hefur hátíðin ávallt verið setin fleiri stjörnum en Óskarinn. Á henni er ennfremur borðhald þar sem boðið er upp á mat og léttvín og það hefur í gegnum árin skapað frjálslega stemningu í kringum verðlaunahátíðina. Harrison Ford rétti til að mynda aðstoðarmanni sínum á sviðinu hvítvínsglasið sitt áður en hann opnaði umslagið sem geymdi nafn verðlaunahafans – eitthvað sem mun seint sjást á Ósk- arnum.    En þrátt fyrir þetta afslappaðaandrúmsloft á hátíðinni var alvarlegri umræða í gangi bak- sviðs og við borðhaldið, þ.e.a.s. ef eitthvað er að marka frásagnir er- lendra fjölmiðla. Í stað hinnar hefðbundnu Hollywood-umræðu um kjólasídd og bindishnúta, sner- ust umræðuefnin að þessu sinni um fordóma í garð samkynhneigðra, hlutverk kvikmynda í þjóðfélags- umræðunni og það hvort að leið- togi hins frjálsa heims ætti skilið að verða ákærður fyrir embættis- glöp í starfi. Í fyrstu hljómar svona frásögn af þjóðfélagslegri vitund ríka og fræga fólksins í Hollywood eins og nútímaútgáfa af næmum félags- skilningi Maríu Antoinette en þeg- ar kvikmyndalandslagið í Banda- ríkjunum er skoðað af alvöru og í ljósi þeirra kvikmynda sem verð- launaðar voru, er ekki hægt að neita því að bæði pólitísk og fé- lagsleg vakning virðist vera að eiga sér stað í Hollywood.    Tveir karlkyns kúrekar fellahugi saman á fjallinu Broke- back í Wyoming-ríki, er söguþráð- ur kvikmyndarinnar sem hlaut flest verðlaun á Golden Globe í ár. Kvikmyndin hefur vakið miklar deilur í Bandaríkjunum, sér í lagi í mormónafylkinu Utah, þar sem mörg kvikmyndahús neituðu að taka myndina til sýningar. Önnur verðlaunamynd sem fjallar um samkynhneigð að miklu leyti, var Capote sem er byggð á ævi hins lit- ríka og samkynhneigða rithöf- undar Truman Capote og ef þessar tvær voru ekki nægar til að hrikta í stoðum hinna íhaldssömu Banda- ríkja þá var aðalleikkona Trans- america, Felicity Huffman, verð- launuð fyrir bestan leik í aðal- hlutverki í kvikmynd sem fjallar um afleiðingar kynskiptiaðgerðar. (Óneitanlega sérstakt hafandi það í huga að stærsta myndin árið á undan fjallaði um Hobbitana Fróða og Sám sem leitast við að kasta töfrahring ofan í iður eldfjalls í landinu Mordor.)    En það voru líka hápólitískarmyndir sem hlutu náð fyrir augum hinnar 84 sæta dómnefndar erlendra blaðamanna. George Clooney fékk verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki í myndinni Syriana sem tekur meðal annars á pólitískri spillingu, olíuiðnaðinum og bandarísku leyniþjónustunni og Clooney var þar að auki tilnefndur fyrir mynd sína Good Night, and Good Luck sem fjallar um pólitísk endalok öldungadeildarþingmanns- ins Joseph McCarthy sem ofsótti pólitíska andstæðinga sína á sjötta áratug seinustu aldar. Leikkonan Rachel Weiss fékk síðan verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Constant Gardener en sú mynd deilir á óforskamm- aðar viðskiptaaðferðir lyfjafyrir- tækja í alþjóðavæddum heimi. (Annar áhugaverður punktur í þessu samhengi er að King Kong, nýjasta mynd Peters Jackson, hins sama og leikstýrði Hringadrótt- inssögu, var meira eða minna hunsuð af dómnefndinni.)    Hvort að þessi tiltekna GoldenGlobe-hátíð í ár sé vísbending um að bitur raunveruleikinn sé að ýta ævintýraheiminum út af borð- inu í Hollywood, verður tíminn að leiða í ljós. Hafa verður í huga að myndirnar sem verðlaunaðar voru í vikunni gefa okkur í raun og veru aðeins innsýn í kvikmyndaiðnaðinn eins og hann leit út fyrir 18 mán- uðum eða svo, þegar framleiðslan á myndunum hófst. Það verður samt sem áður að teljast ákveðin yfirlýsing hjá hinni siðvöndu Aka- demíu© að grínarinn Jon Stewart sem haldið hefur úti pólitískum ádeiluþætti í bandarísku sjónvarpi undanfarin ár, hafi verið valinn til að kynna 77. Óskarshátíðina sem fram fer hinn 5. mars næstkom- andi. „Leyfið þeim að borða … popp!“ ’[Í því ljósi …] er ekkihægt að neita því að bæði pólitísk og fé- lagsleg vakning virðist vera að eiga sér stað í Hollywood.‘ AF LISTUM Höskuldur Ólafsson Reuters George Clooney í hlutverki sínu í kvikmyndinni Syriana. hoskuldur@mbl.is Heath Ledger og Jake Gyllenhaal leika kúrekana í Brokeback Mountain. Philip Seymor Hoffman í hlutverki Truman Capote. FYRSTA SÝNING: FÖSTUDAGINN 27. JANÚAR,VERIÐ AÐ SELJA ÓSÓTTAR PANTANIR ÖNNUR SÝNING: LAUGARDAGINN 28. JANÚAR, ÖRFÁ SÆTI LAUS 5 DAGAR Í THE SHNEEDLES! 20% afsláttur til allra með GSM númer hjá Símanum. Jólagjöfin í ár er að gráta af hlátri 27. janúar Þett'er SHNIIIILLD!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.