Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ H vernig lítur manneskja út sem ákvað að Ísland væri staðurinn sem hún vildi búa á, fluttist hingað búferlum alla leið frá New York og þykir hafa sýnt einstaka djörfung og dug í félagsmál- um? Ég er spennt að komast að svarinu og finn það í stigagangi í Æsufelli. Ég er búin að hringja á vitlausa bjöllu þegar dyrnar opnast. „Það er hérna uppi!“ heyrist af hæðinni fyrir ofan. Hope Knútsson heilsar glaðlega. Hún er í litríkri peysu, bleikum sokkabux- um og brosir út að eyrum. Það er eitt- hvað hressilegt við hana. Útsýnið út um stofugluggann er stórkostlegt. Reykjavík blasir við af hæðinni og þarna eru bæði Esjan og Akranes. Hér hefur Hope búið allan sinn tíma á Íslandi. Kannski er það einmitt þegar maður virðir fyrir sér svona útsýni sem manni dettur í hug að stofna hin og þessi félög og bæta heiminn. Kannski ekki. „Ég hef mikla trú á að við getum breytt bæði sjálfum okkur og sam- félaginu,“ segir Hope, horfir út um gluggann og viðurkennir að þegar hún finni fyrir óréttlæti fyllist hún mikilli þörf til að breyta því. „Nú, og þá vinn ég einfaldlega að því,“ segir hún eins og ekkert sé eðlilegra. Síðan bætir hún glettin við: „Það er í raun óskynsamlegt að kvarta yfir hinu og þessu ef menn eru síðan ekki tilbúnir að gera neitt til að breyta því. Þá eru þeir bara neikvæðir. Viðkvæðið hér á landi er svo oft: Það þýðir ekkert! Það þýðir ekkert að kvarta, það þýðir ekk- ert að ætla að breyta einhverju. Ég skil ekki þessa neikvæðni. Ef hægt er að breyta einhverju þá er það á Ís- landi, þar sem allt er svo smátt! Ég skrifaði einu sinni niður á blað það sem mér fannst vera lífspeki mín og það sem ég vildi vinna eftir. Þetta urðu níu atriði, það mætti kannski kalla þetta boðorðin mín níu!“ segir Hope og hlær. „Eitt þeirra er að breytingar séu af hinu góða og að þær opni einfaldlega nýja möguleika. Ann- að er að það er líklegra að eitthvað já- kvætt gerist ef ég tek af skarið en ef ég sit hjá og bíð. Ég sjálf get látið hlutina gerast!“ Hope sest brosandi í sófann og út- skýrir að það sem hún stundi sé sósíal aktívismi eða aðgerðarstefna, eins og hún kallar það líka. „Á Íslandi er stundum eins og fólki finnist skrýtið að vera aðgerðasinni. Aktívistar eða aðgerðarsinnar hafa oft neikvæðan stimpil og eru gjarnan tengdir við óeirðir.“ Ísland paradís á jörðu Aktívistinn Hope Knútsson er komin yfir sextugt. Hún er fædd árið 1943 í Brooklyn í New York, dóttir hjónanna Jack Emanuel Loewenstein og Ruth Haskell. Hún á systurnar Bonnie og Lindu sem búa í New York en fluttist sjálf hingað til lands á átt- unda áratugnum og fór fljótlega að láta til sín taka. „Það má segja að á sjöunda ára- tugnum hafi orðið vakning hjá mér. Ég var stöðugt að mótmæla einhverju – mótmælti kjarnorkuvopnum, kjarn- orkuverum, lélegu heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum sem mér fannst þá afskaplega óréttlátt en er margfalt verra í dag, stríðinu í Víetnam og fleiru og fleiru. Mér fannst óþægilegt að búa í samfélagi þar sem jafnmikið óréttlæti viðgekkst og í Bandaríkjun- um,“ segir Hope. Árið 1969 dró til tíðinda. Hope fór í sex vikna ferðalag frá Bandaríkjun- um til meginlands Evrópu og þurfti að millilenda á Íslandi. „Ég flaug með Loftleiðum sem þá var þekkt sem hálfgert hippaflugfélag og var með gítarinn minn með mér. Í stoppinu á Íslandi fór ég meðal annars Gullna hringinn. Ég varð bókstaflega ást- fangin af Íslandi, sem mér fannst líta út eins og önnur pláneta. Það var frá- bært að koma til lands þar sem skatt- peningar landsmanna voru ekki not- aðir í vopnaframleiðslu eða þjálfun til að drepa. Ég dáðist sömuleiðis að heilbrigðiskerfinu. Ef þú veikist í Bandaríkjunum geturðu nefnilega tapað öllu sparifénu þínu á einu bretti. Bandaríkin eru eina ríkið á Vestur- löndum sem eru með svona óréttlátt heilbrigðiskerfi. Ég sagði stanslaust við sjálfa mig: „Vá, en heilbrigt um- hverfi til að ala upp börn í samanburði við Bandaríkin!