Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 24
lúta að öryggi; þá hafa komist á
samskipti milli flugmálastjórna
landanna. Í sumum tilfellum er um
svo víðtæka samninga að ræða að
flugfélögin geta stundað flug –
einkum með fragt – milli annarra
landa án viðkomu hér.“
Ólafur benti einnig á að samn-
ingarnir styrktu að auki grundvöll
annarra viðskipta og ferðastarf-
semi.
„Ekki er hægt að horfa fram hjá
því að gífurleg aukning er fram-
undan í ferðamennsku eftir því
sem velmegun eykst í mörgum
löndum Asíu. Til dæmis er gert ráð
fyrir því í spá Alþjóða ferðamála-
stofnunarinnar að árið 2020 muni
um 100 milljónir Kínverja ferðast
árlega til útlanda. Við náðum mjög
hagstæðum samningi við Kína síðla
árs 2002, sem heimilar okkar fé-
lögum 10 ferðir í viku til hvaða
þriggja borga í Kína sem þau
kjósa. Flugfélög eins og Finnair,
SAS og Lufthansa hafa öll verið að
fjölga ferðum þangað stórlega. Þar
sem við erum þannig í sveit sett að
lítið lengra er að fljúga hingað frá
Beijing en til Kaupmannahafnar
geta hinar góðu tengingar héðan
bæði til V-Evrópulanda og stór-
borga vestanhafs skipt máli auk
þess sem Ísland þykir svo spenn-
andi ferðamannaland.“
Undanfarin misseri hafa m.a.
verið gerðir loftferðasamningar við
fjögur Mið-Austurlönd, Barein,
Óman, Sameinuðu arabísku fursta-
dæmin og Katar, auk þess sem
Líbanon bættist nýlega við.
„Þetta er svæði, sem hefur verið
í örum vexti,“ sagði Ólafur. „Þar er
Ólafur Egilsson sendi-herra situr afslappað-ur í hægindastól áskrifstofu sinni í ut-anríkisráðuneytinu.
Hann er nýkominn af fundi í Kaup-
mannahöfn þar sem fulltrúar frá
Norðurlöndunum gerðu upp af-
raksturinn af þátttökunni á heims-
sýningunni í Japan – Aichi EXPO
2005 – og það er því kannski við-
eigandi að við hlið hans stendur
hnattlíkan á fæti sem hann fékk í
Kína þegar hann var sendiherra
þar. Líkanið er að því leyti óvenju-
legt að fyrir hvert land er steinn,
sem finnst í því landi.
„Eitt af því undarlega sem leiðir
af lögun jarðar,“ segir hann og
virðir fyrir sér líkanið, „er að
stysta flugleið frá [Bombay]
Mumbai á Indlandi til New York
skuli liggja yfir Ísland. Það undir-
strikar auðvitað hvað því fer fjarri
nú á dögum að við getum talist ein-
angrað land.“
Loftferðasamningar geta leikið
stórt hlutverk í að greiða fyrir
samgöngum milli ríkja og hafa
margir slíkir samningar verið
gerðir af Íslands hálfu á síðustu
misserum. Að slíkum samningum
vinna Flugmálastjórn og sam-
gönguráðuneytið ásamt utanríkis-
ráðuneytinu. Ólafur hefur verið í
fyrirsvari við að ganga frá mörgum
þessara samninga í samstarfi við
Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneyt-
isstjóra í samgönguráðuneytinu,
Halldór S. Kristjánsson, skrifstofu-
stjóra þar, og þau Þorgeir Pálsson
flugmálastjóra og Ástríði S. Thor-
steinsson, lögfræðing Flugmála-
stjórnar, og fleiri.
Gildi loftferðasamninga
„Við gerðum einmitt núna á ný-
liðnu ári hagstæðan loftferðasamn-
ing við Indland,“ sagði hann og
bætti við að tekist hefði að halda
kostnaði í lágmarki. „Það var sér-
stakt við þennan samning að við
gátum gengið frá honum í fjar-
skiptum, þurftum ekki að efna til
fundar. Þetta er fyrsti samningur,
sem bæði við og Indverjar gerum
þannig. Þeir voru sannast sagna
dálítið tregir til, fannst þetta ný-
stárlegt, og sögðu undir lokin: Get-
ur ekki komið eins og einn maður
frá ykkur til að fundur hafi þó ver-
ið haldinn.“
Ólafur sagði að fullt samkomu-
lag um efni samningsins hefði
náðst í maí í fyrra, en síðan hefði
verið unnið að þýðingum, sem nú
lægju fyrir.
