Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ L átið er að því liggja í München að heimur- inn sé enn að súpa seyðið af manndráp- unum sem kennd eru við borgina. Þau séu hornsteinninn að hringekju hryðju- verkaárása araba og Ísraelsmanna þar sem enginn finnst sigurvegarinn. Endalaust blóðbað sem við fréttum af á hverjum degi. München-vígin séu upphafið að hermdarverkum Palest- ínumanna og farið með viðgang þeirra líkt og þau séu svör við aftök- um Ísraelsmannanna. Slíkar ályktanir geta tæpast talist góður sannleikur. Löngu fyrir fjölda- morðin í München höfðu arabar, eða málaliðar tengdir Palestínumönnum, breytt flugstöðvarbyggingunni í Tel Aviv í blóðvöll og komið fyrir sprengj- um í þotu frá Swissair. Rænt farþega- þotum, starfað með öðrum hryðju- verkahópum, m.a. þýskum og japönskum, þjálfuðum og að ein- hverju leyti fjármögnuðum af gamla sovétinu. Myndin hefst á því að Pal- estínumenn komast inn í ólympíu- þorpið (með hjálp galvaskra Banda- ríkjamanna), taka ellefu Ísraelsmenn í gíslingu og setja síðan fram kröfur um að þeim og félögum þeirra í fang- elsum verði sleppt úr landi. Á flug- vellinum upphefst röð mistaka sem enda í blóðsúthellingum og kosta gísl- ana og flesta hryðjuverkamennina líf- ið. Það líður ekki á löngu uns Golda Meir fær Mossad, leyniþjónustu Ísr- aels, það afdrifaríka hlutskipti að ganga á milli bols og höfuðs á þeim sem stóðu að drápsgenginu og til- heyrðu öfgasamtökunum Svarta september. Haus fyrir haus Síðan beinist athyglin að aftöku- hópnum sem var valinn af kostgæfni af ráðamönnum Ísraelsríkis. Undir forystu Avners (Eric Bana) og ann- arra meðlima hópsins, sem eru m.a. leiknir af Daniel Craig, Ciarán Hinds og Mathieu Kassovitz, er hafist handa og einn af öðrum falla Palestínu- mennirnir í valinn. Leikurinn berst vítt og breitt, Avner fær franska upp- ljóstrara í lið með sér og engum er þyrmt. Avner stendur fljótlega ógn af gjörðum sínum, sjálfur á hann fjöl- skyldu sem hann getur ekki sinnt ár- um saman. Spielberg tekur áhættu Hvers vegna er Spielberg að ýfa upp þessa rösklega þrítugu atburða- rás, ekki síst þegar allt logar í átökum og deilum á milli araba- og gyðinga- heimsins og leikstjórinn sjálfur ekki aðeins einn sá virtasti í sinni stétt heldur mest áberandi gyðingurinn í öllum kvikmyndaheiminum. Hann gerði Schindler’s List, sem fjallar um helförina á hendur gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni, og ánafnaði allan hagnaðinn sjóði til styrktar stofnun sem hefur það hlutverk að safna við- tölum við þá sem lifðu hryllinginn af. Spielberg segist ekki geta hugsað sér að þegja til að viðhalda vinsæld- um sínum. „Þar að auki er ég kominn á þann aldur að ég glata sjálfsvirðing- unni ef ég tek ekki áhættu. Og þetta var mikilvæg ákvörðunartaka.“ Síð- ustu tvö árin voru Spielberg erfið, hann lauk við tvær stórmyndir, War of the Worlds og München, og seldi DreamWorks, óskabarnið sem hann stofnaði með félögum sínum David Geffen og Jeffrey Katzenberg. Þar með lauk veigamiklum þætti í lífi hans, drauminum að eiga sitt eigið kvikmyndaver. Mun lengri tími, eða sex ár, er lið- inn frá því að Spielberg tók ákvörðun um að gera München. Hún er mikið til byggð á bókinni Vengeance eftir kanadíska blaðamanninn George Jo- nas. Nýta handritshöfundarnir, Eric Roth og leikritaskáldið Tony Kus- hner, spennuhlaðna framvindu bók- arinnar og siðferðilegar spurningar um hryðjuverk og gagnhryðjuverk, upptök og afleiðingar og ábyrgðina sem lögð