Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 45 FRÉTTIR   Pöntunarsími: 540 2130 „Það er kunnara en frá þurfi að segja að piparsvein í góðum efnum hlýtur að vanta eiginkonu.“ (Fræg upphafsorð sögunnar) Fyrstu 100 sem kaupa bókina fá miða á myndina í bíó!* Lestu bókina - sjáðu myndina! *Gildir aðeins í Pennanum/Eymundsson Austurstræti og Kringlunni 25% afsláttur í janúar og febrúar 1.349 kr. Fullt verð 1.799 kr. Kilja á góðu verði Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn BARNAHEILL – Save the Children á Íslandi halda ráðstefnu fimmtudaginn 26. janúar, undir heitinu „Stöðvum barnaklám á netinu – Lög og tækni“. Ráð- stefnan verður haldin í Salnum í Kópavogi kl. 8.30–16.05. Áhersla verður annars vegar lögð á laga- lega hlið Netsins og hins vegar á tæknilega hlið þess. Til ráðstefn- unnar verða boðaðir löglærðir að- ilar, lögreglumenn, netþjónustuað- ilar, tölvunar- og kerfisfræðingar, barnaverndaryfirvöld og aðrir sem málið varðar. Markmiðið með ráðstefnunni er að varpa ljósi á þau lagaákvæði sem nú þegar eru í gildi um ólög- legt efni á netinu og koma með hugmyndir um hvernig færa megi löggjöfina til betri vegar. Jafn- framt er ætlunin að upplýsa um þau vandamál sem upp geta komið vegna tæknilegra möguleika tölv- unnar og ræða hvernig brúa megi bilið milli laga og tækni, segir í fréttatilkynningu. Ráðstefna gegn barnaklámi LÖGREGLAN á Egilsstöðum hand- tók tvær stúlkur og einn karlmann á Egilsstaðaflugvelli á fimmtudags- kvöld þar sem þau voru að sækja fíkniefnasendingu með flugi frá Reykjavík. Á þeim fundust 6,5 grömm af hassi. Húsleit var gerð heima hjá fólk- inu og fundust þar tæki til fíkni- efnaneyslu. Samkvæmt upplýsing- um lögreglu telst málið upplýst. Tekin með hass á Egilsstöðum Fréttir í tölvupósti Hve margar gráður snýst litli vísirinn á venjulegri klukku frá kl. 12.00 til kl. 14.30? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 30. janúar nk. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopa- vogur.is, en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en kl. 16 hinn 23. janúar. Þann sama dag birtist lausn síðustu þrautar og nöfn vinningshafanna. Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins Pera vikunnar Egilsstaðir | Í apríl næstkom- andi verður haldin kvik- myndahátíð á Egilsstöðum sem byggist á tilraunakvik- myndum og víd- eómyndum. „Hátíðin nefn- ist 700.is, sem stafar af því að hún er ekki haldin í Reykjavík eins og flestar aðrar kvik- myndahátíðir hér á landi, heldur á Egilsstöðum,“ segir Kristín Scheving, starfsmaður Menning- armiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og menningar- og kaffihúss ungs fólks á vefnum egilsstadir.is. Há- tíðin er opin kvikmyndagerðar- fólki frá öllum heimshornum, en vonast er til að sem flestir Íslend- ingar taki þátt. „Fréttir af þessu hafa verið að breiðast út um netheiminn. Við höfum verið að fá myndir alls staðar að úr heiminum og erum nú þegar komin með 110 verk. Þau eru frá flestum Evrópu- löndum, Bandaríkjunum og Bras- ilíu,“ segir Kristín sem sjálf er myndlistarkona og hefur fengist töluvert við gerð vídeóverka. Nánari upplýsingar um hátíðina má fá á www.700.is , en 700 er póstnúmerið á Egilsstöðum. Alþjóðleg kvikmynda- hátíð í póst- númeri 700 Kristín Scheving ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.