Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00r f í i i .i i : f t kl. : : lau ar a a kl. : :00 Fyrir enn lengra komna. 2.790.000,-* Glænýr Saab Beinskiptur SAAB 9-3 á 2.290.000 kr. er uppseldur eins og er. Erum að bæta á biðlistann. 9-3 línan frá SAAB hefur slegið í gegn á Íslandi. Við kynnum nú kröftugri meðlim fjölskyldunnar: SAAB 9-3 Turbo. Kraftmeiri, sjálfskiptur og á ótrúlega skynsamlegu verði. Prófaðu SAAB 9-3 Turbo í dag. * Skynsemin hefur aldrei verið skemmtilegri. sonur Hope, kominn á fermingarald- ur. Hann vildi ekki fermast á hefð- bundinn hátt í kirkju og Hope til- kynnti í grein í dagblaði að börn hennar hefðu hug á að fermast borg- aralega. Slíkt væri gert í öðrum lönd- um. „Ég spurði hvort einhverjir aðrir væru til í að vera með. Síminn hringdi og hefur satt best að segja ekki stopp- að síðan. Samtökin Siðmennt voru stofnuð í framhaldinu því við vildum halda þessu áfram. Í fyrra var metár hjá okkur og síðan þá hefur orðið 40% aukning,“ segir Hope stolt. „Fræðsl- an sem börnin fá snýst aðallega um siðfræði, ábyrgð og mannleg sam- skipti. Við ræðum mannréttindi, jafn- rétti, samskipti kynjanna, efahyggju, forvarnir um vímuefni, áhrif auglýs- inga og fleira og fleira. Við höfum fermt borgaralega nærri 900 börn og nálægt 10.000 hafa sótt athafnir okk- ar.“ Hope viðurkennir að þegar hún fór af stað með borgaralegu ferminguna, hafi hún verið dálítið hrædd. „Ég hélt að fólk myndi kannski spyrja hver þessi útlendingur væri eiginlega að vilja þessar breytingar.“ Bábyljur um trúlausa Hope segist vera húmanisti. Húm- anismi hefur einnig verið kallaður mannúðarstefna. „Auðvitað eru mörg svör við því hvað er að vera húmanisti en fyrir mér er það að reyna að bæta mannlegt samfélag, hjálpa öðrum og leitast við að vera betri manneskja.“ Hope er ekki í þjóðkirkjunni og segist vera trúlaus. „Um trúlausa eru alls kyns bábiljur, til dæmis að þeir séu fáfróðir um trú, siðlausir, óham- ingjusamir og jafnvel vont fólk. Ég verð að segja að ég hef aldrei kynnst fólki sem þekkir Biblíuna betur en trúlausir!“ segir hún og hlær. Hún bendir á að það að vera trúlaus segi ekkert um siðferði fólks, heldur sé það bara að vera laus við trú á Guð eða guði. „Að vera húmanisti segir hins vegar hvaða afstöðu þú tekur til lífsins og það er jákvæð afstaða.“ Þegar Hope flutti til landsins hafði hún lengi velt fyrir sér siðfræði og siðferðilegum efnum. „Ég hafði hins vegar aldrei heyrt talað um kristilegt siðgæði. Ég þekkti allar hugmyndirn- ar en ekki sem „kristilegar“. Fólk var alltaf að leiðrétta mig þegar ég talaði um siðgæði og segja að ég meinti „kristilegt siðgæði“. Ég neitaði því enda er siðgæði og það að vera góð manneskja ekki bundið við kristni, heldur stendur eitt og sér,“ segir hún. Nýársávarp Vigdísar Finnbogadóttur Eitt af því sem Hope hefur einlæg- an vilja til að berjast fyrir, er að minnka ofbeldi í samfélaginu og heiminum öllum. Hún hefur lengi ver- ið á móti stríðsrekstri og á níunda áratugnum lagðist hún í miklar rann- sóknir á ofbeldi í skólum, andlegu sem líkamlegu. Í framhaldinu flutti hún ótal fyrirlestra um efnið og tók þátt í að skipuleggja ráðstefnur um ofbeldi sem heilbrigðisvandamál. Hún hafði samband við Vigdísi Finn- bogadóttur, sem þá gegndi embætti forseta, og reifaði málið við hana. Vig- dís tók ofbeldisumræðuna upp í ný- ársávarpi sínu, nokkrum mánuðum síðar. „Ég hélt þegar ég flutti frá Banda- ríkjunum, sem er eitt allra ofbeldis- fyllsta samfélagið í heiminum, að ég væri