Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Daníelsslippur þakkar viðskiptin síðustu 70 árin
1936-2006
E
ins og fyrr greinir var
sú tíðin að heimurinn
þekkti Chile, mjóu og
löngu landræmuna
vestan Andesfjall-
anna, aðallega fyrir að
vera föðurland Gabr-
ielu Mistral og þó enn frekar Pablos
Neruda. Þá vissi tónlistarheimurinn
vel af Claudio Arrau, einum af snill-
ingum slaghörpunnar á síðustu öld,
einnegin fólklóristanum Violetu
Parra sem miðlaði chileskri alþýðu-
tónlist og mörgu fleiru verðmætu úr
þjóðarsálinni til umheimsins.
Kannski var einangrunin einungis af
hinu góða, hún hefur sína ótvíræðu
kosti, sér í lagi á síðari tímum er
heimsvæðingin, þá einkum í formi
ruslfæðis, offitu og ásóknar í fáfengi-
leika og stundargaman, sækir
grimmilega fram og engu eirir.
Armas-torg í Santiago, Plaza de
Armas, er skýrt og sorglegt dæmi
hér um, ótvírætt um einn helgasta
reit í Santiago og öllu Chile að ræða,
svona til jafns við Þingvelli og Aust-
urvöll. Þar gnæfir dómkirkjan yfir
að vestanverðu og norðurhliðin er
sem betrekkt sígildum arkitektúr úr
fortíð, og í norðausturhorninu sér í
riddarastyttu af landnámsmannin-
um Pedro de Valdivía sem formlega
stofnaði borgina og galt seinna fyrir
með lífi sínu þegar Mapuche-indíán-
ar sem herjuðu á frumanga hennar
tóku hann til fanga og réttuðu.
Frá að herma að beggja vegna í
aflöngum gegnumgangi eftir endi-
langri suðurhlið torgsins hafa ótelj-
andi afbrigði heimsþekktra ruslfæð-
isstaða aðsetur með vörumerkin,
lógóin, sín klínd hist og her, og þar
er otað að gestum og gangandi hvers
konar freistandi tilboðum. Satt að
segja var ég dauðfeginn að komast
nokkurn veginn hólpinn í gegnum
kraðakið, engum óhollum kaloríum
ríkari sem betur fer en hugar-
ástandið hafði tekið dýfu við að lifa
þessa forsmán, hámark lágkúrunn-
ar. Reyndar má víðar sjá viðlíka
ósmekklegheit í þróaðri stórborgum,
ekki síst París, hvar ein ruslfæðis-
keðjan hefur hreiðrað um sig beint á
móti elstu og helgustu fornminjum
borgarinnar, Cluny-klaustrinu, við
breiðgötu Geira á Engi, St. Germain
des Prés.
En hér skal öðru fremur vikið að
jákvæðu hlutunum í þjóðarsálinni og
ber þá einna hæst innlit í húsin þrjú
sem Pablo Neruda reisti yfir sig; La
Sebastiana hátt yfir Valparaísó, La
Cascona í Santiago og draumahúsið í
Isla Negra, á ströndinni nokkru
sunnar, en öll hafa þau verið inn-
réttuð sem söfn til minningar um
skáldið. Þar þrífst múgsálin ekki og
þó var aðsóknin á þau öll er okkur
bar að svipuð og á tvö bestu söfn
Santiago; Forsögulega safnið og
Náttúrusögusafnið, hið síðarnefnda
hið elsta í Suður-Ameríku og til húsa
í byggingu sem hýsti alþjóðlegu sýn-
inguna 1875. Það veitir mikilsverða
innsýn í náttúru Chile sem er um
margt einstök, meðal annars getur
að líta sýnishorn af skordýrum, sem
áttu sér 300 milljón ára þróunarsögu
og voru að mér skildist þau stærstu
sem nokkru sinni hafa lifað á jörð-
inni …
Leigubílar eru með því frum-stæðara á þessum slóðum,bæði komnir til ára sinna ogsvo verða ferðamenn að
gæta sín á því að bílstjórarnir setji
ekki gjaldmælinn í hágír. Þá kemur
ósjaldan fyrir að þeir þekki ekki
áfangastaðina og eru hvorki með
uppsláttarbók/kort né kallkerfi eins
og víðast í vestrinu, skondið í landi
hins fullkomna fjarskiptakerfis.
