Morgunblaðið - 22.01.2006, Síða 68

Morgunblaðið - 22.01.2006, Síða 68
68 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Golden Globe-hátíðin varhaldin í vikunni í Holly-wood í 63. skiptið en þar verðlauna erlendir blaðamenn og kvikmyndaspekúlantar þær kvik- myndir og sjónvarpsþætti sem að þeirra mati hafa staðið upp úr á árinu. Hátíðin hefur oft þótt gefa góðar vísbendingar um árangur kvikmynda á Óskarsverðlaunahá- tíðinni sem fram fer eftir rúman mánuð en Óskarinn telst enn vera áhrifamesta verðlaunahátíð heims á sviði kvikmynda Þar sem Golden Globe tekur bæði til kvikmynda og sjónvarps hefur hátíðin ávallt verið setin fleiri stjörnum en Óskarinn. Á henni er ennfremur borðhald þar sem boðið er upp á mat og léttvín og það hefur í gegnum árin skapað frjálslega stemningu í kringum verðlaunahátíðina. Harrison Ford rétti til að mynda aðstoðarmanni sínum á sviðinu hvítvínsglasið sitt áður en hann opnaði umslagið sem geymdi nafn verðlaunahafans – eitthvað sem mun seint sjást á Ósk- arnum.    En þrátt fyrir þetta afslappaðaandrúmsloft á hátíðinni var alvarlegri umræða í gangi bak- sviðs og við borðhaldið, þ.e.a.s. ef eitthvað er að marka frásagnir er- lendra fjölmiðla. Í stað hinnar hefðbundnu Hollywood-umræðu um kjólasídd og bindishnúta, sner- ust umræðuefnin að þessu sinni um fordóma í garð samkynhneigðra, hlutverk kvikmynda í þjóðfélags- umræðunni og það hvort að leið- togi hins frjálsa heims ætti skilið að verða ákærður fyrir embættis- glöp í starfi. Í fyrstu hljómar svona frásögn af þjóðfélagslegri vitund ríka og fræga fólksins í Hollywood eins og nútímaútgáfa af næmum félags- skilningi Maríu Antoinette en þeg- ar kvikmyndalandslagið í Banda- ríkjunum er skoðað af alvöru og í ljósi þeirra kvikmynda sem verð- launaðar voru, er ekki hægt að neita því að bæði pólitísk og fé- lagsleg vakning virðist vera að eiga sér stað í Hollywood.    Tveir karlkyns kúrekar fellahugi saman á fjallinu Broke- back í Wyoming-ríki, er söguþráð- ur kvikmyndarinnar sem hlaut flest verðlaun á Golden Globe í ár. Kvikmyndin hefur vakið miklar deilur í Bandaríkjunum, sér í lagi í mormónafylkinu Utah, þar sem mörg kvikmyndahús neituðu að taka myndina til sýningar. Önnur verðlaunamynd sem fjallar um samkynhneigð að miklu leyti, var Capote sem er byggð á ævi hins lit- ríka og samkynhneigða rithöf- undar Truman Capote og ef þessar tvær voru ekki nægar til að hrikta í stoðum hinna íhaldssömu Banda- ríkja þá var aðalleikkona Trans- america, Felicity Huffman, verð- launuð fyrir bestan leik í aðal- hlutverki í kvikmynd sem fjallar um afleiðingar kynskiptiaðgerðar. (Óneitanlega sérstakt hafandi það í huga að stærsta myndin árið á undan fjallaði um Hobbitana Fróða og Sám sem leitast við að kasta töfrahring ofan í iður eldfjalls í landinu Mordor.)    En það voru líka hápólitískarmyndir sem hlutu náð fyrir augum hinnar 84 sæta dómnefndar erlendra blaðamanna. George Clooney fékk verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki í myndinni Syriana sem tekur meðal annars á pólitískri spillingu, olíuiðnaðinum og bandarísku leyniþjónustunni og Clooney var þar að auki tilnefndur fyrir mynd sína Good Night, and Good Luck sem fjallar um pólitísk endalok öldungadeildarþingmanns- ins Joseph McCarthy sem ofsótti pólitíska andstæðinga sína á sjötta áratug seinustu aldar. Leikkonan Rachel Weiss fékk síðan verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Constant Gardener en sú mynd deilir á óforskamm- aðar viðskiptaaðferðir lyfjafyrir- tækja í alþjóðavæddum heimi. (Annar áhugaverður punktur í þessu samhengi er að King Kong, nýjasta mynd Peters Jackson, hins sama og leikstýrði Hringadrótt- inssögu, var meira eða minna hunsuð af dómnefndinni.)    Hvort að þessi tiltekna GoldenGlobe-hátíð í ár sé vísbending um að bitur raunveruleikinn sé að ýta ævintýraheiminum út af borð- inu í Hollywood, verður tíminn að leiða í ljós. Hafa verður í huga að myndirnar sem verðlaunaðar voru í vikunni gefa okkur í raun og veru aðeins innsýn í kvikmyndaiðnaðinn eins og hann leit út fyrir 18 mán- uðum eða svo, þegar framleiðslan á myndunum hófst. Það verður samt sem áður að teljast ákveðin yfirlýsing hjá hinni siðvöndu Aka- demíu© að grínarinn Jon Stewart sem haldið hefur úti pólitískum ádeiluþætti í bandarísku sjónvarpi undanfarin ár, hafi verið valinn til að kynna 77. Óskarshátíðina sem fram fer hinn 5. mars næstkom- andi. „Leyfið þeim að borða … popp!“ ’[Í því ljósi …] er ekkihægt að neita því að bæði pólitísk og fé- lagsleg vakning virðist vera að eiga sér stað í Hollywood.‘ AF LISTUM Höskuldur Ólafsson Reuters George Clooney í hlutverki sínu í kvikmyndinni Syriana. hoskuldur@mbl.is Heath Ledger og Jake Gyllenhaal leika kúrekana í Brokeback Mountain. Philip Seymor Hoffman í hlutverki Truman Capote. FYRSTA SÝNING: FÖSTUDAGINN 27. JANÚAR,VERIÐ AÐ SELJA ÓSÓTTAR PANTANIR ÖNNUR SÝNING: LAUGARDAGINN 28. JANÚAR, ÖRFÁ SÆTI LAUS 5 DAGAR Í THE SHNEEDLES! 20% afsláttur til allra með GSM númer hjá Símanum. Jólagjöfin í ár er að gráta af hlátri 27. janúar Þett'er SHNIIIILLD!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.