að flytja á einn friðsælasta stað á jörðu. Ég fékk því hálfgert áfall þegar ég varð fyrst vör við ofbeldið hérna,“ segir hún. Annað sem kom henni spánskt fyrir sjónir var hversu lítið var gert fyrir útlendinga hér á landi. „Það sló mig hversu mikill skortur var á þjónustu fyrir innflytjendur og hvernig samfélagið var í raun í afneit- un gagnvart útlendingum. Eftir að ég kom til landsins fór ég að leita að fé- lögum útlendinga hér á landi. Ekkert slíkt félag var hins vegar starfrækt og ég varð því hreinlega að búa það til. Enginn annar var að fara að gera það fyrir mig,“ segir hún ákveðin. Þrýstihópur hitti stjórnmálamenn Þar með leit Félag nýrra Íslend- inga dagsins ljós. Einu sinni í mánuði stóð það fyrir fræðslu um íslenskt samfélag og einu sinni í mánuði hitt- ust félagsmenn í tengslum við hátíðir eða aðra tyllidaga. „Þegar Miðstöð nýbúa var stofnuð dró úr fræðsluhluta félagsins, enda áttu náttúrlega ríkið eða sveitarfélög- in að sinna þessu. Ég hafði lítinn áhuga á að skipuleggja partí og ein- beitti mér því að því að stofna þrýsti- hóp útlendinga, Útlendingaráð, sem yrði ráðgefandi í málefnum útlend- inga hér á landi.“ Útlendingaráð breyttist í Fjöl- menningarráð og Hope var formaður þess frá 2000 og þangað til á seinasta ári. „Sú vinna var mjög spennandi. Við vorum þrýstihópur og skrifuðum umsagnir fyrir Alþingi, hittum stjórnmálamenn, borgarstjóra, bæj- arstjóra og ýmsa áhrifamenn. Því miður er Fjölmenningarráð ekki lengur starfandi en Samtök kvenna af erlendum uppruna vinna öflugt starf á þessu sviði, þótt það sé einungis fyr- ir konur,“ segir hún. Fjölmenningarráð undir stjórn Hope vildi meðal annars fá útvarps- þjónustu á mörgum tungumálum, þar sem grundvallarupplýsingum um samfélagið væri útvarpað. Hope segir að þeir sem þau hafi kynnt hugmynd- ina fyrir hafi álitið þetta mikilvægt en allir hafi borið fyrir sig fjárskorti. Fjölmenningarráð var einnig um- sagnaraðili fyrir útlendingalögin svo- kölluðu sem sett voru árið 2004. Ríkisstjórnin brýtur á trúlausum Allar götur síðan Hope kom til landsins hefur hún verið iðin við greinaskrif. Hún hefur skrifað í dag- blöð og tímarit um allt milli himins og jarðar – menningaráfall, blönduð hjónabönd, fjölmenningarlegt sam- félag, geðheilbrigðismál, kynlíf og hvernig það sé að vera útlendingur. Nú vinnur hún að því að fá Siðmennt skráð sem lífsskoðunarfélag með sömu stöðu og trúfélag. Auk þess að standa fyrir borgaralegum ferming- um ráðleggur Siðmennt fólki við að skipuleggja borgaralegar hjóna- vígslur, nafngiftir og útfarir. „Vegna þess að við höfum ekki sömu stöðu og trúfélög sem fram- kvæma þessar athafnir, fáum við hins vegar engan fjárhagslegan stuðning frá ríkinu – engin sóknargjöld. Ann- ars staðar í Evrópu og einnig í Banda- ríkjunum hafa systurfélög okkar þessa stöðu sem við viljum fá. Við höf- um pantað tíma hjá Allsherjarnefnd og biðjum um breytingu á lögum um skráð trúfélög eða að búin verði til sérstök lög um lífsskoðunarfélög. Slík lög hafa til dæmis verið í Noregi síðan árið 1981. Ef ekki verður gerð breyt- ing á erum við tilbúin að fara í mál við ríkið og taka þetta alla leið til Mann- réttindadómstóls Evrópu. Fólk á Ís- landi sem stendur utan við trúfélög hefur ekkert val um hvert sóknar- gjöld þess fara. Þetta eru 7.000 krón- ur á ári sem fara bara sjálfkrafa til Háskóla Íslands, sé viðkomandi ekki skráður í neitt trúfélag. Við sem erum trúlaus styðjum því menntun á Ís- landi meira en allir aðrir og höfum ekki aðgang að okkar eigin sóknar- gjöldum. Við spyrjum: Af hverju Há- skóli Íslands? Af hverju ekki Rauði krossinn, Geðhjálp eða eitthvað ann- að? Af hverju ekki Siðmennt eða hvaða lífsskoðunarfélag sem er? Við viljum ráða yfir þessum peningum og okkur á ekki að vera mismunað vegna þess að við trúum ekki á ósýnileg, yf- irnáttúrleg fyrirbæri. Okkur finnst þetta grundvallar mannréttindamál.