Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ firði þegar við giftum okkur. Okkur fannst þetta tilvalið vegna þess að giftir nemendur fengu frjálst útileyfi í hjúkrunarskólanum. Síðasta árið mitt í skólanum leigðum við Elli okk- ur þó íbúð í Garðastræti. Búskapurinn var skrítinn til að byrja með. Ég hafði aldrei dyfið hendi í kalt vatn á Seyðisfirði en það þurfti ég nú að gera í skólanum, mat- seld kunni ég ekkert í en lærði hana fljótt og fannst því skemmtilegra að elda sem ég lærði meira, – því fleiri sem borða því meira gaman. Eftir að ég lauk hjúkrunarprófi 1959, 24 ára gömul, tók ég við spít- alanum á Seyðisfirði. Þá kom ábyrgðin í fangið á mér. Ég var eina hjúkrunarkonan og sjúklingarnir voru 25 á ýmsum aldri og með ýmis mein. Gamla fólkið uppi var setulið en niðri voru sjúklingar af ýmsu tagi sem komu og fóru – og þar var tekið á móti börnum. Ég hafði gott fólk með mér, fólk sem kunni til verka og hafði starfað á spítalanum lengi. Eg- ill Jónsson var læknir þarna og hafði verið lengi. Hann var einstök per- sóna sem alltof lítið hefur verið fjallað um, mjög góður læknir. Hann var frá Egilsstöðum af merku fólki kominn. Hann gerði mörg læknis- verk stórvel. Ég man t.d. eftir þýskri konu sem kom gangandi upp á spít- ala til að fæða sitt annað barn. Ég sá við skoðun að naflastrengurinn lá úti. Konan var hörð af sér og dugleg og það kom sér nú. Egill kom nánast fljúgandi á staðinn og bað mig um hanska. Svo fór hann inn og sótti barnið, það var ekki blátt – það var orðið hvítt. Ég skil ekki enn í dag hvernig þetta barn lifði af og varð dugnaðarstrákur. Það er mikil gleði því samfara þegar svo vel tekst til og þannig gleði fylgir líka kennslunni þegar vel gengur. Þá kemur fyrir- höfnin tíföld sem gleði til baka. Þetta skilja illa þeir sem ekki hafa starfað á slíkum vettvangi heldur bara starf- að innan fjögurra veggja. Elli vann í kaupfélaginu og við vorum eitt og hálft ár fyrir austan, en fórum þá suður aftur. Þá stofnaði Elli verslanir og ég vann hjá honum. En árið 1962 fórum við út til Afríku.“ Regína er alltaf brosandi á myndunum frá sjúkrahúsinu í Alsír þar sem hún vann á vegum CARE sem hafði kjörorðið: Give a dollar, save a life umkringd karlmönnum í matsalnum eða í miðjum barnahópi. „Systir Ella giftist Alsírbúa og átti með honum tvö börn, við höfðum því mikinn áhuga á málefnum tengdum Alsír. Einn daginn lásum við grein í National Geographic um Alsír. Okk- ur fannst þetta mjög spennandi og búðirnar gengu illa. Það var mikil bjartsýni hjá okkur að við gætum rekið matvöruverslanir hér í bæn- um. Til þess að það gæti gengið hefð- um við þurft að eiga ríka foreldra, góðan aðgang að lánum og vera á réttum stað í pólitík. Ekkert af þessu var fyrir hendi og ég var raun- ar gift inn í mikla vinstri fjölskyldu.“ Elías er ævintýramaður, segir Regína. Hann hefur alltaf verið að flytja allt sitt líf, það er honum eins og að skipta um skyrtu og ef honum dettur í hug að fara eitthvað á morgun fer ég með honum. „Við ákváðum að venda okkar kvæði í kross og fara til starfa í Als- ír. Við vorum í París í einn mánuð og þar reyndi fólk í sendiráðinu að fá okkur ofan af því að fara til Alsír, þar geisaði þá frelsisstyrjöld, Als- írbúar vildu frá frjálsræði en Frakk- ar vildu innlima Alsír í Frakkland enda mikil samskipti milli landanna. Franskir Alsírbúar fóru þúsundum saman frá Alsír um þetta leyti vegna stríðsins. En Ella óx þetta ekki í augum og þá ekki mér, sem jafnan fylgdi hon- um að málum. Ég fékk ekki vinnu hjá Rauða krossinum en við komumst í samband við Save the Children, bandarísk samtök, fyrir milligöngu þeirra fengum við vinnu á amerískum spítala í Beni Messous. ég sem hjúkrunarkona og Elli sem bílstjóri lækna og síðar sá hann um