Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EINHVERN tímann var sagt að góðir hlutir gerðust hægt. Það eru kannski orð að sönnu og þó? Nú á dögunum mælti forsætisráðherra fyrir frumvarpi um réttindi samkynhneigðra. Hér er um stóran lagabálk að ræða, enda betr- umbætur mikilvægar á mörgum sviðum og margt sem laga þurfti. Með frumvarpi þessu er afnumið aldagamalt misrétti sem hommar og lesbí- ur hafa mátt búa við og allir skulu nú vera jafnir fyrir lögum, óháð trúarbrögðum, kynhneigð, litarhætti o.s.frv. eins og segir í Stjórnarskrá Íslands. Þetta eru auðvitað stórmerkileg tíðindi þó svo að flestir í samfélag- inu séu þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða sjálfsögð mannrétt- indi sem löngu hefðu átt að vera komin til framkvæmda. Það frum- varp sem nú liggur fyrir þinginu á sér auðvitað sögu, eins og flest mikilvæg réttindamál. Með lög- unum um staðfesta samvist 1996 náðist fram mikil viðurkenning á réttindum samkyn- hneigðra, mikil á þeim tíma, en ljóst var þá að margt var enn óunnið. Það var áfangasigur og hann má ekki vanmeta, heldur ber okkur að líta á hann sem mik- ilvægasta hlekkinn í baráttunni fyrir full- um mannréttum homma og lesbía. Misréttið afhjúpað Til að komast að raun um hvort og þá hvaða munur væri á réttarstöðu gagnkyn- hneigðra og samkynhneigðra í sambúð óskaði ég eftir skýrslu á Alþingi um þau mál. Þegar skýrsl- an lá fyrir árið 2000 kom berlega í ljós hversu veik staða samkyn- hneigðra í rauninni var. Staðan var miklu veikari en við héldum. Því háttar nefnilega svo hér á landi, ólíkt mörgum öðrum lönd- um, að óvígð sambúð færir fólki ýmis réttindi. Þegar þetta allt var skoðað í samhengi kom í ljós að samkynhneigðir gátu í engu notið þeirra réttinda sem öðrum voru færð í slíkri sambúð. Samkyn- hneigðir gátu einfaldlega ekki skráð sig í sambúð! Í kjölfar niðurstaðna úr þessari skýrslu lagði ég fram þingsálykt- unartillögu á Alþingi ásamt flutn- ingsmönnum frá öllum stjórn- málaflokkum þess efnis að skipa nefnd til að kanna réttarstöðu samkynhneigðra og gera tillögur til úrbóta þar sem nefndin taldi þörf á. Í þessum vinnuhópi áttu sæti fulltrúar fjögurra ráðuneyta og Samtakanna ’78 auk formanns sem forsætisráðuneytið skipaði. Það er skemmst frá því að segja að þegar skýrsla nefndarinnar birtist, stóð þar svart á hvítu hvað þyrfti að laga og betr- umbæta í hinum ýmsu lögum til þess að jafna stöðu samkyn- hneigðra og gagnkynhneigðra. Niðurstaðan var afar skýr og ótvíræð og það frumvarp sem nú liggur fyrir og er nú í meðförum allsherjarnefndar er afrakstur þessarar vinnu. Þverpólitík samstaða er um málið á hinu háa Alþingi og hefur verið afar ánægjulegt að koma að vinnslu þessa máls á öllum stigum þess. Trúin, efinn og heimildin… Þegar forsætisráðherra mælti fyrir málinu kynnti ég „litla“ breytingartillögu þess efnis að trúfélögum og vígslumönnum þeirra yrði veitt heimild til þess að gefa saman (blessa, staðfesta, gifta o.s.frv.) samkynhneigð pör sem óskuðu eftir slíku. Breyting- artillagan er við lög um staðfesta samvist, en þar í lagatexta segir að hjúskaparlög eigi ekki við um þessa þætti vegna staðfestrar samvistar. Breytingartillagan fékk afar góðan hljómgrunn, því ef slíkt yrði heimilt þá gætu t.d. ásatrúarmenn, Fríkirkjan, búdd- istar og aðrir söfnuðir fram- kvæmt slíkar athafnir ef þeir ósk- uðu, en nú er þeim slíkt ekki heimilt samkvæmt lögum!!! Aðalatriðið er að þessi heimild verði inni í lögunum og því mik- ilvægt að tillagan komi fram við vinnslu málsins og einnig það að hún fái þinglega meðferð þegar allt málið kemur úr háttvirtri alls- herjarnefnd, hvernig svo sem at- kvæðagreiðsla um þessa tillögu mun svo fara, það kemur bara í ljós. Á ekki við um þjóðkirkjuna… að sinni Þessi breytingartillaga hefur valdið miklum stormi, svo miklum að ég var hrædd um að rafmagnið færi af þjóðkirkjunni og að þar myndi ekki loga á nokkurri peru á næstu árum. En málið snýst ekki um þjóð- kirkjuna, heldur um „önnur trú- félög“ og það auðvitað ekki að ástæðulausu. Ég hef verið í góði samráði við þjóðkirkjuna og al- mennt kirkjunnar menn í þessum Sjálfsögð mannréttindi verði tryggð með lögum Guðrún Ögmundsdóttir fjallar um breytingartillögu við lög um staðfesta samvist ’Þverpólitík samstaðaer um málið á hinu háa Alþingi og hefur verið afar ánægjulegt að koma að vinnslu þessa máls á öllum stigum þess.