var Avner og félögum á herðar. Þegar aðgerðin fer í gang og Ísraelsmennirnir koma fram hefnd- um vítt um meginlandið – og fá goldið í sömu mynt – fer Avner að óttast og efast um að aðgerðirnar skili nokkurn tímann árangri því maður komi í manns stað. „Ég lagði mig allan fram um að úti- loka að hægt væri að taka München sem árás á Ísraelsríki,“ segir Spiel- berg, sem er talinn hófsamur í skoð- unum en fordæmdi skilyrðislaust að- gerðir Svarta september og studdi Ísraelsmenn og taldi á sínum tíma að- gerðirnar nauðsynlegar til að sýna umheiminum styrk Ísraels. Samt sem áður segir hann: „Sannleikurinn er sá að stundum eigum við ekki annarra en illra kosta völ og stundum eru af- leiðingarnar ófyrirsjáanlegar. Að svara árásum í sömu mynt getur ýtt af stað hringrás voðaverka þar sem engin lok eru í augsýn.“ Reynt að þræða milliveginn Líkt og við gerð myndarinnar gætti Spielberg þess á meðan hann vann að kynningu München að snið- ganga pólitískar deilur. Veitti sárafá viðtöl og hefur haldið sig í fjarlægð frá fjölmiðlum. Slík framkoma getur dregið dilk á eftir sér og hefur þegar haft neikvæð áhrif eins og kom fram við Golden Globe-afhendinguna. Ósk- arsverðlaunin eru annars eðlis, þó er hætt við að München gjaldi varkárrar kynningar og hægfara dreifingar þegar að tilnefningunum kemur, á lokadegi janúarmánaðar. München hefur, þrátt fyrir allt, tyllt sér á listann yfir 10 bestu myndir ársins í mörgum fjölmiðlum, enda besta verk leikstjórans frá því að Schindler’s List var frumsýnd fyrir 12 árum. Þó var hún fullkomlega sniðgengin þegar aðalkanónurnar, gagnrýnendasamtök New York og Los Angeles, kváðu upp sína dóma um áramótin. Viðbrögðin við „hlutleysisstefnu“ München eru mikil og misjöfn. Sjálf- ur segist leikstjórinn hafa varast að skella skuldinni á annan hvorn deilu- aðilann, arabaheiminn eða Ísrael. „Allt mitt líf sem gyðingur hefur ein- kennst af deilum og rökræðum. Myndin er vissulega sögð frá sjón- arhorni Ísraelsmanna en hún er sögð af ríkri samúð. Ég vildi flétta sam- úðina í frásögnina því ástandið er ekki hreint og beint. Ég hafði engan áhuga á að segja hefndarsögu né flytja siðferðispredikun í anda Saving Private Ryan.“ Þessi afstaða Spielbergs, að gera hvorugan aðilann að „vondu köllun- um“, hefur kallað fram harkaleg við- brögð hjá róttækum gyðingum sem tala um „synd jafngildingarinnar“. Spielberg man það skýrt er hann sá fjöldamorðið í München í sjónvarp- inu, þegar liðsmenn Svarta septem- ber birtust með sínar svörtu lamb- húshettur fyrir andlitinu (hann notar upprunalega fréttaefnið í myndinni). Þetta var í fyrsta skipti sem þessi teg- und stjórnmálalegs ofbeldis kom inn á hvers manns gólf um allan heim. „Ég held ég hafi aldrei heyrt orðið „hryðjuverkamaður“ fyrr en í sept- ember ’72,“ segir Spielberg. „Ég trúði ekki að hlutirnir væru að gerast fyrir augunum á mér. Ég gat ekki forðað mér frekar en frá bílslysi.“ Allt til þeirrar stundar er íþrótta- mennirnir voru drepnir hafði Spiel- berg álitið Svarta september enn eina vinstrisinnuðu byltingarklíkuna sem voru sífellt að skjóta upp kollinum víðs vegar um heim á þessum árum. „Ég hélt að samtökin væru palest- ínskur armur Baader-Meinhof. En jafnskjótt og þeir drápu Ísr- aelsmennina áleit ég þau árás á gyð- inga hvarvetna, eða þannig leið mér sem ungum manni.