Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 76
ÚTGJÖLD vegna framlags Íslands á heimssýning- unni í Japan á liðnu ári voru innan kostnaðaráætl- unar og á það reyndar við um allt framlag Norður- landanna, sem voru með sameiginlegan norrænan skála á sýningunni. Þetta kemur fram í samtali við Ólaf Egilsson sendiherra, sem sat fund í Kaup- mannahöfn í liðinni viku þar sem fulltrúar frá Norð- urlöndunum gerðu upp afraksturinn af þátttökunni í heimssýningunni. „Kostnaðurinn við þátttökuna varð miklu minni en ella hefði orðið,“ sagði hann. „Norræna fjárhags- áætlunin var 55 milljónir danskra króna [rúmlega 550 milljónir íslenskra króna]. Fjögur Norður- landanna greiddu 24%, en Íslendingar 4%. Okkar eigin fjárveiting var 57 milljónir íslenskra króna. Þar af eru þessi fjögur prósent rúmlega 20 milljónir íslenskra króna, en hitt kostnaður við ýmsan und- irbúning og sérstaklega við einkar velheppnaða menningarkynningu á Íslandsdegi sýningarinnar 15. júlí síðastliðinn þar sem 3.000 manna áhorfenda- svæði var nánast fullskipað. Það er sérstök ánægja að segja frá því að það tókst að halda útgjöldum inn- an við þessar fjárveitingar bæði hvað snertir nor- ræna þáttinn og þann íslenska. Það þykir töluvert afrek og er of fátítt,“ segir Ólafur. | 24 Ísland á heimssýningunni í Japan Útgjöld stóð- ust áætlun HÆGT er að auka afurðir í mjólkurfram- leiðslu um 60–70% með því að flytja inn danskt kúakyn, að mati Péturs Diðriks- sonar, bónda á Helgavatni í Borgarfirði. Hann telur mjög varhugavert fyrir íslensk- an landbúnað að nýta ekki þau tækifæri sem í þessu felast, en Viðskiptaháskólinn á Bifröst vann í vetur skýrslu um áhrif þess á rekstur búsins á Helgavatni ef þar yrði notast við danskar kýr. Danskar kýr mjólka að meðaltali um 9.000 lítra á ári, en meðalnyt kúa á Íslandi er um 5.200 lítrar. „Þessar tölur sýna vel hvað afkastamunurinn er mikill og það er augljóst miðað við þessar tölur að það er hægt að hafa annað verð á mjólkurlítr- anum. Þetta leiðir líka til þess að maður hugsar, að þessi atvinnuvegur hljóti að eiga ómæld tækifæri. Það er spurning hvort það er til annar framleiðsluatvinnuvegur á landinu sem á önnur eins tækifæri,“ segir Pétur. Í rannsókn háskólans á Bifröst er byggt á þeirri forsendu að beingreiðslur yrðu óbreyttar en að afurðastöð myndi greiða u.þ.b. 40 kr. á lítra af mjólk sem væri um- fram greiðslumark. Þetta er sú upphæð sem afurðastöðvar greiða fyrir umfram- mjólk í dag. Niðurstaða skýrslunnar er að hagnaður búsins aukist um tæplega 20% ef skipt yrði um kúakyn. Illa undirbúnir Meðalafurðir kúa á Helgavatni eru rúm- lega 20% yfir landsmeðaltali. Pétur sagði að hann yrði óánægður ef afurðir á Helga- vatni með dönskum kúm yrðu ekki yfir meðaltali. Hann segist telja raunhæft að þær yrðu a.m.k. 10.000 lítrar. Tekjuaukn- ing búsins ætti því að geta orðið meiri en kemur fram í skýrslunni. Pétur sagði að verð á mjólk til neytenda væri hærra á Íslandi en í nágrannalöndum okkar þrátt fyrir að við værum með háa framleiðslustyrki. Hann sagði að kúabænd- ur væru því illa undirbúnir ef tollar á mjólkurvörum yrðu lækkaðir og hingað yrðu fluttar ódýrar mjólkurvörur í umtals- verðu magni. Pétur sagði að drifkrafturinn í kúabúskapnum væri metnaður bændanna sjálfra. „Það er hætta á því að það áræði og sú bjartsýni sem þarf til þess að fara inn í þennan atvinnuveg vanti ef þessir bændur og tilvonandi bændur fá ekki að nýta öll hugsanleg tækifæri til að ná fram þeirri hagræðingu sem blasir við að þurfi að verða til að standast þá samkeppni sem í vændum er. Hver hefur áhuga á að starfa í atvinnu- grein þar sem menn fá ekki að nýta mögu- leikana sem búa í greininni?“ spurði Pétur. Innflutningur nýs kúakyns gæti bætt afkomu kúabúa mikið Varhugavert er að nýta ekki tækifærin Morgunblaðið/RAX Pétur Diðriksson, bóndi á Helgavatni, telur nauðsynlegt að flytja inn danskar kýr. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is  Landbúnaðurinn | 10–12 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Í HUGUM flestra er forn- bókasali gamall maður bakvið búðarborð með allt það í kollinum sem hann hefur á boðstólum. Kannski er það tímanna tákn að meira að segja þessi sérhæfða stétt kaup- manna hefur tekið tæknina í þjónustu sína, sem sannast á Braga Kristjónssyni, en hann hefur höndlað með gamlar bækur í þrjá áratugi. „Við er- um nokkuð vel á veg komnir með netsíðuna bok- in.is og það virðist ætla að skila sér í auknum áhuga hérlendis og erlendis,“ segir Bragi í viðtali við Tímarit Morgunblaðsins í dag þar sem hann ræðir um líf sitt og starf. Bragi starfrækir með Ara Gísla syni sínum verslunina Bókina á horni Hverfisgötu og Klapp- arstígs í Reykjavík. Þrátt fyrir að þeir feðgar nýti sér tæknina með þessum hætti leysir hún ekki af hólmi þau mannlegu samskipti sem slíkur rekstur byggist í rauninni á. Bragi segir búðina vera sam- komustað andlega þenkjandi fólks, „sem kemur til að rabba og létta á sér, jafnvel til að fá ráð um hin léttvægustu málefni. Hingað koma ólíklegustu pólitíkusar, smámenni og stórmenni. Um daginn kom t.d. þjófur og stal frá mér farsímanum mín- um. Það vildi þannig til, að hann var ekki opinn og daginn eftir kom þjófurinn, búinn að fá sér heil- mikið neðan í því og skilaði símanum og kvartaði yfir því að hann gæti ekki notað hann til útrétt- inga. Auðvitað þakkaði ég honum kærlega fyrir, en mér þótti satt að segja dáldið verra, þegar hann nokkru síðar stal gömlu tóbaksjárni úr sýningar- glugganum. En hann um það.“ Fornbókasala með nútímatækni ZAPPA Plays Zappa með þá Ahmet og Dweezil Zappa í broddi fylkingar spilar í Laugardalshöll föstudaginn 9. júní næst- komandi. Synir tónlistar- mannsins og furðufuglsins Frank Zappa koma fram ásamt einvalaliði tónlistar- manna og leika tónlist föð- ur síns en Frank Zappa lést árið 1993. Á meðal þeirra sem leika í hljómsveitinni er Steve Vai, einn fremsti gítarleikari heims en Steve lék á árum áður með Frank Zappa og kom hingað til lands með hljómsveitinni Whitesnake árið 1990. Samkvæmt upplýsingum RR ehf. sem flyt- ur hópinn hingað til lands verða fleiri tónlist- armenn úr hljómsveitum Zappa einnig með í för og koma þeir fram sem leynigestir. | 71 Zappa leikur Zappa Frank Zappa BORGARSTJÓRAHJÓN Washington, höf- uðborgar Bandaríkjanna, þau Dianne og Anthony A. Williams, verða heiðursgestir Reykjavík Food & Fun-hátíðarinnar dag- ana 22.–26. febrúar næstkomandi. Sendi- herrahjónin í Washington, þau Hervör Jónasdóttir og Helgi Ágústsson, fylgja borgarstjórahjónunum í heimsókn þeirra. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms, sagði það mikinn feng að fá svo tignan gest sem Williams borgarstjóra Washington í heimsókn. Hann sé mjög áberandi í þjóðlífinu vestra, borgarstjóri borgarstjóranna, og hafi komið miklu í verk. Þegar Williams settist í embætti var glæpatíðni mikil í borginni en dregið hafi ört úr henni og öryggi borgaranna aukist í borgarstjóratíð hans, atvinnu- og menn- ingarlífið hafi tekið mikinn fjörkipp, m.a. stór ráðstefnuhöll verið byggð og laðað að fjölsóttar ráðstefnur og styrkt ferða- þjónustu í borginni. Markaðsátak Áforms með íslensk mat- væli hefur vakið mikla athygli í Wash- ington DC. Var það m.a. valið markaðs- herferð ársins í fyrra af tímaritinu The Washingtonian. Sterk tengsl hafa mynd- ast milli lykilfólks, m.a. á sviði veitinga- og ferðaþjónustu og borgarstjórnar, og Íslands í kjölfar markaðsátaksins. Að sögn Baldvins hefur borgarstjórinn áhuga á að hitta íslenska ráðamenn og eins framleiðendur íslenskra matvæla, sjó- menn og bændur, skoða landið og baða sig í heitum laugum. Hann er áhuga- samur um stangaveiðar og hefur lýst áhuga á að koma hingað til veiða að sumri til. Auk borgarstjórans koma til hátíð- arinnar tólf þekktir matreiðslumeistarar, sex evrópskir og sex bandarískir. Munu þeir leika listir sínar í eldhúsum tólf veit- ingahúsa í Reykjavík á hátíðinni. Fimm þekktir matreiðslumeistarar frá Wash- ington DC verða í hópnum og er ætlunin að kynna sérstaklega á hátíðinni allt það sem borgin hefur upp á að bjóða sem áhugaverður ferðamannastaður. Þá mun Kenneth Meyer, aðalforstjóri Austur- strandardeildar Whole Foods Market- verslanakeðjunnar, koma á hátíðina til að efla enn frekar samstarfið við Íslendinga. Fulltrúar margra útbreiddra og áhrifa- mikilla fjölmiðla hafa staðfest komu sína, bæði til að fjalla um hátíðina og heimsókn borgarstjórahjónanna til Íslands. Borgarstjóri Washington verður heiðursgestur Food & Fun Morgunblaðið/Guðni Einarsson Anthony A. Williams, borgarstjóri Wash- ington DC, og Baldvin Jónsson, fram- kvæmdastjóri Áforms, á árshátíð veitinga- húsa í borginni í fyrra þar sem veisluföng voru úr íslensku hráefni. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.