Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Þétt og hröð saga sem heldur lesandanum í heljargreipum.“ Publishers Weekly „Afar sannfærandi ... lesandanum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds ... og blóðþrýstingurinn hækkar áreiðanlega svo um munar.“ People Spenna og hrollur Michael Connelly er metsöluhöfundur í USA og einn vinsælasti glæpasagnahöfundur heims um þessar mundir. Á íslensku hefur áður komið út eftir hann spennusagan Skáldið. edda.is Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 11. – 17. jan. 1. Skáldverk - kiljur Kilja á góðu verði 1.799 kr. ATLANTSSKIP í Kópavogi er að sprengja aðstöðuna við höfnina utan af sér. Forráðamenn fyrirtækisins hafa sóst eftir því hjá bæjaryfirvöld- um að fá stærra athafnasvæði á staðnum og lengingu viðlegukants hafnarinnar sem fyrst, enda fyrirséð að vöxtur félagsins verði 60–70% á þessu ári, en lítið orðið ágengt um úrlausnir. Að sögn Gunnars Bachmann, framkvæmdastjóra Atlantsskipa, hafa samningaviðræður staðið yfir milli aðila undanfarna 8 mánuði um að leysa þessi mál félagsins. „Brýn- asta verkefnið er stækkun gáma- vallarins. Það er í dag 12.000 fer- metrar og er of lítið miðað við okkar þarfir. Auk stærra svæðis, langs samningstíma og lengingu viðlegu- kantsins vildum við einnig fá gáma- svæðið frágengið með bundnu slit- lagi,“ sagði Gunnar. Hann bætti við að 30 milljóna króna gámalyftari með 120 tonna öxulþunga eyðilegð- ist mjög hratt við núverandi aðstæð- ur. Hann er búinn að brjóta upp ol- íumöl sem er á hluta svæðisins vegna þess að olíumölin ræður ekki við þunga tækisins þegar hann er að flytja til gáma. Hluti gámavallarins er einnig malarsvæði og það fer illa með tæki sem þessi. Stirðleiki í viðræðum „Stirðleiki í samningaviðræðum og að við höfnuðum fyrir jólin að skrifa undir drög að samkomulagi sem okkur fannst óviðunandi leiddi til þess að bæjaryfirvöld sögðu samningnum við okkur upp en þeg- ar hann var gerður á sínum tíma var hann ótímabundinn,“ sagði Gunnar. Hann bætti við að nú væru for- ráðamenn félagsins að skoða ýmsa kosti í stöðunni og ef þeir mögu- leikar rætast gætu Atlantsskip verið á leiðinni úr Kópavogi. „Við höfum skipt út skipum reglulega tvisvar á ári fyrir stærri. Á síðasta ári óx flutningsgetan um 130% og er í lok árs 674 teu (20 feta gámur eða 1 gámaeining) með tveimur skipum sem eru jafnlöng og lengri en við- legukantur hafnarinnar. Næsta sumar skiptum við inn tveimur skip- um, 500 teu og 400 teu, þannig að flutningsgetan fer í 900 teu. Bæjaryfirvöld í Kópavogi vilja byrja lengingu á hafnarkantinum og stækkun svæðisins um rúmlega 4.000 rúmmetra. Aðstaðan verður þó ekki tilbúin til notkunar fyrr en árið 2008 en þá verðum við löngu búnir að sprengja allt utan af okkur nema við grípum til róttækra að- gerða,“ sagði Gunnar og vildi ekki gefa upp frekari stöðu mála sem hann sagði á viðkvæmu stigi í augnablikinu. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Þröngt er orðið um Atlantsskip í Kópavogshöfn og fyrirséð er að vöxtur fyrirtækisins verði 60–70% á þessu ári. Atlantsskip flytjast frá Kópavogi Eftir Kristin Benediktsson BYGGINGAFULLTRÚINN í Reykjavík samþykkti eignaskiptayf- irlýsingu fjöleignarhúss án þess að fyrir lægi samþykki eigenda, en ágreiningur var um stærð og skipt- ingu eignarinnar meðal þeirra. Eig- endurnir sendu kvörtun til umboðs- manns Alþingis vegna þessa. Í áliti umboðsmanns segir að byggingarfulltrúa hafi verið ritað bréf vegna málsins, en þar var óskað eftir upplýsingum og afstöðu hans til álitaefnisins. Í svarbréfi byggingar- fulltrúans staðfesti hann að hann hefði áritað yfirlýsinguna og sagði að það væri almennt svo að hann gengi ekki eftir því að samþykki eigenda eignar á eignaskiptayfirlýsingu lægi fyrir þegar hann samþykkti hana. Eftir að svar byggingarfulltrúa barst ritaði umboðsmaður félags- málaráðuneytinu