Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 60
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes Svínið mitt © DARGAUD MAMMA, MÁ ÉG LOSA GÓLFPLÖTURNAR Í HERBERGINU MÍNU TIL ÞESS AÐ BÚA TIL GÖNG AUÐVITAÐ EKKI KALVIN! LÁTTU EKKI EINS OG KJÁNI AF HVERJU EKKI? VEGNA ÞESS AÐ ÞÁ KEMUR ÞÚ NIÐUR UM ELDHÚSLOFTIÐ. ÞÚ MÁTT EKKI GERA GÖNG! ALLT Í LAGI! HVERSU HLJÓÐLEGA HELDUR ÞÚ AÐ VIÐ GETUM NEGLT ÞÆR AFTUR NIÐUR? ÆÆÆ! NÚNA VERÐUR ÞAÐ ERFIÐARA. ÉG BÆTTI VIÐ SKÁL OG BOLLA LA LA ÞETTA ER NÓG ADDA ENGAR ÁHYGGJUR OG NÚ, AUGLÝSINGAR GROIN! FRÁ ÞVÍ AÐ VIÐ BYRJUÐUM HEFUR HANN ALDREI MISST NEITT ÞVÓTTAEFNI SEM GERIR ALLAN ÞVOTT HVÍTARI... MÁ ÉG BÆTA KRISTALSGLÖSUNUM HENNAR MÖMMU VIÐ? NEI! HANN ER SVO EINBEITTUR AÐ EKKERT GETUR FARIÐ ÚRSKEIÐIS ÉG VIL FÁ SVÍNAKÆFU Á BRAUÐIÐ MITT ! HEFUR HANN ALDREI BROTIÐ NEITT? HA?! GROIN!! Dagbók Í dag er sunnudagur 22. janúar, 22. dagur ársins 2006 Auknir vöruflutningar á þjóð-vegum landsins hafa skapað ákveðna hættu í umferðinni, þar sem ekki fara alltaf saman vöruflutn- ingar og akstur fólksbifreiða á þröngum þjóðvegum – og þá sérstaklega ekki á þeim tímum sem vöruflutningabifreiðar streyma frá Reykja- vík út á þjóðvegina síðdegis. Ökumenn geta aldr- ei verið öruggir í um- ferðinni og það þrátt fyrir að þeir sýni eins mikið öryggi og þeir geta. Ástæðan fyrir því er einföld – þú veist aldrei hvað kem- ur á móti þér! Þess vegna getur enginn verið öruggur í um- ferðinni, þó að hann sé góður bifreiðastjóri sem fari með öllu að gát. Þegar Víkverji var á ferð um Ögurnes við Ísafjarðardjúp fyrir nokkrum árum mátti hann hrósa happi að halda bifreið sinni inni á veginum. Vegaframkvæmdir stóðu yfir og var búið að olíubera veginn og dreifa lausamöl á hann. Óskað var eftir því, á umferðarspjöldum, að vegfarendur myndu aka á 30 km hraða, til að forðast grjótkast. Vík- verji fór að sjálfsögðu eftir þessum ábendingum. En það voru ekki allir sem gerðu það. Víkverji sá að fram undan færðist hvítur stormsveipur nær og nær – stór vöruflutninga- bifreið, með tengivagn, nálgaðist á ofsahraða. Víkverji lagði bifreið sinni út í vegarkanti og síðan skullu ósköpin yfir – vöruflutningabifreiðin gaf ekkert eftir og hávaðinn var geysilegur þegar hún brunaði framhjá. Vík- verji fékk það á tilfinn- inguna að hann væri staddur í kraumandi poppkornspotti, þegar lausamölin buldi á bif- reið hans. x x x Vinur Víkverja þurftiað bregða sér til Stykkishólms í vikunni og lenti hann þá í svip- uðum hremmingum og Víkverji um árið. Þeg- ar vinurinn var kom- inn fram hjá Langá og ók í áttina að Vega- mótum, mætti hann þremur vöru- flutningabifreiðum með tengivagna í eftirdragi á ofsahraða – einn var frá Samskipum og tveir frá Grund- arfirði. Bílstjórarnir gáfu ekkert eft- ir í kappkeyrslu sinni. Þeir nutu þess að vera með keðjur á hjólbörðum á glerhálum veginum og ógnuðu ör- yggi þeirra sem komu á móti. Þeir brunuðu um með skafrenning á eftir séð – vitandi að ef eitthvað óvænt kæmi upp á í umferðinni, þá myndu þeir sleppa á „skriðdrekum“ sínum. Er ekki kominn tími til að herða eftirlitið með ökuföntum á þjóð- vegum landsins – sem ógna öryggi almennings?            Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is Dómkirkjan | Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 17, þar sem leikin verður tónlist eftir íslensku Austurrík- ismennina Pál Pampichler Pálsson, Herbert Hriberschek Ágústsson og Ís- landsvininn Werner Schulze. Einnig verða leikin verk eftir austurríska tón- skáldið Hummel, Beethoven og Malcolm Arnold. Austurríkismennirnir Páll Pampicher og Herbert Hriberschek eyddu starfsævi sinni á Íslandi og tóku þátt í uppbyggingu íslensks tónlistarlífs. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Morgunblaðið/Sverrir Ísland – Austurríki í Dómkirkjunni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Þá er Jesús sér trú þeirra, segir hann við lama manninn: „Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“ (Mark. 2, 5.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.