Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Læknirinn og sósíal-istinn Michelle Bachelet vann forseta-kosningarnar í Chile á sunnu-daginn var. Hún er fyrsta konan til að gegna forseta-embætti í landinu, og tekur við em-bætti 11. mars. Bachelet fékk 53,5% at-kvæða, en keppi-nautur hennar, hægri-maðurinn og auð-jöfurinn Sebastián Piñera, fékk 46,5%. Sigur hennar tryggir áfram-haldandi ríkis-stjórn mið- og vinstri-flokka í Chile sem hefur verið síðan ein-ræði Pinochet lauk 1990. Bachelet, sem er 54 ára, hefur bæði verið heilbrigðis-ráðherra og varnarmála-ráðherra. Það þykir merki-legt hve langt hún hefur náð í fremur íhalds-sömu, kaþólsku sam-félagi því að hún er ekki aðeins kona, ein-stæð móðir, og sósíal-isti, heldur einnig yfir-lýstur trú-leysingi. Fyrsti kven- forseti Chile Michelle Bachelet Arnar Þór til Twente Arnar Þór Viðarsson, landsliðs-maður í knatt-spyrnu, hefur skrifað undir 3½ árs samning við hollenska úrvalsdeildar-liðið Twente. Liðið greiðir um 11 milljónir fyrir hann, en samningur hans við Lokeren átti að renna út í sumar. Arnar er 27 ára og hóf ferilinn með FH en hefur leikið með Lokeren síðan 1997. Guðjón Valur ánægður hjá Gummersbach Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðs-maður í hand-knattleik, hefur fram-lengt samning sinn við þýska stór-liðið Gummersbach. Gildir samningurinn til ársins 2009. „Ég er mjög ánægður hjá Gummersbach og ekki skemmir fyrir að Alfreð Gíslason tekur við þjálfun liðsins,“ segir Guðjón Valur. Ætlaði að hætta fyrir 2 árum Laufey Ólafsdóttir landsliðs-kona í knatt-spyrnu, sem mest hefur leikið með Val, hefur hætt í íþróttinni vegna mikilla brjósk-skemmda í hnénu. „Ég ætlaði að hætta fyrir tveimur árum,“ segir Laufey sem var út-nefnd knattspyrnu-kona ársins af KSÍ í haust, 2. árið í röð. Fall á 299. degi Sigur-ganga Viggós Sigurðssonar, landsliðs-þjálfara í handknatt-leik, og læri-sveina hans lauk á fimmtu-daginn, þegar Frakkar sigruðu Íslendinga 31:27. Viggó hafði þá stjórnað lands-liðinu í 16 leikjum í röð án taps. Viggó féll á 299. degi, en Þorbjörn Jensson átti gamla landsleikja-metið sem var 15 leikir á 299 dögum án taps. Íþrótta-molar Borgar-stjórn Reykjavíkur sam-þykkti á fundi sínum á þriðju-daginn að falla frá áformum um gerð Norðlingaöldu-veitu. Ólafur F. Magnússon, borgar-fulltrúi F-lista, hafði lagt til að borgar-stjórnin samþykkti að Reykjavíkur-borg, sem 45% eignar-aðili í Lands-virkjun, að hætt yrði við allar virkjunar-framkvæmdir í Þjórsár-verum og hætt við gerð Norðlingaöldu-veitu. Ólafur fagnaði stuðningi Reykjavíkur-listans, sem tryggði til-lögu hans meiri-hluta í borgar-stjórninni. „Sam-þykktin markar tíma-mót í náttúru-vernd á Íslandi,“ sagði Ólafur, sem bætti við að borgar-stjórnin hefði nú bent ríkis-valdinu og Lands-virkjun á að tími væri kominn til að hlusta á rödd náttúruverndar-fólks í landinu. Margir voru á áhorfenda-pöllum fundar-salarins meðan