Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ A f ofangreindu er þess vegna óskilj- anlegt að Þjóð- verjar séu ekki hrifnari af Rammstein en raun ber vitni. Sú sveit er sannar- lega hliðstæða við Depeche Mode. Kaldranalegt en melódískt vélpopp/ rokk, vísanir í pervertisma og „gotneskur“ (goth) blær fylgir báðum sveitum en eitthvað gerir það að verk- um að fyrrnefnda sveitin er svo gott sem ósýnileg á meðan hin fellur í flokk með hálfguðum. Ég sá þannig a.m.k. þrjú Depeche Mode-partí auglýst í haust í Berlín, klúbbakvöld þar sem slagarar sveit- arinnar fá að dynja fram á rauða nótt. Í raun var engu líkara en týndir synir væru að koma aftur í leitir og eftir- væntingin eftir þessum tónleikum var svipuð því og þegar Sigur Rós heldur tónleika heima. Þeir Dave Gahan, Martin Gore og Andy Fletcher, tríóið sem skipar Mode, eru sannkallaðar ofurstjörnur í landi pylsanna og leð- urstuttbuxnanna. Sjálfstraust Það byrjaði að snjóa sem aldrei fyrr daginn sem tónleikarnir voru haldnir og dúnhvít mjöll þakti jörð. Það snjóar ekki oft hér og því fannst mér afskaplega táknrænt og róman- tískt að þetta skyldi gerast daginn sem skuggaprinsarnir hófu innreið í bæinn með sína fallegu en köldu tón- list í farteskinu. Platan Playing The Angel er fín- asta plata og hefur fengið góða dóma, þykir sýnu betri en hin mjúka Exciter sem út kom 2001. Playing the Angel er til muna harðara verk en sú plata og stýrir dálítið frá rokkgrúvi því sem einkenndi valin lög á Ultra og Songs of Faith and Devotion t.a.m., er ein- hvern veginn vélrænni og tölvumið- aðri. Engu að síður einkennir plötuna sá þáttur sem Mode hóf að fullkomna er nær dró tíunda áratugnum, ein- hvers konar samsláttur á hinu ómannlega (hörð, köld tölvutónlist) og hinu mjög svo mannlega (undurfal- legar melódíur Martins Gores og seiðandi baritónn Daves Gahans). Í fyrsta skipti á ferli sveitarinnar stígur söngvarinn, hinn sjarmerandi Gahan, fram sem lagasmiður og á þrjú lög alls á plötunni. Fín lög, engin meistarastykki svo sem, en halda sér vel innan um framlag aðallagasmiðs- ins Gores, sérstaklega hið prýðilega Suffer Well. Á tímabili leit reyndar út fyrir að Mode væri hætt, þar sem Gahan var orðinn þreyttur á að vera söngpípa fyrir Gore. Sólóplata Gah- ans, Paper Monsters, kom út 2003 og gaf honum aukið sjálfstraust. Lýsti hann því yfir í kjölfarið að hann myndi hætta í sveitinni ef hann fengi ekki að leggja lög í púkkið. Óvissa um framtíð Mode var því allnokkur á tímabili en rokkdramatíkin sem fylgt hefur þess- ari hljómsveit er reyndar með mikl- um ólíkindum og hafa þeir félagar far- ið í allan pakkann; eiturlyf, sjálfsmorðstilraunir, rifrildi o.s.frv. Martin Gore er víst með erfiðari mönnum, getur ekki tjáð sig nema blindfullur og samband hans og Gah- ans er viðkvæmt, svo ekki sé meira sagt. Plötunni var þó landað á endanum og út á við eru bros og bræðralag. Og ekki vantar eftirspurnina. Depeche Mode er risastór „költsveit“ með her harðsnúinna aðdáenda út um allan heim sem bíða í ofvæni eftir hverri plötu. Segja má að þessi staða hafi verið tryggð eftir Violator (1990) sem margir telja meistaraverk sveitarinn- ar. Þannig er ferill sveitarinnar tví- skiptur, á níunda áratugnum þróaðist sveitin úr laufléttri nýrómantík í framsækna „industrial“ poppsveit, plötur komu út árlega og náði þróun- arferlið hámarki með Music for the Masses (1987). Eftir Violator hafa hins vegar liðið um fjögur ár á milli platna og á þessum tíma hefur Mode hætt að vera vinsældasveit á borð við