lyfjabúrið á spítalanum. Á því eina ári sem við bjuggum og störfuðum í Alsír tók ég stærra þroskastökk en öll árin á undan. Þessi dvöl breytti öllu mínu verð- mætamati. Ýmislegt sem mér hafði áður þótt eftirsóknarvert fannst mér nú sókn eftir vindi. Allt varð öðruvísi en áður var. Þáttur í þessu þroskastökki var sú reynsla að við Elli tókum að okkur um tíma tvær litlar telpur sem voru úr hópi 23 munaðarleysingja sem komu á spítalann til okkar eftir að Frakkar höfðu sprengt í loft upp skurðstofur og fæðingarstofur á Mustafa, háskólasjúkrahúsi í Al- geirsborg. Ástandið í landinu versnaði stöð- ugt og ljóst var að við gátum ekki verið þar áfram. Það var sársauka- full ákvörðun sem við stóðum á frammi fyrir, – að fara án litlu telpn- anna eða vera áfram í landinu, skot- mörk í stríði. Við gátum ekki fengið leyfi til að fara úr landi með börnin. Við ákváðum að fara og ég sé ekki eftir því, ástandið var að breytast úr einu helvíti í annað, við hefðum verið skotin á færi hefðum við verið þarna áfram. En valið var svo erfitt að það markaði mig. Mamma hans Ella dó um vorið og þegar Elli kom aftur frá jarðaförinni kom hann með næst- yngsta bróður minn með sér, hann fór svo með okkur heim. Sumir eru veikburða, það veit Regína sem alltaf er að sprauta, nú síðast gamalt fólk með svínaflensu. Eftir heimkomuna fór ég að vinna á Landspítalanum og fór þaðan aust- ur á Seyðisfjörð í nokkra mánuði. En eftir komuna þaðan suður aftur fór ég að vinna á slysavarðstofunni. Það var feikilega góður staður að starfa á. Þegar ég lít til baka að þeim stað segi ég eins og Churchill um flug- menn sína: „Aldrei hafa eins fáir gert eins mikið við eins lélegar að- stæður!“ Það er gott að vera á góðum aldri í störfum á slysadeild, vera fljótur að bregðast við og hafa góða sjón. Ég var orðin þannig þá að mér fannst ég eiga gott með að sjá fyrir afleiðingar af því sem ég var að gera. Þegar ég lít til baka eftir 50 ár finnst mér al- mættið hafa verið mér gott, ég vona að þótt ég hafi auðvitað gert einhver mistök þá hafi þau ekki verið afdrifa- rík fyrir þá sem hlut áttu að máli. Mér finnst inntakið í kennslu heil- brigðisstétta eiga að vera það að gera sér grein fyrir að verið er að meðhöndla fólk. Sumir halda að völd séu það sem sækjast beri eftir en ég tel að ábyrgð sé eftirsóknarverð. Nú vill fólk vera stjórnendur þótt það hafi aldrei nokkurn tíma þurft að taka afdrifaríkar ákvarðanir né haft mannaforráð. Enda er oft eins og bylji í tómri tunnu. Sá sem stjórnar verki á að setja sér að vera í góðu skapi og gera sér góða grein fyrir eiginleikunum sem samstarfsfólkið býr yfir, hvetja það til dáða og leyfa því að njóta sín. Fyrirskipanir, leyni- makk, lygar og það að reyna að troða sér áfram á annarra kostnað getur aldrei skilað neinu góðu. Ef fólk ger- ir eitthvað á hlut annarra kemur það í bakið á því síðar, það er svo skrítið hvernig alheimsorkan vinnur. Í mínu starfi finnst mér eins og mér hafi verið stjórnað, ég hef oft lent í þeirri aðstöðu að taka erfiðar ákvarðanir og tekið réttar ákvarð- anir, ég er þakklát fyrir að hafa fengið hjálp á þeim stundum. Sumir hafa innbyggða eiginleika í þessa átt en aðrir geta þróað þetta með sér. Ég hef lagt áherslu á við nemend- ur mína að það sé ekki nóg að horfa, þeir verði að sjá. Við hjúkrun þarf að fara saman góð bókleg þekking og verkleg kunnátta. Hið síðarnefnda hefur mætt afgangi, það er ríkt í Íslend- ingum frá nýlendutímanum að það sé dónalegt að vinna með höndunum. Þessi er öfugt farið t.d. í Finnlandi, þar eru menn stoltir af handverki sínu. Á slysadeildinni vann ég vakta- vinnu en skipti svo og var þrjú ár við ungbarnaeftirlit. Elli vann í Útvegs- bankanum og oft var ég að vinna þegar hann átti frí. Meðal annars þess vegna ákváðum