á um-ræðunum stóð og klöppuðu eftir ræður borgar-fulltrúa. Tíma-mót í náttúru-vernd Ljósmynd/Ólafur Örn Haraldsson Þjórsárver. Arabíska sjón-varpið Al-Jazeera birti á fimmtu-daginn ó-svikna hljóð-ritun þar sem Osama bin Laden, leið-togi hryðjuverka-samtakanna al-Qaeda, hótar fleiri á-rásum á Banda-ríkin. Hann bauð Bandaríkja-mönnum vopnahlé með „sanngjörnum skilyrðum“, en sagði ekki hver þau væru. Scott McClellan, tals-maður Bandaríkja-forseta, hafnaði vopnahlés-tilboðinu. „Við semjum ekki við hryðjuverka-menn,“ sagði hann. Þetta eru fyrstu skila-boðin frá bin Laden í rúmt ár. Talið er að hann hafi flutt á-varpið í desember. „Við höfum ekkert á móti því að bjóða ykkur langtíma-vopnahlé sem byggist á sann-gjörnum skil-yrðum," sagði bin Laden. „Við stöndum við þau vegna þess að við erum þjóð sem Guð hefur bannað að ljúga og svíkja. Báðir aðilar geta því notið öryggis og stöðug-leika þegar þetta vopna-hlé varir, þannig að við getum endur-reist Írak og Afganistan sem hafa verið lögð í rúst í stríðinu.“ Osama bin Laden Býður „sann-gjarnt“ vopna-hlé Golden Globe-verðlauna-hátíðin var haldin á mánudags-kvöld í Los Angeles. Kvik-myndin Brokeback Mountain var valin besta drama-tíska kvik-myndin, og hlaut hún líka verð-laun fyrir besta lagið, besta hand-ritið og bestu leik-stjórnina sem Ang Lee sá um. Walk the Line þótti besta söngva- og gaman-myndin, en hún fjallar um ævi tónlistar-mannsins Johnnys Cash sem Joaquin Phoenix leikur. Philip Seymour Hoffman var valinn besti drama-tíski leikarinn fyrir leik sinn í Capote og Felicity Huffman besta leik-konan fyrir leik sinn í Transamerica. Anthony Hopkins hlaut heiðurs-verðlaun há-tíðarinnar, Cecil B. DeMille-verðlaunin, fyrir fram-lag sitt til kvik-mynda. Golden Globe-verð-launin segja oft til um hvaða kvik-myndir verða verð-launaðar á Óskarsverðlauna-hátíðinni, en hún verður haldin 5. mars. Reuters Íslands-vinurinn Clint Eastwood óskar Ang Lee til hamingju. Golden Globe- hátíðin Steingrímur J. Sigfússon, alþingis-maður og for-maður Vinstri grænna, liggur alvar-lega slasaður á Land-spítalanum eftir að bíllinn hans valt í A-Húnavatnssýslu á mánudags-kvöld. Steingrímur var einn í bílnum og fór hann nokkrar veltur. Öll mikil-vægustu líf-færin sluppu, en 13 rif-bein brotnuðu og þarf hann að liggja á sjúkra-húsinu næstu vikur. „Ég man nú fyrst og fremst eftir fyrsta heljar-stökkinu sem bíllinn tók og eftir að ég rankaði við mér og bíllinn var á hjólunum í gangi á ár-bakkanum,“ sagði Steingrímur við blaða-menn á sjúkra-húsinu á miðvikudaginn, en hann náði að krafla í NMT-símann sinn og hringja í neyðar-línuna. Alþingi kom saman eftir jóla-frí á þriðju-daginn, og tók Hlynur Hallsson, vara-þingmaður Vinstri grænna í Norðaustur-kjördæmi, sæti Steingríms í bili. Steingrímur spjallar við blaða-menn. Steingrímur illa slasaður Morgunblaðið/Brynjar Gauti ♦♦♦ Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.