Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 67
„Dregin er upp forvitnileg og háðsk
mynd af franskri yfirstétt á hverf-
ulum tímum millistríðsáranna,“
segir m.a. í dómi.
ALLTAF jafn notalegt ef manni
er komið á óvart í jákvæðri merk-
ingu. Svanasöngurinn hans de
Broca, sem gladdi áhorfendur
hjartanlega á sínum tíma með
bráðskemmtilegum kassa-
stykkjum á borð við L’ Homme de
Rio og Cartouche, er býsna lunk-
inn og óvenjulegur. Naðran er
byggð á samnefndum æviminn-
ingum/ skáldsögu Hervé Bazin,
sem hefst árið 1922. Þegar amma
þeirra deyr, eru Jean litli (Struk),
og bróðir hans, Freddie (William
Touil), settir í umsjón foreldra
sinna sem eru nýkomnir eftir
langdvalir í Indókína. Gleðin yfir
endurfundunum við móðurina,
Paule (Frot), reynist skammvinn
því hún er sannkallaður djöfull í
mannsmynd. Samansaumaður
nirfill, haldin kvalalosta, svo eitt-
hvað sé nefnt. Með foreldrunum í
för frá Asíu er yngsti sonurinn
Marcel (Pierre Stevenin), sem er
greinilega rangt feðraður.
Það eina sem Paule sýnir áhuga
er frímerkjasafnið, en Jacques
(Villeret), faðir drengjanna er
værukær og gerir allt til að halda
heimilisfriðinn og dundar sér við
flugnasöfnun. Heimilislífið breyt-
ist í martröð og Jean litli grípur
til sinna ráða til að losna úr þessu
víti.
Frot er óborganleg sem hús-
móðirin forherta, það er með ólík-
indum hvernig hún umturnast í
sannkallaða ófreskju sem hefur
allt á hornum sér og getur engum
unnt neins góðs. Reyndar á hún
sér málsbætur sem Jean grefur
uppi í heimsókn til móðurforeldra
sinna. Frot er ekki ein um að
sýna leiktilþrif, það má segja að
allir sem koma fram í hrollkaldri
grínmyndinni, standi sig með mik-
illi prýði og manngerðirnar smella
í hlutverkin. Dregin er upp for-
vitnileg og háðsk mynd af
franskri yfirstétt á hverfulum tím-
um millistríðsáranna. Á meðan að-
allinn gortaði af því að þurfa ekki
að dýfa höndunum í kalt vatn til
að lifa í munaði.
Það verður ekki annað sagt en
að heiðursmaðurinn de Broca hafi
endað ferilinn á nótum sem hæfa
glæstum leikstjórnarferli.
Mamma
frá víti
KVIKMYNDIR
Leikstjóri: Philippe de Broca. Leikarar:
Catherine Frot, Jules Sitruk, Jacques Vill-
eret. 100 mín. Frakkland 2004.
Naðran (Vipère au poing ) Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó: Frönsk
kvikmyndahátíð
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 67
TÖKUR eru hafnar á kvikmynd-
inni Dreamgirls, sem byggð er á
samnefndum söngleik eftir Tom
Eyen. Myndin gerist í kringum
1960 og segir frá söngtríóinu The
Dreamettes, sem skipaður er þrem-
ur ungum konum. Metnaðarfullur
umboðsmaður uppgötvar stúlk-
urnar og býður þeim að gerast
bakraddasöngkonur fyrir einn
frægasta söngvara í Bandaríkj-
unum. Stúlkurnar taka boðinu
fagnandi en komast síðar að því að
frægðinni fylgir ekki eintóm ham-
ingja.
Með aðalhlutverk fara Beyoncé
Knowles, Jamie Foxx, Eddie
Murphy, Danny Glover, Anika Noni
Rose og Jennifer Hudson. Leik-
stjóri myndarinnar er Bill Condon,
sem hefur leikstýrt myndum á borð
við Kinsey og Gods and Monsters.
Dreamgirls verður frumsýnd 22.
desember í Bandaríkjunum.
Reuters
Anika Noni Rose, Beyoncé Knowles og Jennifer Hudson sem söngtríóið
The Dreamettes.
Kvikmyndir | Tökur hafnar á kvikmynd
byggðri á söngleik
Beyoncé Knowles
leikur Draumastúlku
mbl.is
STJÖRNUSPÁ