Lenda menn því í ýmsum ævintýr-
um, eins og þegar bílstjóri setti okk-
ur niður fyrir framan lögreglustöð
hátt uppi yfir Valparaísó og sagði
hana kannski ekki hús Pablos Ner-
uda en það væri einhvers staðar í ná-
grenninu! Við inn í portið og þá var
tekið á móti okkur af tveim her-
mönnum og spurðir um erindið. Sá
þeirra sem augljóslega var yfirmað-
urinn hinn ljúfmannlegasti er hann
greindi það, enn stimamýkri er hann
fékk að vita hvaðan við værum og
tók ekki annað í mál en að undirmað-
ur sinn fylgdi okkur á staðinn. Sá tók
sprettinn inn í hús til að taka sig til
og sækja einkennishúfuna, og þann-
ig atvikaðist að við komum á staðinn
í fylgd yfirvaldsins sem þjóðhöfð-
ingjar værum. Ísland er augljóslega
komið á kortið hér og þá helst fyrir
Magnús Scheving og Latabæ, sem
nýtur mikilla vinsælda í sjónvarpinu.
Í miðjum desember var Latibær eitt
hið fyrsta sem við rákum augun í á
risaskjá í verslunarmiðstöðinni
stóru, Kringlunni þeirra hér, og
virðist enn á fullu. Að öðru leyti er
landið þeim jafn fjarlægt og Íslend-
ingum Chile, en trúlega hefur land-
inn vinninginn um einhvern slatta af
fróðleik.
Húsið La Sebastiana byggði Ner-
uda eftir að hann kvæntist þriðju
konu sinni Matilde Urrutia og var
eiginlega ekki fullgert er hann féll
frá, deildi því með góðvini sínum og
konu hans sem héldu fyrirhuguðum
endurbótum áfram. Neruda hafði
fundist húsið of stórt fyrir þau hjón
ein og bauð því vini sínum að flytja
inn, en svo skeði eftir valdatöku her-
foringjanna að því var rústað og
sömuleiðis La Chascona í Santiago,
en bæði voru endurbyggð og var La
Sebastiana opnað 1992. Í hvoru
tveggja tilvikinu hefur endurbygg-
ingin tekist mjög vel og er sem andi
skáldsins svífi þar yfir vötnum, hins
vegar var einhverra hluta vegna
ekki hróflað við draumahúsinu í Isla
Negra. Allt í þeim með menningar-
legri blæ en yfirleitt mætir gestinum
á söfnum hér og menn fá leiðsögn
um þau ef óskað er og svo má nálg-
ast mun fyllri upplýsingar í smekk-
legum sölubúðum.
Útsýnið frá La Sebastiana yf-ir byggðina fyrir neðan oghöfnina magnað og fólkiðsem var að skoða ekkert
að flýta sér. Öll húsin ævintýri á
þann veg að helst þyrfti að skrifa
heila grein um hvert eitt fyrir sig, og
þessi ræktarsemi við skáldið kemur
augljóslega við hjartað í þeim mörgu
frá öllum heimshornum sem gera sér
ferð á staðina. La Cascona er nokk-
uð öðruvísi og litríkara, staðsett í ná-
grenni dýragarðsins, samt þekkti
bílstjórinn ekki áfangastaðinn né
hliðargötuna sem húsið stendur við
Þrjú hús Pablos Neruda
SJÓNSPEGILL
Eftir Braga Ásgeirsson
Skáldgyðjan skyggnist út um glugga Neruda í draumahúsinu, Isla Negra. Inngangurinn í La Chascona, Santiago.
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Útsýni frá glugga turnhæðar La Sebastiana, Valparaiso.