„Samkomulag er um að fram-
fylgja samningnum frá því að text-
inn var áritaður í maí í fyrra, en
síðan mun Geir H. Haarde utanrík-
isráðherra væntanlega undirrita
hann formlega fyrir landsins hönd
þegar hann fer til Nýju-Delí í lok
febrúar eða byrjun mars til að
opna sendiráðið þar. Það verður
þriðja sendiráðið í Asíu. Það fyrsta
var stofnað í Peking 1995, annað í
Tókýó 2001 og nú er komið að
þessu sendiráði í næstfjölmennasta
ríki heims, þar sem öllum ber sam-
an um að miklir möguleikar bíði
þess að verða nýttir.“
Mikilvæg samskipti við
Suðaustur-Asíu
Einnig eru rekin samskipti við
allmörg Asíulönd frá Íslandi. „Eitt
af mínum störfum síðan ég kom
heim frá Kína eftir fimm ára starf
þar hefur verið að gegna héðan að
heiman sendiherrastörfum í fimm
löndum í Suðaustur-Asíu: Taílandi,
Malasíu, Kambódíu, Singapúr og
Indónesíu. Þetta fyrirkomulag var
tekið upp fyrir mörgum árum. Pét-
ur Thorsteinsson eldri var upp-
hafsmaðurinn. Það hentar vel, sér-
staklega þegar um er að ræða ríki,
sem við höfum ekki sérstaklega
mikil samskipti en viljum þó hafa
traust samband við.
Ýmislegt skiptir okkur máli á
þessum slóðum. Indónesar telja að
40% af nýtanlegum jarðhita í heim-
inum sé á þeirra landsvæði og því
eru þarna miklir möguleikar fyrir
íslenska sérfræðinga sem ég er að
styðja til verkefna þar. Í útjaðri
Bangkok er rekin öflug fiskvinnsla
í samstarfi Íslendinga og þar-
lendra. Þá má ekki gleyma því að á
Íslandi búa um eitt þúsund Taí-
lendingar og Íslendingar ferðast
gjarna í hlýindin þarna eystra. Há-
skóli Íslands er í samstarfi við há-
skóla þar. Í Taílandi hafa verið
gefnar út þrjár íslenskar unglinga-
bækur í allt að 40 þúsund eintaka
upplagi og dreift til unglinga í
skólum, þáttur í að kynna þeim
lífshætti og viðhorf jafnaldra sinna
í fjarlægum löndum. Þær eru „Peð
á plánetunni jörð“ eftir Olgu Guð-
rúnu Árnadóttur, „Leikur á borði“
eftir Ragnheiði Gestsdóttur og
„Sagan af bláa hnettinum“ eftir
Andra Snæ Magnason.
Það að vera með sendiherrann í
Reykjavík skapar ekki jafngóða
aðstöðu og að vera með sendiráð,
en hefur ýmsa kosti og felur í sér
mikinn sparnað. Í löndum sem við
höfum ekki sendiráð koma kjör-
ræðismenn einnig að ómetanlegu
gagni, til dæmis í Taílandi þar sem
þeir reyndust haukar í horni þegar
risaflóðið skall á fyrir rúmu ári og
óttast var um marga Íslendinga.“
Greiða götu íslenskra flugfélaga
Loftferðasamningar geta komið
að gagni með ýmsum hætti og opn-
að dyr.
„Það er verið að taka mið af því
að flugfélög okkar hafa sífellt verið
að leita víðar eftir verkefnum og
þau hreppa frekar verkefni ef fyrir
liggur loftferðasamningur. Þá er
búið að fara í gegnum reglur, sem
mikið fjármagn á hreyfingu og Ís-
lendingar í viðskiptalífinu eru byrj-
aðir að horfa meira þangað. Dæmi
eru um íslenskar fjárfestingar í
fasteignum, sem síðan hafa vaxið
ört að verðmæti. Þetta hefur sér-
staklega verið í Dúbaí. Það er í
deiglu að utanríkisráðherra fari
seinna á þessu ári til landanna til
að undirrita þessa samninga form-
lega og þá væntanlega með ís-
lenska viðskiptasendinefnd til að
kanna nánar möguleikana á þessu
svæði og styrkja tengsl við stjórn-
völd landanna.“
Japanar tregir til samninga
Einnig hefur um skeið verið
reynt að þrýsta á um gerð loft-
ferðasamkomulags við Japana.
