Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 69 L íf ungrar kvikmyndastjörnu er allt öðruvísi en munaðarleysingja á 19. öld en þrátt fyrir það tekst unga og upprennandi leikaranum Barney Clark að túlka Oliver Twist á sannfærandi hátt. Barney dregur ekki stysta spottann líkt og Oliver og hlutskipti hans er sem betur fer annað í lífinu. Þegar Morgunblaðið ræddi við hann var þessi tólf ára strákur staddur í miðborg London í Oxford Street á leið í áheyrnarpróf. Stærsta hlutverkið hans til þessa er auðvit- að titilhlutverkið í stórmynd Óskarsverðlauna- leikstjórans Romans Polanski, sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Myndin er að sjálf- sögðu gerð eftir sígildri skáldsögu Charles Dickens. Polanski vildi gera mynd fyrir unga krakka og valdi að lokum að færa þessa merku bók á hvíta tjaldið þó það sé langt frá því í fyrsta sinn sem það er gert. Fræg er útgáfa leikstjórans Davids Lean frá 1948 og líka söngleikja- útgáfan Oliver! eftir Carol Reed, sem gerð var tuttugu árum síðar. Honum fannst tímasetn- ingin góð og vildi kynna nýrri kynslóð verkið. Fyrsta spurningin sem vaknar er hvort Barney hafi lesið bókina en í ljós kemur að hann hefur ekki lesið hana, hvorki fyrir né eft- ir tökurnar. Kannski Polanski hafi rétt fyrir sér og kvikmyndatakan sé besta leiðin til að koma þessari mögnuðu sögu til yngri aldurs- hópa. „Ég hef aldrei lesið bókina en ég þekkti hana og söguna og vissi að hún væri eftir Charles Dickens,“ segir Barney en hann hafði til dæmis séð söngleikjaútgáfuna frá 1968. Eitt af því sem slær allar kynslóðir barna sem hafa lesið bókina í gegnum tíðina er harð- ræðið, fátæktin og aðstæður barnanna. Barney er ánægður með að hafa bara þurft að leika Oliver en ekki vera hann. „Það er miklu betra að vera uppi núna. Þá var ekkert sjónvarp eða Play Station. Fátæktin var mikil og ástandið slæmt. London var hræðileg þá. Hún er miklu betri núna,“ segir Barney sem ánægður með að búa í stórborginni. „Oliver á enga foreldra, hann er mun- aðarleysingi og hefur átt erfitt líf. Ég hef átt mjög gott líf. Það eina sem er eins hjá okkur er að við lítum eins út.“ Hitti Polanski í Prag Barney var valinn úr hópi 800 stráka eftir nokkrar prufur. „Þetta var ótrúlegt. Ég hélt ekki að ég ætti neina möguleika. Í fyrstu áheyrnarprufunni var ég beðinn í restina um að vera aðeins leng- ur, sem var góðs viti. Eftir það fór ég heim til þess sem sá um að velja í hlutverkin. Svo fór ég til Prag í prufu fyrir myndavélarnar og hitti Roman í fyrsta skipti,“ segir hann en þessi fer- ill var langur og tók einhverja mánuði. Hvernig var að hitta Polanski, gaf hann þér miklar leiðbeiningar? „Nei, eiginlega ekki. Hann talaði ekki mikið. Hann sagði samt við mig að ef ég fengi hlut- verkið yrði ég að borða minna nammi,“ segir hann en munaðarleysingjarnir voru langt frá því ofaldir á tímum Twist. Stórleikarinn Sir Ben Kingsley er í hlut- verki betlarakóngsins Fagins. Hvernig var að vinna með honum? „Hann var virkilega indæll en hann var allt- af í karakter. Hann var aldrei Ben Kingsley. Jafnvel þegar ég hitti hann fyrir utan tökur. Eina skiptið sem ég sá hann úr karakter var í veislu, hann er mjög fínn.“ Sjálfur segist hann ekki vilja nota þessa leikaðferð, að vera alltaf í karakter en hann er ákveðinn í því að verða leikari að atvinnu þeg- ar hann verður eldri. „Ég vil pottþétt halda áfram að leika þegar ég verð fullorðinn,“ segir Barney, sem nýtur fulls stuðnings foreldra sinna í leiklistinni. Foreldrar hans ferðast með honum og fara með hann í áheyrnarprufur. Sem stendur þarf hann líka að sinna skól- anum og gengur það ágætlega. „Já, ég var að koma úr skólanum núna. Ég missi ekki mikið úr. Ég þarf stundum að taka smá frí en ekki mikið. Ég er til dæmis á leiðinni til Tókýó í kynningu vegna myndarinnar,“ segir Barney sem er staddur þar þegar þetta birtist. Hann hefur ferðast nokkuð vegna myndarinnar og nefnir að hann hafi m.a. farið til New York, Varsjár og Parísar. Myndin var tekin upp í Prag í Tékklandi þar sem byggt var mikið og stórt sett. „Það var ótrúlegt. Þau byggðu London uppá nýtt.