‘ Guðrún Ögmundsdóttir SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali ,,u Einstaklega falleg og glæsileg, mikið end- urnýjuð 4ra herbergja endaíbúð á efstu hæð í litlu fjölbýli á fallegum og rólegum stað í Fossvoginum. Mikið og fallegt út- sýni. Stórar suðursvalir. Íbúðin skiptist í: anddyri, hol, stofu, þrjú svefnherbergi, eld- hús og baðherbergi. Gólfefni íbúðarinnar eru fallegar FLÍSAR á holi, eldhúsi og bað- herbergi, IRACO parket á öðrum gólfum. V. 22,5 m. 7146 HÖRÐALAND - FOSSVOGUR ,,u Glæsilegt 269 fm raðhús á tveimur hæð- um, gott útsýni. Í húsinu eru 4 góð her- bergi og mjög stórt herbergi með eldhúsi, stór stofa og tvö baðherbergi, tvöfaldur bílskúr o.fl. Mjög góð staðsetning. V. 46 m. 7140 GRÆNIHJALLI ,,u Einbýlishús timbur á einni hæð 159 fm staðsett innst í botnlangagötu. Góður garður með skjólveggjum og verönd o.fl. Í húsinu eru 5 svefnherbergi, stór stofa o.fl. Áhugaverð eign. V. 36 m. 7145 BARÐAVOGUR ,,u Fallegt og vel staðsett raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Í húsinu eru 3 góð svefnherbergi, rúmgóð stofa o.fl. Skjólsæll garður með stórri timburverönd. V. 39 m. 7138 FJALLALIND - Á EINNI HÆÐ ,,u Mjög fallegt og mikið endurnýjað um 200 fm einbýli við Bollagarða - gott útsýni. Húsið er hæð og ris með innbyggðum bíl- skúr. Niðri eru stofur, eldhús og þvottahús og uppi 4 stór svefnherbergi og sjónvarps- hol o.fl. Vandaðar nýlegar innréttingar og gólfefni. Mikið útsýni til norðurs yfir Flóann. 6921 SELTJARNARNES - GLÆSILEGT ,,u Mjög vel staðsett 195,1 fm raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Í húsinu eru m.a. 4 svefnherbergi, stórar stofur og garðskáli. Glæsilegt útsýni. Til afhending- ar fljótlega. V. 42,5 m. 7076 ÞRASTARLUNDUR - GARÐABÆR ,,u Mjög falleg 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi. Íbúðin er 79,2 fm auk þess góð sérgeymsla. Íbúðin er mjög rúmgóð og þvottahús í íbúðinni. Sérinngangur. V. 16,9 m. 7067 STIGAHLIÐ - SÉRINNGANGUR ,,u Falleg og vel staðsett 98 fm, 3ja herb. íbúð í tveggja hæða húsi auk 28 fm bílskúrs. Sérinngangur. Gott útsýni og stutt í þjón- ustu. Stutt í afhendingu ef óskað er. V. 28 m. 7006 GARÐATORG - 60 ÁRA OG ELDRI Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 ,, Glæsilegt 320 fm einbýlishús staðsett innst í lítilli botnlangagötu. Húsið er tveggja hæða og allt hið glæsilegasta, nýlegar innréttingar og gólfefni. Falleg lóð með stórri hellulagðri verönd. 7016 BAUGATANGI - SKERJAFIRÐI Til sölu ein best staðsetta lóðin í Akralandi í Garðabæ ásamt teikningum af um 360 fm sérlega glæsilegu einbýlishúsi teiknuðu af Loga Má Einarssyni. JAFNAKUR 7 - AKRALANDI Sjá nánar á www. gardatorg.is og skipulag á www.akraland.is Sölumaður : Þórhallur síma 896-8232. EIÐISTORG Gott u.þ.b. 175 fm atvinnuhús- næði með sérinngangi við verslun- armiðstöðina í Eiðistorgi. Eignin skiptist m.a. í gang, snyrtingu, va- skahús, tvö herbergi og alrými / sal. Eignin er laus strax. Eignin hentar vel fyrir ýmiss konar rekstur sem þarf að hafa séraðkomu, s.s. jóga, leikfimi, snyrtistofur o.fl. V. 25,0 m. 5549 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali HEIÐVANGUR - Á EINNI HÆÐ Um er að ræða 161,2 fm einbýli á einni hæð ásamt 63,6 fm bílskúr sem er á tveimur hæðum. Húsið er byggt árið 1973 og er steinsteypt. Eignin skiptist í forstofu, snyrtingu, eldhús, borðstofu, stofu, fjögur herbergi, þvottahús og baðher- bergi. Húsið er nánast allt upp- runalegt og komin tími til að endurnýja það í takt við nýja tíma. Húsið er laust við kaupsamning. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.