U2 eða Coldplay. Það eru engin læti í kringum hverja útgáfu, plöturnar koma bara út, allar vel yfir meðallagi, og herinn lepur þær upp og hugsan- lega fleiri. Þess ber að geta að De- peche Mode hefur ekki gefið út „lé- lega“ plötu til þessa, síðustu plötur eru kannski ekki eins framsæknar og ferskar og fyrri tíma verk en eru aftur á móti traustar, pottþéttar. Þú veist að hverju þú gengur. Að einhverju leyti er Mode orðin stofnun; en stofn- un sem notalegt er að koma inn í. Hálfgotar Tónleikarnir fóru fram í Velodrom- höllinni, hinni sömu og Robbie Will- iams nýtti sér til að hleypa síðustu plötu sinni af stokkunum. Tónleika- ferðalagið vegna plötunnar hófst í Bandaríkjunum í nóvember en Evr- ópuhlutinn hófst hér í Þýskalandi með tónleikum í Dresden föstudaginn 13. (nema hvað!). Ferðalagið stendur yfir til enda apríl en svo fer sveitin aft- ur til Bandaríkjanna þar sem hún verður aðalnúmerið á Coachella-há- tíðinni í Kaliforníu. Þá er Gore kom- inn á heimaslóðir en hann býr í Santa Barbara ásamt konu og þremur börn- um! Ég var nokkuð forvitinn um hvern- ig hinn dæmigerði Depeche Mode- aðdáandi liti út. Þar sem Mode hefur náð að krossa vítt og breitt inn í hina og þessa markhópa var hópurinn fjöl- skrúðugur, en fólk á aldursbilinu frá 30 til 40 var áberandi, og einnig nokk- uð yfir það. Svo var talsvert af hálf- gotum, snyrtilegum „goth“-týpum. Maður sá verðbréfasalann fyrir sér dressa sig upp í svart, ekkert of ýkt þó, og smella yfir gamla Depeche- bolnum sem hann keypti á Music for the Masses-túrnum. Tónleikarnir hófust síðan á opnun- arlagi plötunnar nýju, hinu kraft- mikla A Pain That I’m Used To, og svo var farið beint yfir í John The Re- velator af sömu plötu. Mig grunar að því verði teflt fram sem þriðju smá- skífu plötunnar (út eru komin Prec- ious og A Pain That I’m Used To). Á sviðinu, til hliðar, var risastór og framtíðarlegur stálhnöttur. Á honum var lítill skjár þar sem mátti lesa ýmis lykluð skilaboð sem vísuðu í það lag sem í gangi var. Á sviðinu voru svo þrír íturvaxnir hljómborðsbásar sem minntu helst á leikmuni út Star Trek. Á bakvið einn þeirra stóð Andy Fletcher en sagan segir að hann geri ekki neitt lengur í sveitinni. Haldi Gore einfaldlega félagsskap og gangi á milli ef þrætur fara úr hófi fram. Hann tók sig reyndar vel út á sviði, kannski var hann að leggja kapal. Tveir „leiguspilarar“ voru þá á svið- inu, trymbillinn Christian Eigner og hljómborðsleikarinn Peter Gordeno. Eigner hefur verið í Mode-hópnum síðan á Ultra og á þátt í þeim lögum sem Gahan teflir fram á Playing the Angel. Gore stóð til hliðar með gítar í hendi og lék hann ýmist á gítar eða hljómborð. Hann var að sjálfsögðu klæddur eins og hálfviti, með svarta englavængi á baki og forljóta loðhúfu á hausnum. Dave Gahan átti svo rest- ina af sviðinu. Hann hefur mikla náð- argáfu sem framvörður sveitarinnar, með rokktaktana á hreinu og ég verð að segja þetta – er afar kynæsandi. Undir lokin var hann kominn úr að of- an og ekki laust við að þá færi um sal- inn. Hann er líka í fínu formi kallinn og náði að pumpa upp fína stemningu eftir því sem á leið. Depeche Mode var ekki sorgleg á sviðinu eins og stundum er raunin með svona lang- lífar sveitir. Meðlimir voru alls ekki að reyna að fanga fyrri frægð eða fara fram úr sér á klaufskan hátt. Þetta voru einfaldlega skotheldir Mode- tónleikar. Blóðbræður? Þegar að þriðja laginu var komið var svo sótt í glæstan slagarabrunn- inn. A Question Of Time af meistara- verkinu Black Celebration