“ Á þessum tíma átti ég hvorki mann né börn en langaði að búa í sósíalísku lýðræðissamfélagi eins og þessu. Frá Íslandi hélt ég áfram til meginlands Evrópu en velti stanslaust fyrir mér, þær 6 vikur sem ég var þar, hvernig væri að búa á Ís- landi,“ segir Hope og bætir við: „Mér fannst landið í rauninni vera eins og paradís á jörð.“ Leitin að víkingnum Þegar þarna var komið við sögu hafði Hope lokið BA prófi í heimspeki og sálfræði í New York og tekið mast- erspróf í iðjuþjálfun. Iðjuþjálfar veita margvíslega heilbrigðis- og fé- lagsþjónustu og stuðla að virkri þátt- töku fólks í samfélaginu, til dæmis fatlaðra og fólks með geðsjúkdóma. Eftir kynnin af Íslandi var Hope for- vitin að vita hvort hér vantaði iðju- þjálfa. Við heimkomu til Bandaríkj- anna skrifaði hún íslenska heil- brigðisráðuneytinu bréf. „Ég fékk strax svar og þar stóð að á Íslandi vantaði ekki einungis iðju- þjálfa heldur einnig iðjuþjálfaskóla! Ég var spurð hvort ég vildi ekki koma sem fyrst, helst í gær, stofna náms- braut og vera brautryðjandi í faginu. Mér fannst þetta heillandi og spenn- andi og ákvað að slá til eftir að hafa kannað landið betur í þriggja vikna ferð sumarið eftir,“ segir Hope og bætir sposk við að í framhaldinu hafi hún tekið að leggja leið sína á Kenn- edy-flugvöll í New York. „Ég fór að hanga hjá Loftleiðum og spurði íslenska starfsfólkið á vellinum sífellt hver ætlaði að kenna mér ís- lensku því ég ætlaði til Íslands. Fólk spurði hvort ég væri snarvitlaus eða hvað … Einu sinni sagði ég að fyrst ég ætlaði að flytja til Íslands hefði ég áhuga á að fara á stefnumót með vík- ingi. Nokkrum vikum seinna, þegar ég var aftur í heimsókn á vellinum, gekk inn hávaxinn flugvirki sem vann hjá Loftleiðum. Allir hrópuðu: „There is one for you!“ Hann sneri sér við og spurði: „Ha, one what?!“ Allir hróp- uðu að ég væri að leita að víkingi. Og viti menn, ári seinna vorum við gift …“ Sá heppni var Einar Knútsson og þau hjónakorn giftu sig árið 1971. Það er víst hægt að breyta Morgunblaðið/Árni Sæberg Hope Knútsson flutti til Íslands árið 1974. „Mér fannst óþægilegt að búa í samfélagi þar sem jafnmikið óréttlæti viðgekkst og í Bandaríkjunum,“ segir hún. Baráttukonan Hope Knúts- son flutti frá Bandaríkjunum til Íslands fyrir meira en 30 árum. Hún hefur unnið öt- ullega að félagsmálum hér á landi og hefur að leiðarljósi að öllu megi breyta til batn- aðar. Finnist Hope vanta þrýstihóp eða félag stofnar hún það einfaldlega og vílar ekki fyrir sér að gegna for- mennsku. Sigríður Víðis Jónsdóttir heyrði af mót- mælum í Bandaríkjunum, stefnumóti með víkingi, ís- lensku félagsstarfi og bar- áttumálum Hope. Hope Knútsson og Vigdís Finn- bogadóttir, meðan hún gegndi enn embætti forseta. Hope hafði samband við Vigdísi í baráttu sinni gegn ofbeldi. ’Ég fór að hanga hjáLoftleiðum og spurði íslenska starfsfólkið á vellinum sífellt hver ætlaði að kenna mér íslensku því ég ætlaði til Íslands. Fólk spurði hvort ég væri snarvitlaus eða hvað …‘ UM áramótin fékk Hope Knúts- son viðurkenningu frá Alþjóða- húsinu fyrir starf sitt að fé- lagsmálum. Yfirskrift viðurkenn- ingarskjalsins var Vel að verki staðið. Tiltekið var að viðurkenn- ing þessi væri veitt einstaklingi af erlendum uppruna sem lagt hefði meira af mörkum til samfélagsins en almennar kröfur gerðu ráð fyrir. Álit dómnefndar var að Hope Knútsson hefði sýnt ein- stakan djörfung og dug í félags- málum á Íslandi. „Hún hefur hvort tveggja verið brauðtryðjandi í félagsmálum inn- flytjenda og almennt í samfélags- málum. Hún hefur með starfi sínu verið öðrum innflytjendum fyrimynd um hvernig hægt er að láta til sín taka í samfélaginu og sigrast á margs konar hindrunum þrátt fyrir að vera fædd og upp- alin í öðru landi,“ segir í skjalinu. Sigrast á hindrunum ’Ég hélt að fólkmyndi kannski spyrja hver þessi út- lendingur væri eig- inlega að vilja þessar breytingar.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.