“ Vill leika í hasarmynd Jamie Forman er í hlutverki illmennisins Bill Sykes. „Hann er rosalegur í myndinni en hann er mjög góður í alvörunni,“ segir hann en sena þar sem hann klifrar uppá þak með Jamie er í uppáhaldi hjá honum. Barney fékk að gera áhættuatriðin sín sjálfur, sem hann er mjög ánægður með því hann hefur mestan hug á því að fá að leika í hasarmynd. Varðandi kvikmyndasmekk Barneys þá á hann margar uppáhaldsmyndir. „Back to the Future-myndirnar eru frábærar. Mig langar mjög að sjá King Kong, er ekki búinn að sjá hana ennþá. Narnía var góð,“ segir hann. Hvernig byrjaðir þú í leiklist? „Ég lék í skólaleikritunum þegar ég var lít- ill. Ég vildi alltaf vera með því maður fékk að sleppa við einhverja tíma í skólanum. Síðan fór mér að þykja þetta mjög gaman. Mamma skráði mig síðan í námskeið í leiklist eftir skóla einu sinni í viku. Síðan fór ég tvisvar í viku og svo var ég kominn með umboðsmann,“ út- skýrir Barney eins og þetta sé ekkert mál, en skólinn sem um ræðir er við Anna Schear- leikhúsið í London. Aðsóknin er mikil og þurfti móðir hans að skrá hann á biðlista til að kom- ast þar að þegar hann var aðeins tveggja ára. Núna tekur hann þátt í vinnuhópum í leiklist einu sinni í viku. „Þetta eru ekki beint leiklist- artímar. Við förum í drama-leiki, leikum okkur með spuna og ýmislegt.“ Í sögunni strýkur Oliver til London og lend- ir í slagtogi við hóp vasaþjófa sem Fagin stýr- ir. Barney vann því í myndinni með mörgum strákum á sínum aldri. Hann hafði gaman af því að vinna með þeim og er enn í sambandi við einhverja þeirra. „Já, sérstaklega Chris Over- ton sem leikur Nóa Claypole og Harry Eden sem leikur Hrapp (Artful Dodger).“ Hann hefur kynnst fleiri ungleikurum Bret- lands og væntanlega verða einhverjir þeirra stjörnur framtíðarinnar. „Á laugardaginn var ég í myndatöku með krökkunum úr Narníu, og Freddie Highmore úr Charlie and the Chocolate Factory,“ segir hann en svona er líf ungrar kvikmyndastjörnu í dag. Kvikmyndir | Barney Clark leikur Oliver Twist í samnefndri kvikmynd Varð að minnka nammiátið Oliver og Fagin: Barney segir að Sir Ben Kingsley hafi alltaf verið í hlutverki. Barney Clark er sannfærandi í hlutverki munaðarleysingjans Olivers Twist. Hann langar helst að leika í hasarmynd og halda áfram í leiklistinni þegar hann verður stór. Barney Clark var val- inn úr hópi 800 stráka í hlutverk Olivers Twist. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við þennan tólf ára strák. ’Það er miklu betra að vera uppi núna. Þá var ekkert sjónvarpeða Play Station. Fátæktin var mikil og ástandið slæmt.‘ ingarun@mbl.is HVAÐ: The Shneedles HVAR: Austurbæjarbíói HVENÆR: Fös. 27. og lau. 28. janúar kl. 20:00 SÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Í verslunum Skífunnar, Laugavegi, Kringlunni og Smáralind. Akureyri: Verslun BT. Selfossi: Verslun BT MIÐAVERÐ: Aðeins 2.800 + miðagjald fyrir fullorðna og aðeins 1.900 + miðagjald fyrir yngri en 16 ára. Ódýrara miðaverð aðeins fáanlegt á sölustöðum, ekki á interneti. SÍMAAFSLÁTTUR: Til að fá 20% afsláttinn þarftu að fara í eina af verslunum Skífunnar eða BT á Akureyri eða á Selfossi og sýna skjá GSM símans þíns. Út á hvern síma er að hámarki hægt að kaupa tvo miða með afslætti. ATH:Aðgöngumiðar fást ekki endurgreiddir. Ölvun ógildirmiðann. Hljóð- ogmyndupptökur óleyfilegarmeð öllu. „Snilld...langbesta grínsýning sem ég hef séð í mörg ár.“ - The Sydney Morning Herald, Ástralía „Ólýsanlega fyndið! Ef ég ætti að geta lýst þessari sýningu þá þyrfti ég á orðum að halda sem hoppa og skoppa og stökkva af síðunni syngjandi beint í fangið á þér.“ - Sueddeutsche Zeitung, Þýskaland „Bowart og Robinson eru óendanlega fyndnir. The Shneedles bjóða áhorfendum upp á einstaka skemmtun, sem er ekki bara fyndin, heldur líka innihaldsrík. Þeir lokka þig inn í sína furðuveröld strax á fyrstu mínútu og þú getur ekki annað en skellihlegið allan tímann.“ - Suedwestpresse, Þýskaland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.