„Þeir hafa verið tregir til,“ sagði
Ólafur. „Þeir halda mjög að sér
höndum, ekki bara um gerð loft-
ferðasamninga, heldur líka samn-
inga til að hindra tvísköttun og um
fríverslunarsamninga. Í fluginu
hafa þeir hins vegar fallist á leigu-
flug. Leiguflug þangað hefur auk-
ist og vonir standa til að fjölga
megi verulega japönskum ferða-
mönnum hingað. Eyþór Eyjólfs-
son, ræðismaður okkar, stofnaði
fyrirtæki ásamt Icelandair, sem
vinnur að þessum málum í sam-
vinnu við japanskar ferðaskrifstof-
ur og að sjálfsögðu hefur sendiráð-
ið stutt þetta mjög dyggilega.
Japanar bera því reyndar við að
Narita-flugvöllur í Tókýó sé svo
umsetinn að ekki sé hægt að fjölga
félögum. Við höfum sagt á móti að
einu gilti þó það væru aðrir flug-
vellir og það hefur verið ein af rök-
semdunum fyrir því að setjast við
samningaborðið strax.
Síðan er líka í deiglunni loft-
ferðasamningur við Singapúr, sem
er mikil flugmiðstöð í Asíu, og við
Suður-Kóreu.“
Enn má nefna að íslensk stjórn-
völd hafa viljað endurbæta hálfrar
aldar gamlan samning við dönsk
stjórnvöld: „Við höfum hvatt til
þess að flug verði gert nánast
frjálst á svæðinu, Grænland, Fær-
eyjar, Ísland og Danmörk rétt eins
og flug er orðið yfirleitt á Evr-
ópusvæðinu.“
Mikil aðsókn að norræna
skálanum á heimssýningunni
Um 2,3 milljónir manna heim-
sóttu norræna EXPO skálann á
þeim sex mánuðum, sem heimssýn-
ingin í Japan stóð. Íslenska þátt-
takan var skipulögð af utanríkis-
ráðuneytinu og Útflutningsráði
Íslands. Hvíldi hún á herðum
Ólafs, Elínar Flygenring skrif-
stofustjóra og Jóns Ásbergssonar
framkvæmdastjóra ÚÍ. Mennta-
málaráðuneytið hafði forgöngu um
menningarkynningu Íslandsdags
og var sá undirbúningur í höndum
Karítasar H. Gunnarsdóttur skrif-
stofustjóra og Áslaugar Dóru Eyj-
ólfsdóttur sérfræðings.
„Þarna voru yfir hundrað sýn-
ingarskálar og norræni skálinn var
í hópi 10 landaskála, sem nutu
mestrar athygli fjölmiðla,“ sagði
Ólafur. „Aðsóknin var einnig mjög
góð þannig að einn af hverjum tíu
kom í skálann, helmingi fleiri en
spáð hafði verið. Um 23 milljónir
manna komu á sýninguna, en spáð
hafði verið um 12 milljónum
gesta.“
Ólafur sagði að samstarf Norð-
urlandanna hefði reynst einstak-
lega hagkvæmt þeim öllum.
„Kostnaðurinn við þátttökuna
varð miklu minni en ella hefði orð-
ið,“ sagði hann. „Norræna fjár-
Morgunblaðið/Sverrir
Ólafur Egilsson sendiherra. „Það kemur fyrir að við sendiherrarnir erlendis kysum að betur væri hlustað á ráðleggingar
okkar, en sem betur fer eru ekki mörg dæmi af þessu tagi.“
Ólafur Egilsson sendiherra hefur starfað í utanríkis-
þjónustunni í fjóra áratugi. Hann hefur meðal annars
gegnt stöðu sendiherra í London, Moskvu, Kaup-
mannahöfn og Peking og orðið vitni að miklum um-
brotum í heimssögunni. Nú starfar hann í utanríkis-
ráðuneytinu hér heima, en hefur haft nóg fyrir stafni
við gerð alþjóðlegra samninga, skipulagningu fram-
lags Íslands á heimssýningunni í Japan og sendiherra-
störf í Suðaustur-Asíu. Karl Blöndal ræddi við hann.
Fjarri því að
vera ein-
angrað land
’Þarna voru yfir hundrað sýningarskálar og norræni skálinn var meðal tíu landa-
skála, sem nutu mestrar athygli fjölmiðla.‘
24 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