Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 49 UMRÆÐAN Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir Verktakar, félagasamtök, athafnafólk Til sölu er veitingahúsið Kaffi Nauthóll með öllu sem tilheyrir, til flutnings Það er ekki oft sem heil veitingahús bjóðast til brottflutnings. Þetta er tækifæri sem ætti að freista margra, því þarna er um fullbúið veitingahús að ræða sem má auðveldlega flytja nánast hvert á land sem er. Allur bún- aður til veitingareksturs getur fylgt og styttir það leiðina verulega ef menn vilja opna veitingasölu. Ekki er endilega nauðsynlegt að kaupa búnaðinn með og getur húsið þá orðið að glæsilegu sumarhúsi með lítilli fyrir- höfn. Einnig mætti hugsa húsið sem þjónustuhús við tjaldstæði eða aðra ferða- mannaþjónustu. Upplýsingar gefur Bjarni Pétursson hjá Fasteignasölunni Akkurat í síma 594 5008 og 896 3875. GRETTISGATA - LAUS STRAX Falleg og björt 53 fm 2ja-3ja her- bergja risíbúð við Grettisgötu í Reykjavík. Íbúðin skiptist þannig: stofa, herbergi, eldhús, baðher- bergi, lítið herbergi og gangur. Í kjallara er sérgeymsla. V. 12,5 m. 5493 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Kristján Ólafsson hrl. og löggildur fasteignasali www.klettur.is Glæsileg, ný 3ja herbergja 99 fm íbúð á 2. hæð í viðhaldslitlu lyftuhúsi, ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Glæný og fullbúin íbúð á góðum stað í hinu nýja Hvarfahverfi á Vatnsenda. Nýtt parket á gólfum og flísar á baðherbergi, forstofu og þvottaherbergi, lýsing í loftum frá LUMEX, gluggatjöld frá Nútíma, heimilistæki fylgja með frá Heimilistækjum (þvottavél, þurrkari, ískápur og uppþvottavél). EIGANDI VERÐUR Á STAÐNUM OG TEKUR Á MÓTI GESTUM. OPIÐ HÚS MILLI 15:00-16:00 Álfkonuhvarf 35 - SÝNINGARÍBÚÐ Þjónustuhús - Grafarvogi Laugarnes - fasteignafélag leitar eftir áhugasömum samstarfs- og rekstraraðilum að starfsemi sem hentar fyrir nýtt og glæsilegt þjónustuhús, sem áformað er að byggja að Sóleyjarima 13 í Grafarvogi, í nálægð við Spöngina. Húsnæðið verður hannað sérstak- lega með þarfir rekstraraðila/leigjenda í huga og þeirra starfsemi. Þjónustuhúsið verður 800 fm. að grunnfleti og 400 fm. á annarri hæð, með mjög góðu aðgengi og bílastæðum, mitt í nýbyggðu hverfi, rétt við Spöngina. Þjónustuhúsið hentar einkar vel fyrir: Læknastofur, tannlækna, hjúkrun, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfa, nuddstofu, líkamsrækt, mennta-, heilsu- & hollustusetur, hugrækt, félags- og sálfræðiþjónustu o.m.fl. Þá getur húsnæðið einnig hentað fyrir fjölbreytta félagsstarfsemi og afþreyingu. Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við Laugarnes ehf. - fasteignafélag Lækjartorgi 5, 101 Reykjavík, sími: 575-3700, netfang: laugarnes@laugarnes.is BÓKIN „Myndin af pabba“ er um Thelmu Ásdísardóttur, grimma æsku hennar og leit að lífsham- ingju. Í kjölfar bók- arinnar hefur Thelma verið valin maður árs- ins og er það ekki að undra því mikið hug- rekki þarf til að op- inbera sig eins og hún gerir í bókinni. Thelma Ásdís- ardóttir fer með okk- ur í ferð um uppvaxt- arárin. Fjölskyldan samanstendur af for- eldrum og fjórum systrum. Faðirinn, sem var oft atvinnu- laus, var ofstopafullur og háður áfengi og fíkniefnum. Móðirin mátti þola mikið ofbeldi af hans hálfu og Thelma og systur hennar urðu ekki einungis vitni að því. Hann misnotaði þær gróflega og átti það til að selja barnaníð- ingum „aðgang“ að þeim í skiptum fyrir vímuefni. Faðirinn hélt fjöl- skyldunni í heljargreipum hræðsl- unnar og á meðan dæturnar voru rændar æskunni var kerfið … úr- ræðalaust eins og svo oft áður. Lesandinn er leiddur í gegnum hryllinginn sem þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis mega þola. Það er átakanlegt að lesa þessa sögu og mun hún seint líða manni úr minni. Vonandi nær hún þeim tilgangi að vekja kerfið. Kerfið, sem því miður virðist vera ómann- eskjulegt og til þess fallið að þagga niður það ofbeldi sem víða á sér stað innan veggja heimilisins. Sög- unni er ætlað að „rjúfa þögnina“. Þögnina sem skýlir þessum skuggahliðum mannskepnunnar sem hikar ekki við að níðast á smábörnum til að svala sínum brengluðu fýsnum. Þessi hryllingur er til. Kannski í næsta húsi. Hvernig eigum við að verjast, uppræta, vernda … Sagan svarar mörg- um spurningum fyrir þá sem hafa efast um að