“ Siðmennt styður samkynhneigða Siðmennt veitti Samtökunum ’78 sérstaka viðurkenningu um daginn. „Við teljum að enginn aðili á Íslandi hafi gert meira en þessi samtök, síð- asta aldarfjórðunginn, til að gera ís- lenskt samfélag víðsýnna og umburð- arlyndara,“ útskýrir Hope. Eftir umræðu síðustu daga um samkyn- hneigða og réttindi þeirra, er ekki úr vegi að spyrja hana um afstöðu henn- ar til giftinga samkynhneigðra. Hún veðrast öll upp. „Ég get sagt þér það að klukku- tíma áður en þú komst sendi ég inn umsögn um nýja frumvarpið!“ segir hún og á við frumvarp ríkisstjórnar- inar til laga um breytta réttarstöðu samkynhneigða. Umsögnin fór til Allsherjarnefndar Alþingis. Hope stekkur á fætur og nær í textann. „Siðmennt er þeirrar skoðunar að samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og gagnkynhneigðir að öllu leyti,“ les hún og heldur áfram: „Sið- mennt hvetur Allsherjarnefnd einnig heilshugar til að gera breytingar á hjúskaparlögum þannig að skráð trú- félög öðlist rétt til að gefa saman sam- kynhneigða einstaklinga.“ Miðnætursól og Írak Ísland hefur breyst mikið á þeim þremur áratugum sem Hope hefur búið hér. Ég spyr hana hvort íslenska samfélagið sé enn samfélagið sem hún kom til að vera í. „Það væri náttúrlega hræðilegt ef eitthvert samfélag væri nákvæmlega eins og það var fyrir 30 árum! Ég styð ekki stöðnun. Auðvitað er hins vegar margt sem ég er óánægð með hérna. Neyslumenningin er til dæmis alltaf að verða meiri og meiri. En það er ekki hægt að vera hluti af nútímanum án þess að fá yfir sig þau vandamál sem honum fylgja. Því miður. Það er ekki til nein paradís á jörðu. Ég veit núna að ég var óraunhæf þegar ég flutti hingað og hélt að Ísland væri paradís þar sem allt væri fullkomið. Auðvitað er enginn staður fullkominn – því fólk er hvergi fullkomið. Í hverju samfélagi er ýmislegt sem er gott og ýmislegt sem er vont. Ég hef aldrei viljað flytja aftur til baka frá Íslandi og finnst til dæmis ennþá mjög já- kvætt að skattpeningar mínir fari ekki í stríðsrekstur, þótt ef til vill megi deila um það varðandi friðar- gæsluna í Afganistan. Ég er ánægð með að hér sé heilbrigðiskerfi, þótt innan þess séu vitanlega fullt af vandamálum. Ég elska miðnætursól- ina og þá staðreynd að hver einasta manneskja getur haft áhrif í jafnlitlu samfélagi og Ísland er. Það er mjög hvetjandi. Síðan er hér auðvitað gott vatn, ferskt loft og allt það,“ segir Hope og brosir. Síðan verður hún al- varleg. „Ég er hins vegar ekki ánægð með að íslenska ríkið styðji stríðið í Írak, þetta fáránlega og beinlínis ólöglega stríð. Mér finnst það hneyksli og ég skil ekki hvers vegna fleiri hafa ekki risið upp gegn því. Ætli það sé ekki hluti af þeim hugsunarhætti sem er svo algengur hérna að það þýði ekki að mótmæla, við getum engu breytt og ríkið geri einfaldlega það sem það vilji.“ Burt með 24 ára regluna „Annað sem ég vil sjá er alvöru trú- frelsi á Íslandi. Ég vil því aðskilnað ríkis og kirkju. Þegar ég flutti frá Bandaríkjunum var ég mjög hissa að uppgötva að það var ríkið sem rak kirkjuna. Fá lönd í heiminum hafa enn opinber þjóðartrúarbrögð og Ís- land skipar sér í raun með múslimsk- um guðveldum í þessu efni. Mér finnst það tímaskekkja að land sem kallar sig lýðræðisríki á 21. öldinni hafi þjóðkirkju, sem í raun er mið- aldafyrirbæri – sérstaklega í landi þar sem fáir eru verulega trúaðir. 