við að breyta til og árið 1969 fluttum við til Ástralíu. Það var eitt í sjónvarpinu í Ástralíu sem mér þótti athyglisvert, sagði Regína. Það var auglýsing: Lady Scott toilet paper. Strong as a lion, soft as a kitten. Farið var borgað fyrir fólk til Ástralíu aðra leiðina og hér á Íslandi var óttalegt kreppuástand. Við vor- um þá nýlega búin að kaupa okkur þetta hús hér við Sogaveginn og leigðum það út þessi fjögur ár sem við vorum í burtu. Í Ástralíu fór ég mjög fljótlega að vinna á endurhæfingardeild háskóla- spítalans í Perth. Ég var svo heppin að vera orðin nokkuð góð í ensku, ég var oft betri í stafsetningu en þeir sem störfuðu með mér. En stundum var orðaval mitt sérkennilegt, ættað frá konu símstöðvarstjórans á Seyð- isfirði sem kenndi mér ensku í auka- tímum og hafði nokkuð gamaldags orðaforða. Mér fannst strax gott að vinna þarna og það var heilmikið lát- ið með mig, þeir sem koma frá Skandinavíu hafa víða gott orð á sér sem starfsmenn. Ég þurfti að taka próf í Ástralíu til þess að staðfesta kunnáttu mína í hjúkrun og það gekk vel, Elli fékk vinnu á humarbát hjá finnskum manni, það var allt nokkuð ævintýra- legt. Elli ætti að skrifa ævisögu sína, svo margt sérkennilegt hefur hann upplifað. Eftir tvö ár fluttum við til Sydney, þar bjuggum við í kommúnu, það hafði ég ekki upplifað áður, það var mjög skemmtilegt. Í kommúnunni var gott fólk og við höfðum ágætt herbergi með aðgangi að eldhúsi og sameiginlegu rými.“ Þegar Elli og Regína voru í Texas bjuggu þau í gömlum hrörlegum bæ. Eigandinn fékk þeim riffil til að hafa við rúmið. dragðu þá inn fyrir þröskuldinn þótt þú skjótir þá fyrir utan, sagði hann við Ella, það er betra laganna vegna og ekkert verið að fárast yfir því, síst ef það er negri. „Frá Ástralíu fórum við til Texas. Það var auglýst eftir hjúkrunar- fræðingum í Texas og af því ég hafði svo góð meðmæli fékk ég starf og leyfi til að starfa í eitt ár. Að því loknu þurfti að fara t.d. til Mexíkó og sækja um árs starfsleyfi á ný. Í Tex- as var hjúkrunin mjög nýtískuleg og spítalinn mjög vel hannaður. Við vorum ekki nema eitt ár í Tex- as, – við fórum heim. Mig hefði langað til að eiga heima í kastala, segir Regína, þar sem fáir kæmu. Ég sé hana fyrir mér í síðum kjól og með skrautlega nælu í barminum, linda úr tunglskini Ég veit ekki af hverju, mér fannst fremur ömurlegt að koma heim, and- litin súr á samferðafólkinu og margt bannað sem leyft var úti. Það var óyndi í okkur fyrst, þá hefðum við kannski átt að fara til Danmerkur. En við áttum húsið og við settumst hér að og nú til langframa. Ég komst yfir óyndið, vinir og fjölskyldan sáu til þess, auk þess hef ég alltaf haft góða aðlögunarhæfileika. Eftir að við komum heim frá Tex- as fór ég að vinna í Blóðbankanum en hætti því þegar við ákváðum að flytja til Kópaskers. Elli hafði ráðið sig þar á bát og ég réð mig sem hjúkrunarfræðing á staðinn. Ég fylgdi Ella alltaf eftir, hann var svo spennandi og skemmtilegur. Mér fannst gaman að fara út á land en óx dálítið í augum hvað um- dæmið væri stórt. En ég tók það til bragðs að læra um alla bæi á svæð- inu af korti og um íbúa þeirra af íbúaskrá. Fólkið sagði hvað við ann- að: „hún er eitthvað skrítin þessi hjúkrunarkona, hún þekkir okkur öll.“ Mér fannst ég vera á vakt allan sólarhringinn en fólkið var óskap- lega gott við okkur bæði og það var mikill styrkur. En ekki ílentumst við á Kópa- skeri. Ég vildi læra meira og fór í Kennaraháskólann. Þegar ég var að verða búin með námið þar bauðst mér starf við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og þar vann ég í 20 ár. Á því tímabili fékk ég orlof til þess að kenna í tvö ár við Háskólann á Ak- ureyri og einnig var ég um tíma í framhaldsnámi við Kennaraháskóla Íslands við verkefnisstörf. Ég lauk BSc námi við Háskóla Íslands 1987 frá hjúkrunardeildinni. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hafði starfað í fjögur ár þegar ég kom þangað. Þá var búið að stofna sjúkraliðabraut, Solveig Jóhanns- dóttir var með þá braut, feikilega góður kennari. Ég byrjaði á að kenna heilbrigðisfræði og hjúkrun að hluta. Ég hafði aldrei kennt áður og svaf varla á nóttunni fyrir áhyggjum fyrst en svo lagaðist það nú. Þegar Solveig hætti tók ég við deildinni. Ég fór að kenna við þennan skóla vegna þess að þar var lögð áhersla á að leggja bóknám og verknám að jöfnu. Guðmundur Sveinsson, sá mikli skólamaður, hafði lengi haft þá skoðun að verknámið sæti á hakan- um í skólum landsins. Guðmundur var prestur og hafði líka verið rit- stjóri Samvinnunnar og skólastjóri Samvinnuskólans. Hann var fram- sóknarmaður, mikill Jónasarmaður í skólamálum. Hann átti aðgang að stjórnmálamönnum, sem hjálpaði skólanum mikið. En fyrst og fremst er hann í mínum huga hugsjónamað- ur og góðmenni, tilfinningaheitur og hreinskiptinn sem treysti sínu starfsfólki og bar virðingu fyrir fag- fólki, hann jók með viðhorfi sínu ábyrgðartilfinningu þess. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti olli þáttaskilum í menntun Íslendinga. Ég fékk strax á tilfinninguna að þarna væri kominn skóli sem þjálf- aði fólk í verki en gerði því jafnframt leiðina greiða ef það vildi einnig taka stúdentspróf. Ég var dálítið sár þeg- ar niðurstöður rannsókna sýndu fremur slakan árangur nemenda FB í Háskóla Íslands í upphafi. Satt að segja var Háskóli Íslands þá einkum sniðinn að þörfum menntaskólanna og Verslunarskóla Íslands og var ekki tilbúinn til að taka við stúdent- um með próf úr FB. En strax og þeir nemendur höfðu aðlagast HÍ fór þeim að ganga betur. Margt áberandi fólk í þjóðlífinu hefur fengið sína menntun í FB. Það var mikil gróska í listalífinu í skól- anum þegar ég kom, þar fór Medúsuhópurinn svokallaði fremst- ur í flokki. Þetta fólk voru brjósta- börnin hans Guðmundar Sveins- sonar sem mikið lagði upp úr listabraut skólans. Þegar ég fór í mastersnám 1996 var mikið verið að tala um greind- irnar sjö. Guðmundur Sveinsson skipulagði skólastarfið samkvæmt þessari kenningu tuttugu árum fyrr, deildirnar sjö í FB voru grundvall- aðar á þessari hugmyndafræði. Mér nýttist vel sú margþætta reynsla sem ég hafði öðlast í störfum á fjölbreyttum vettvangi. Strax þeg- ar ég leit yfir hópinn minn á haustin þóttist ég skynja hverjir myndu bjarga sér og hverjir ekki. Síðan var að koma þeim til hjálpar sem hægt var. Ég hafði oft samviskubit yfir því að sinna ekki nægilega afburðanem- endum. Ég sagði stundum við krakkana: „Ég er aldrei vond við krakka sem eru að reyna að læra en ég er stundum vond við þá sem geta lært en gera það ekki.“ Ýmsar breytingar urðu á skóla- starfinu í FB þegar Guðmundur Sveinsson fór. Ég segi stundum að ég hefði átt að hætta þá. Ég átti minni samleið með því fólki sem tók við, ég er svona gamaldags eins og Guðmundur var. Ég lít á skólann sem óbyggt hús þar sem grindin stendur, góð, – og síðan flæðir allt hitt í gegn. Ég endaði þó ekki starfsferil minn í FB. Eftir samstarfsverkefni um jaðarhópa sem ég vann í tengslum við Kennaraháskóla Íslands var mér boðið starf á Kleppi í veikindafor- föllum og líkaði svo vel þar að ég ákvað að fara ekki aftur í kennslu í FB. Nú er ég hætt að vinna og fólk spyr mig hvort mér þyki það ekki undarlegt. Ég segi sem satt er: „Ég er alsæl.“ Regína og samstarfskona hennar með litlu telpurnar sem um tíma áttu heimili hjá Regínu og Ella en þau fengu ekki að fara með þær frá Alsír. Regína hlynnir að litlum sjúklingi í Alsír. Regína og Elías nýtrúlofuð í Æðey. gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.