tók að óma. Fullkomið „industrial“-popp. Ótrúlegt lag. Hverjum dettur í hug að semja svona snilld? Fáránlegt lag og fáránlega flott. Gahan sneri sér í hringi sem andsetinn væri og nú voru tónleikarnir komnir í gang. Ég sver það að Mode hefði getað haldið tvenna tónleika, með gjörólíkum sett- um, og keyrt á slögurum allan tímann í þeim báðum. En ég tek ofan fyrir Gahan og fé- lögum að leggja í Berlínartónleika því að það verður að segjast að þetta er eins og að spila í frystihúsi, með gol- þorska og freðýsur sem áhorfendur. Það hefði þurft jarðskjálfta til að fólk hefði sleppt sér almennilega. „Tough crowd“ eins og sagt er í bransanum. Policy of Truth af Violator var næst en alls fengu fjögur lög þaðan að hljóma. Ásamt Policy of Truth voru það World in my Eyes, Personal Jes- us og Enjoy the Silence. Lög þessi eru miklir hornsteinar. Það var magnað að sjá áhorfendur hrópa: „Reach out … touch faith!“ að Gahan þegar Personal Jesus var spilað. Það var eins og messa hjá öfgatrúarhópi væri á fullu stími. Enjoy the Silence, mjög líklega besta lag Mode frá upp- hafi, var þá ótrúlegt. Gæsahúðin fór í gang og Gahan þurfti ekki að syngja, áhorfendur sáu um það með einum styrkum rómi. Lög af nýju plötunni voru þó nokk- ur, auk þeirra sem upp eru talin spil- aði sveitin Macrovision, Precious, The Sinner In Me, Suffer Well og I Want It All. Tvö síðastnefndu lögin eru eftir Gahan og virkuðu ekki sem skyldi á tónleikunum en þau svínvirka hins vegar á plötunni. Á meðal hápunkta var þá innblásinn flutningur Gores á Home (af Ultra) og Behind The Wheel var einnig rosalegt. Og mikið er Feel You gott og öflugt lag, maður óskaði þess heitt að bakraddakórinn væri kominn á sviðið til að snilldin fengi að njóta sín til fulls. Gore söng svo Somebody í upp- klappi áður en tveir ellismellir fengu að hljóma, Just Can’t Get Enough og Everything Counts. Sveitin var þá kölluð öðru sinni upp og í þetta sinnið var það Never Let Me Down Again (dásamlegt!) og svo ballaðan Good- night Lovers sem Gahan og Gore sungu saman. Fallegur endir en um leið dálítið skrýtinn. Í laginu er m.a. þetta textabrot: „When you’re born a lover/You’re born to suffer/Like all soul sisters/And soul brothers.“ Það er freistandi að álykta sem svo, að hér sé Gore að yrkja um þá félagana, því það þarf ekki háskólagráðu í sálfræði til að nema hversu stirt sam- bandið er á milli Gahans og Gores. Látalætin á sviðinu voru uppgerð fannst mér, Gahan er greinilega óör- uggur innan um Gore sem er afskipt- ur, eins og hann á vanda til. Engu að síður er erfitt fyrir mann sem stendur utan við þetta að festa nákvæmlega hönd á þessu torskilda sambandi, því eitthvað er það sem keyrir þessa tvo félaga áfram og virðist leiða þá aftur saman, trekk í trekk. Ný Mode-plata 2009? Kannski. Myrkrapoppararnir í Depeche Mode hafa nú haldið velli í meira en kvartöld, en síðasta haust kom út ellefta hljóðversplata sveitarinnar, Playing The Angel, sem fengið hefur fína dóma. Arnar Eggert Thoroddsen fylgdist með Depeche Mode-liðum kynna verkið á hljómleikum í Berlín síðasta fimmtu- dagskvöld en Þjóðverjar virðast einkar hrifnir af langvinnu dufli sveitarinnar við tölvutóna og skuggahliðar tilverunnar. Skuggaprinsar með kalda tóna ’Svo var talsvert af hálfgotum, snyrtilegum„goth“-týpum. Maður sá verðbréfasalann fyr- ir sér dressa sig upp í svart, ekkert of ýkt þó, og smella yfir gamla Depeche-bolnum sem hann keypti á Music for the Masses-túrnum.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.