bréf vegna máls- ins. Þar óskaði hann eftir því að ráðuneytið lýsti afstöðu sinni til þess hvort það teldi byggingarfulltrúa heimilt að staðfesta eignaskiptayfir- lýsingu án þess að hún hefði hlotið samþykki eigenda viðkomandi eign- ar í samræmi við ákvæði laga. Í svarbréfi til umboðsmanns kom fram að ráðuneytið teldi að færa mætti rök fyrir því að ákveðið hag- ræði fælist í því að leita samþykkis byggingarfulltrúa áður en aflað væri undirskriftar eigenda. Hins vegar vægju þyngra þau rök að yfirlýsing inbæri með sér vilja eigenda fjöl- eignarhúss og réttaröryggis vegna hvíldi á byggingarfulltrúa sú rann- sóknarskylda að kanna hvort undir- ritun væri í samræmi við innihald og efni yfirlýsingar. Með samþykki sínu á óundirritaða eignaskiptayfirlýs- ingu hefði byggingarfulltrúi staðfest skjal sem samkvæmt fjöleignarhúsa- lögum og reglugerð uppfyllti ekki skilyrði eignaskiptayfirlýsingar. Taldi ráðuneytið að beina yrði til- mælum til byggingarfulltrúa um að þeir staðreyndu hvort eignaskipta- yfirlýsing uppfyllti formskilyrði fjöl- eignarhúsalaga áður en skipting inn- an fjöleignarhúss væri færð í skrár. Ekki tilefni til umfjöllunar Einnig var kvartað yfir því við um- boðsmann af hálfu eigenda fjölbýlis- hússins að sýslumaður hefði neitað að þinglýsa eignaskiptayfirlýsing- unni þrátt fyrir að byggingarfulltrú- inn hefði samþykkt hana. Umboðs- maður taldi ekki tilefni til þess að hann fjallaði sérstaklega um atvik í þessu máli. Það leiddi af lögum að án samþykkis eigenda eða að undan- genginni þeirri meðferð sem lög um fjöleignarhús kvæðu um yrði skipta- yfirlýsingu ekki þinglýst. Eignaskiptayfirlýs- ing samþykkt án samþykkis eigenda STEFÁN Karl Stefánsson leik- ari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Glanni glæp- ur í Latabæ heimsótti sl. fimmtudag nemendur í fimmta bekk í barnaskóla Bunceton í Missouri í Banda- ríkjunum. Ræddi Stefán Karl þar um reynslu sína af einelti og hugsjónina að baki Regn- bogabörnum, fjöldasamtökum um einelti, bæði nemendum og kennurum til ánægju og fróð- leiks. Greint er frá þessu í The Boonville Daily News sl. föstu- dag. „Það besta við Regbogabörn er hugmyndafræðin að baki samtökunum, þ.e. að hver ein- asti einstaklingur sé sér- stakur,“ er þar haft eftir Stef- áni Karli, sem heimsótti barnaskólanemendurna í fullu gervi Glanna glæps, börn- unum til ómældrar ánægju, enda öll aðdáendur þáttanna um Latabæ. Fram kemur að nemendurnir hafi nýlega stað- ið fyrir fjáröflun annars vegar til handa fórnarlömbum felli- byljarins Katrínar og hins vegar Regnbogabörnum. Stef- án Karl hrósaði nemendunum fyrir dugnað þeirra og lofaði þeim að þegar Regnbogabörn hæfu útrás sína til Bandaríkj- anna mætti svo sannarlega bú- ast við miklu. „Þið munuð verða fyrirmynd annarra barna og skóla,“ er haft eftir Stefáni Karli. Glanni glæpur ræðir einelti við skóla- krakka HVERFISRÁÐ Árbæjar og Grafar- holts hefur lýst yfir þungum áhyggj- um yfir þeim drætti sem orðið hefur á stækkun heilsugæslu Árbæjar og telur mikla þörf á skýrum svörum, enda séu hverfin í brýnni þörf fyrir aukna heilsugæslu. Formaður hverfisráðsins, Dagur B. Eggertsson, segir stækkun heilsugæslunnar hafa verið í „for- gangi“ í meira en 10 ár en lítið sem ekkert hafi þokast í málinu, þrátt fyrir að svæðið sé mesta vaxtarsvæði landsins í íbúum talið. Í bókun sem gerð var á fundi hverfisráðsins sl. þriðjudag kemur fram að í tvígang hafi fengist þau svör frá Heilsugæslunni í Reykjavík að auglýsingu, um stærra húsnæði, væri að vænta á næstu vikum og tvö ár séu síðan þau svör fengust fyrst. „Við óbreytt ástand verður ekki unað og brýnt er að skýr svör fáist um að gengið verði til verks við stækkun heilsugæslu fyrir Árbæjar- og Grafarholtshverfi,“ segir Dagur. Í „forgangi“ í yfir 10 ár Bíða eftir stækkun heilsugæslunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.