“ Langur aðdragandi Framleiðandinn Barry Mandel keypti kvikmyndarétt bókar Jonas síðla á 9. áratugnum. Hún var gefin út 1984 og hafði HBO þegar gert sjónvarpsmyndaflokkinn Sword of Gideon eftir verkinu, með Steven Bauer og Michael York í aðalhlut- verkum. Mandel fékk Kathleen Kennedy til liðs við sig, en saman framleiddu þau The Sixth Sense, þá snjöllu draugasögu. Kennedy er að auki einn elsti samstarfsmaður Spiel- bergs, og þau komu bókinni í hendur hans árið 1999. Þau fengu þrjá aðila til að skrifa kvikmyndahandritið; Hjónin Janet og David Peoples, höfunda Unfor- given; Charles Randolph (The Int- erpreter) og síðast en ekki síst Eric Roth, einn virtasta pennann í Holly- wood og Óskarsverðlaunahafa fyrir Forrest Gump. 11. september rann upp og kvikmyndagerðinni var ýtt til hliðar, menn voru hræddir við að auka enn frekar á þjóðarsorgina sem sat í Bandaríkjamönnum lengi eftir voðaverkin. Þegar öldurnar tók að lægja kom leikritaskáldið Tony Kushner að myndinni. Hann hafði aldrei áður komið nærri spennumyndagerð og skrifaði fjölda atriða, sem endaði í 300 blaðsíðna handriti. Hann var ánægð- ur með verk Roths og notar það að einhverju leyti, en báðir eru skrifaðir fyrir handritinu. Kushner er einn af virtustu leikskáldum Bandaríkjanna, engu að síður mjög umdeildur. Hon- um geðjast ekki að yfirgangsstefnu Ísraela og er alfarið á móti herteknu svæðunum á Gaza og Vesturbakkan- um. Kvikmyndagerðarmennirnir eru sammála um að Kushner sé víðsfjarri til vinstri við pólitískar skoðanir Spielbergs. Þeir rifust og þráttuðu en komust að endingu að samkomulagi. Talsverðar deilur hafa einnig risið um verkið sökum þess að það byggist á bók Jonas, en allt frá því hún kom út fyrir 20 árum hefur áreiðanleiki hennar verið dreginn í efa. Ísr- aelsstjórn hefur aldrei kannast við morðsveitina en fjölmargir fyrrum háttsettir embættismenn landsins hafa viðurkennt tilvist hennar. Hvað svo? „Það verður enginn friður að þessu loknu.“ Eitthvað á þá leið segir Avn- er, hinn siðferðilega þjakaði Mossad- morðingi, undir lok München og á við drápin á skotmörkunum 11, sem áttu að jafna málin við Svarta september. En Spielberg og hans fólk höfðu líka annað „þetta“ í huga, því tökuvélinni er síðan beint að skýjakljúfunum á Manhattan og staðnæmist á Tvíbur- aturnunum. Uppstillingin og varnaðarorðin segja einfaldlega að hernaðarlegar tilraunir til að knésetja hryðjuverka- starfsemi leiði ekki til friðar heldur ali af sér nýja hringrás ofbeldisverka. Og að árásin 11. september hafi hugs- anlega verið afleiðing gjörða Ísr- aelsmanna í kjölfar fjöldamorðanna í München. Stríð gegn hryðjuverkum elur af sér hryðjuverk. Myndin kenn- ir okkur einnig að andstæðingar verða fljótlega sem steyptir í sama mótið. Frá vinstri Carl (Ciaran Hinds), Hans (Hanns Zischler) og Robert (Mathieu Kassovitz) á ögurstundu. Eric Bana and Geoffrey Rush. München — myndin um eftirhreytur hryðjuverkanna ’72 Aðeins illra kosta völ Kvikmyndagerðarmanninum Steven Spielberg hefur verið legið á hálsi á undanförnum árum fyrir að hafa sniðgengið metnaðarfull umfjöllunarefni en hellt sér af því meiri krafti út í afþreyingarefnið. Með myndinni München, sem hefst á ódæðisverkunum í tengslum við Ólympíuleikana í borginni árið 1972 en fjallar einkum um geigvænlegan eftirleikinn, snýr leikstjórinn sér á nýjan leik að alvörunni á kraftmikinn hátt. Sæbjörn Valdimarsson skyggnist inn í hugarheim höf- undanna, rifjar upp atburðina og eftirmálin, sem eru uppi- staðan í kvikmynd um linnulaust ofbeldi, hatur og hefndir. Mathieu Kassovitz og Eric Bana. Eric Bana og Ayelet Zurer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.