87% landsmanna eru í þjóðkirkjunni en einungis 8% sækja hana reglu- lega,“ segir Hope og fórnar höndum. Hún er orðin áköf og heldur áfram: „Ég vil líka fá burtu 24 ára regluna sem sett var inn í útlendingalögin. Til að fá dvalarleyfi sem maki útlendings þarf viðkomandi að vera 24 ára. En af hverju 24 ára? Það er bara vegna þess að Ísland var að herma eftir mjög hægrisinnuðum útlendingalögum í Danmörku. Þetta gengur ekki,“ segir hún. Önnur breyting sem Hope telur bráðnauðsynlega er að veita útlend- ingum ókeypis íslenskukennslu. „Til að fá búsetuleyfi eru gerðar kröfur um að fólk hafi lokið 150 klukku- stundum af íslenskunámi. Það er mjög óréttlátt að gera kröfu um ís- lenskukunnáttu og veita síðan ekki þjónustuna. Margir útlendinganna eru í láglaunastörfum og hafa ekki efni á tungumálakennslu. Auk þess er hreinlega ekki til nægt námsefni fyrir þessar 150 klukkustundir. Fólk þarf því að taka sama námsefnið aftur!“ Með skarð í vör og klofinn góm Vinnuherbergi Hope í íbúðinni í Æsufelli er athyglisvert. Það er fjólu- blátt og bleikt og í stíl við Hope sjálfa. Eða er það hún sem er í stíl við her- bergið? Á einn vegginn er máluð teiknimynd sem nær frá gólfi og upp í loft. „Það er miklu betra að hugsa á svona stað en til dæmis í hvítu her- bergi,“ útskýrir hún kampakát. Á skrifborði er tölva sem Hope sit- ur ófáar stundir við. Ég virði skjáinn fyrir mér og það rennur upp fyrir mér að bróðurparturinn af því sem hún gerir er launalaust. „Ha, jú, það er rétt, næstum allt sem ég geri er kaup- laust,“ viðurkennir hún. „Ég hef hreinlega ekki áhuga á peningum og er í þeirri forréttindastöðu að geta haft þá afstöðu. Maðurinn minn er með gott kaup. Það eru forréttindi að geta unnið við það sem ég hef jafn- mikla ástríðu fyrir.“ Ég spyr Hope hvort hún hafi ekki velt fyrir sér að fara út í stjórnmál, til dæmis að bjóða sig fram til þings. Hún svarar að hún hafi verið beðin um það nokkrum sinnum en hún haldi að hún fái miklu meira út úr því að vera aðgerðarsinni en að vera á þingi. „Það sem ég hef unnið að er að gefa fólki sem flesta möguleika. Allir þurfa á vali að halda í lífinu, hvort sem er innan heilsugæslunnar, í skólakerf- inu, trúarlega séð eða í hverju sem er.“ Við fæðingu var Hope með skarð í vör og klofinn góm. Foreldrar hennar vissu að hún myndi eiga erfitt með að tala. Þeir vissu hvaða stafi yrði erfitt fyrir hana að segja áður en hún færi í talþjálfun, og völdu því nafn sem hún gæti auðveldlega borið fram. Nafnið Hope varð fyrir valinu. Það er kannski táknrænt að manneskja sem beitt hefur sér fyrir jafnmiklum breytingum, bætt og breytt í kring- um sig alla tíð, beri nafn sem þýði von. Þegar stúlkan með vonarnafnið varð stór einsetti hún sér að gefa öðr- um von um betra líf. Þótt hún sé núna komin yfir sextugt er hún engan veg- inn hætt. „Það er á sama tíma bölvun og styrkur aktívistans að þegar hann tekur eftir óréttlæti veit hann að eng- inn mun leiðrétta það fyrir hann. Hann þarf því sjálfur að taka til mál- anna. Aktívistinn kvartar ekki bara yfir óréttlætinu, heldur gerir eitthvað til að breyta því,“ segir Hope. Síðan brosir hún og handfjatlar umsögnina til Allsherjarnefndar. sigridurv@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.