þessi hryllingur væri til og um líðan fórnarlambsins, en eft- ir situr lesandinn, tár- votur með margt ósvarað. Af hverju gera menn svona? Af hverju gengur svona illa að fá barnaníðinga dæmda? Af hverju VAR kerfið svona úrræða- laust og af hverju ER kerfið úr- ræðalaust? Af hverju fyrnast svona brot með árunum þannig að níðing- arnir geta lagst óhindraðir á næstu kynslóð? Í sögunni er bjargvættur í formi Stígamóta. Þar eru fórnarlömb kynferðisofbeldis ekki dæmd held- ur aðstoðuð við sjálfshjálp. Það vakti athygli mína að sömu barna- níðingarnir koma fyrir aftur og aft- ur í umræðum á Stígamótum. Sjaldnast eru þeir kærðir nema þegar fórnarlömbin eru komin á fullorðinsaldur og þá er það of seint vegna fyrningarákvæða í hegningarlögum. Samfylkingin reyndi á alþingi að fá fyrning- arákvæðin felld niður en af óskilj- anlegum ástæðum vildi stjórn- armeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ekki samþykkja það. Mótrökin voru engin. Í stað þess að standa með fórnarlömbum kynferðisofbeldis var aðalatriðið hjá meirihlutanum að samþykkja ekki frumvarp frá minnihlutanum. Já, einkennileg er hún þessi tík. Á meðan risaeðla situr aðgerðalaus í stóli dómsmálaráðherra ganga barnaníðingar lausir og leita að nýjum fórnarlömbum. Thelma Ásdísardóttir er maður ársins 2005 og bókin hennar er skyldulesning. Barnaníðingar ganga lausir Valdimar Leó Friðriksson fjallar um bók Thelmu Ásdísardóttur, barnaníðinga og fyrningarákvæði hegningarlaga ’Það vakti athygli mínaað sömu barnaníðing- arnir koma fyrir aftur og aftur í umræðum á Stígamótum. ‘ Valdimar Leó Friðriksson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. búa þurfi í íbúðarhúsnæði þess ríkis í þeim tilvikum er snerta íbúðarhúsnæði og hefur beint því til sænska ríkisins að þarlendar reglur þess efnis verði afnumdar. Ennfremur má benda á dóm EB- dómstólsins í svonefndu Marks- &Spencer máli (C-446/03), sem snerist um samsköttun yfir landa- mæri, þ.e. hvort nýta mætti skattalegt tap m.a. í Frakklandi á móti hagnaði félagsins í Bretlandi. Ekki var það talið andstætt reglum evrópuréttar að heimaríki hefði í lögum ákvæði sem tak- markaði nýtingu skattalegs taps frá dótturfélögum í öðrum EB ríkjum. Hins vegar mættu slíkar reglur ekki fela í sér fortakslaust bann við nýtingu slíks skattalegs taps. Því á að vera unnt að nýta tap milli lögsagna í EB ef til- eknum málefnalegum skilyrðum er fullnægt. Dómurinn gæti haft áhrif á Íslandi að því leyti að ef ís- lenskt móðurfélag rekur starfsemi í dóttufélagi með skattalegu tapi í öðru ríki innan EES og ekki er hægt að nýta tapið þar og eiga þá íslenskar reglur að gera íslenska móðurfélaginu kleift að nýta tapið á móti hagnaði félagsins á Íslandi. Íslenska ríkið er skuldbundið skv. EES samningnum til þess að aðlaga íslensk skattalög að EES rétti m.a. í tilvikum sem þegar hafa fallið dómatúlkanir um á vett- vangi evrópusamstarfsins. Fram- kvæmdin virðist ekki fullnægjandi hvað varðar að hafa frumkvæði að því að aðlaga skattalög að skýrum fordæmum s.s. að þeim sem að of- an er vikið. En hvað er til ráða fyrir skattaðila sem telur íslenskar skattareglur brjóta í bága við EES rétt? Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að end- urgreiða skattaðila ofgreiddan virðisaukaskatt, sem lagður hafði verið á skv. reglum sem voru ekki samrýmanlegar EES rétti (H 477/ 2002). Skattaðili getur því stefnt íslenska ríkinu og krafist endur- greiðslu á ofgreiddum skatti. Ann- að úrræði er að hann gæti hugs- anlega krafist skaðabóta frá íslenska ríkinu vegna þess að landsréttur hafi ekki verið aðlag- aður EES rétti með fullnægjandi hætti. Þá getur skattaðili kvartað til ESA, en sú stofnun hefur eft- irlit með því að íslenska ríkið upp- fylli samningsskuldbindingar sín- ar. Af þessu má sjá að sjálfsákvörð- unarréttur íslenska ríkisins á sviði skattamála er ekki fortakslaus og að evrópuréttur hefur áhrif á ís- lenskar skattareglur, þrátt fyrir að samræming skattamála sem slíkra sé utan gildissviðs EES samningsins. Æskilegt væri að ís- lensk yfirvöld hefðu frumkvæði að nauðsynlegri aðlögun skattalaga svo ekki þurfi að reka dómsmál vegna álitaefna sem þegar liggur niðurstaða um á Evrópuvettvangi. Höfundur er lögfræðingur, for- stöðumaður í Landsbankanum og aðjúnkt í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.