Morgunblaðið - 22.01.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.01.2006, Qupperneq 1
Sannfærandi túlkun Barney Clark leikur Oliver Twist í nýrri kvikmynd | Menning Tímarit og Atvinna í dag Tímarit | Utan bókar og innan  Fá rósavín uppreisn æru?  Rautt á rauða dreglinum  Með listhneigðum samkvæmisljónum Atvinna | Merki um aukin umsvif  Lítur út fyrir að atvinnuleysi aukist 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 HANN heitir Kristján Valdemar Henri John, nýi prinsinn í Danmörku. Hann var skírður í gær en Kristján er sonur Friðriks krónprins og eiginkonu hans, hinnar áströlsku Mary Donald- son. Kristján Valdemar Henri John, sem einn góðan veðurdag kann að verða Danakonungur, er þriggja mánaða gamall, fæddur 15. október í Kaupmannahöfn. Um 300 gestir voru við skírnina sem fór fram í kapellu Kristjánsborgarhallar. Kristján Valdemar lét vel í sér heyra við athöfnina, að sögn danskra fjölmiðla, en kannski var það af völdum kuldakastsins sem nú gerir Dönum lífið leitt. Ekki kemur á óvart að nafnið Kristján skyldi verða fyrir valinu, danskir konungar hafa til skiptis heitið Friðrik og Kristján sl. fjórar aldir. Tveir konungar í sögu danska konungdæmisins hafa heitið Valdemar en Henri, eða Hinrik, er hins vegar nafn afans, Hinriks drottningar- manns, sem er franskur að uppruna. John er hins vegar nafn móðurafans, Johns Donaldson. Kristján Valdemar Henri John var klæddur í skírnarkjól sem saumaður var fyrir Kristján X þegar hann var skírður árið 1870. Meðal gesta við skírnina í gær voru Hákon krónprins Nor- egs og kona hans, Metta-Marit, en þau neyddust til að ferðast með lest til Kaupmannahafnar í fyrrinótt, þegar ljóst var að ekki yrði flugfært sökum veðurs. AP Danski prinsinn heitir Kristján NIÐURSTÖÐUR nýlegrar greinar í vísindatímaritinu Nature kollvarpa áður viðteknum hugmyndum í taugavísindum. Fyrsti höfundur greinarinnar er ungur, íslenskur vís- indamaður, Ragnhildur Káradóttir. Hún stundar doktorsnám í taugavís- indum við University College Lond- on undir handleiðslu David Attwell. Niðurstöðurnar gætu hjálpað veru- lega til við að skilja betur taugasjúk- dómana MS, heilalömun, mænu- skaða og heilablóðfall. Ragnhildur og samstarfsfólk hennar uppgötvuðu að stoðfrumur sem mynda taugaslíður reynast hafa svokallaða NMDA-viðtaka, sem áður voru taldir vera einungis á tauga- frumum. Fundur viðtakans hnekkir viðteknum hug- myndum í tauga- vísindum, enda var talið að hann væri alls ekki á stoðfrumunum. „Þetta er eins og að hafa unnið gull í 4 sinnum 100 metra boð- hlaupi á Ólympíu- leikunum,“ var haft eftir samstarfskonu Ragnhild- ar, Lindu Bergersen, í norskum dag- blöðum. Heilinn er spennandi Ragnhildur vann áður hjá Sjálfs- björg við meðhöndlun MS-sjúklinga og segir sig alltaf hafa langað til að fást eitthvað við sjúkdóminn. „Það er afar erfitt að finna lækninguna en mig langaði að reyna að skilja MS betur. Mig langaði líka að skilja bet- ur heilann yfirhöfuð. Frá því að ég man eftir mér hefur mér fundist heil- inn vera ofsalega spennandi!“ Það sem rennir enn styrkari stoð- um undir óvænta niðurstöðu Ragn- hildar og samstarfsfólks hennar er að vísindamenn í Leicester fundu viðtakann í sjóntaug músa á sama tíma og þau fundu hann í stoðfrum- um í heila og mænu. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Tímaritið Science valdi nið- urstöður hópanna sem uppgötvun vikunnar í taugavísindum (break- through of the week) og útdráttur úr greinunum mun birtast í Nature Re- view. Þar eru birtar vel valdar yf- irlitsgreinar í taugavísindum. Íslenskur vísindamaður höfundur greinar um taugavísindi Vísindakenningu var kollvarpað Ragnhildur Káradóttir Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is  Vísindakona | 18 Kuala Lumpur. AFP. | Íslamskur dómstóll í Malasíu hefur sektað þing- mann fyrir að reyna að skilja við konu sína með því að senda texta- og hljóðskilaboð, SMS, í farsíma hennar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Kamaruddin Ambok, fimmtíu og tveggja ára gamall þingmaður, ætti að greiða sem sam- svarar 9.000 krónum í sekt fyrir að tilkynna konu sinni með þessum hætti að hann væri skilinn við hana. Samkvæmt malasískum lögum getur karlmaður skilið við konu sína með því að tilkynna henni það munnlega en það þarf að gerast fyrir íslömskum rétti, að sögn malas- ískra fjölmiðla. Fékk ekki að skilja símleiðis við frúna IBRAHIM Rugova, leiðtogi Kosovo-Albana um árabil, lést í gærmorgun að sögn emb- ættismanna í Pristina. Rugova, sem var stórreykingamaður, hafði greinst með krabbamein í lungum í september á síðasta ári og var það banamein hans. Hann var 61 árs gamall. Rugova var helsta sjálfstæðishetja Kosovo- Albana en Kosovo-Alb- anar vonast eftir því að fá senn fyrirheit um það frá Sameinuðu þjóðunum að héraðið hljóti sjálfstæði frá Serbíu. Rugova kom fram á sjónarsviðið á níunda áratugnum. Hann fór fyrir friðsamlegu andófi Albana í Kosovo, sem eru um 90% íbúanna, gegn yfirráðum Serba en þeir beittu Albana síauknu harð- ræði á þessum árum. Árið 1998 sauð upp úr í Kosovo eftir að yngri og róttækari menn en Rugova höfðu myndað með sér félagsskap, Frelsisher Kosovo, og hafið skæruhernað gegn serb- neskum öryggissveitum. Svöruðu Serbar með offorsi. Atlantshafsbandalagið (NATO) skakkaði leikinn 1999 en þúsundir manna dóu í þeim hildarleik, m.a. vegna voðaað- gerða sem Serbar efndu til í Kosovo eftir að NATO hóf loftárásir sínar á Júgóslavíu. Hefur Kosovo síðan þá verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna en stefnan hefur verið sú að heimamenn tækju völdin smám saman í eigin hendur og Rugova sjálfur var kjörinn fyrsti forseti Kosovo í kosningum 2002. Leiðtogi Kosovo-Alb- ana látinn Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Ibrahim Rugova STOFNAÐ 1913 21. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.